Íslendingaheilkennið Árni Richard Árnason skrifar 19. desember 2013 07:00 Kaupmáttur meðaltímakaups á Íslandi er lægri en á Spáni, þrátt fyrir að Íslendingar séu ríkir af auðlindum og fái fleiri ferðamenn miðað við höfðatölu. Því veldur óhagkvæmni einangraðs íslensks hagkerfis þar sem störf eru varin og mynduð með íhlutun stjórnmálamanna. Íslenskt hagkerfi einkennist af stjórnlyndi og ríkissósíalisma, og almenningur virðist halda að hlutverk stjórnmálamanna sé að skapa störf og hagvöxt. Hér eru einkenni að verki sem ég kalla Íslendingaheilkennið, en mætti líka nefna Þetta-reddast-heilkennið eða frekar Reddið-þessu-heilkennið. Ég ætla að reyna að gera þessu heilkenni skil með þessum pistli.Einkennin Sá sem er haldinn Íslendingaheilkenninu er með eindæmum skammsýnn. Hann aðhyllist ekki langtímalausnir, heldur töfralausnir. Hann hugsar oft stórt, en ekki mjög djúpt, og mest í eigin þágu. Hann virðist frjálslyndur gagnvart því hvernig annað fólk lifir sínu lífi, sem er stundum mistúlkað sem umburðarlyndi eða virðing, en í rauninni er honum sama um annað fólk á meðan það skaðar hann ekki. Hann óttast útlendinga sem geta svipt hann lífsviðurværi sínu og jafnvel stolið auðlindum þjóðar hans. Hann vill auka ríkidæmi sitt hratt, til dæmis með því að láta virkja fallvötn og byggja álver sem skapar gervihagvöxt. Fylgifiskur gervihagvaxtar er þó að hann gengur til baka, með tilheyrandi samdrætti, en það stöðvar ekki þann sem er haldinn Íslendingaheilkenninu því hann hugsar ekki svo langt. Hann þolir illa viðvaranir eða svartsýnisböl, sérstaklega ef slíkt kemur frá útlendingum. Hann lætur sér ekki segjast, enda væri það „aðför að sjálfstæðinu“ að fylgja ráðgjöf útlendinga. „Allt sem er íslenskt er gott, sérstaklega hin blessaða króna sem kemur hagkerfinu til bjargar með sveigjanleika sínum.“ Þó er krónan í hlekkjum og blóðsýgur íslenskt hagkerfi, þar sem blóðið er í formi vaxtagreiðslna til erlendra lánardrottna og kröfuhafa. En sá sem er haldinn Íslendingaheilkenninu er eindæma þrjóskur þegar kemur að því sem íslenskt er, enda er hann íslenskari en páfinn. Ef lausnir bjóðast sem fela í sér langtímasamstarf við útlendinga þá er þeim hafnað á þeim forsendum að lausnirnar séu ekki töfralausnir, nema með þeirri undantekningu að um styrki sé að ræða. „Þetta er líka allt saman útlendingum að kenna. Íslendingar eru svo sjálfstæð þjóð. Þetta reddast.“Áhrif á samfélagið Íslendinga sem eru veikir af Íslendingaheilkenninu er að finna í öllum starfsstéttum á Íslandi, og þeir gegnsýra allt íslenskt samfélag, svo að tala má um faraldur í þessu samhengi. Birtingarmynd þessa er einkum skýrust í fjármálaheiminum, fjölmiðlum og stjórnmálum. Um það fyrstnefnda þarf ég ekki að fara mörgum orðum, enda þekkja allir þann skaða sem hefur hlotist af Íslendingaheilkenninu á þeim vettvangi, þó að fæstir kunni góð skil á heilkenninu sjálfu. Íslenskir fjölmiðlar eru að mestu leyti slúðurfréttamiðlar með það meginmarkmið að endursegja hvað fólk sagði í stað þess að greina og skýra hvað gerðist eða mun gerast. Eitt vinsælasta viðfangsefni fjölmiðlastéttarinnar er fjölmiðlastéttin sjálf. Hvar annars staðar í heiminum birtast reglulega fréttatilkynningar um óléttu fjölmiðlakvenna? Hvar annars staðar í heiminum getur fólk orðið „frægt“ fyrir ekki merkilegri afrek en að vera fyllibyttur eða dópistar? Lágkúrulegar slúðurfréttir eru vinsælasta efni veffjölmiðlanna og framboðið mætir eftirspurn. Íslendingaheilkennið og grunnhyggnin ráða ríkjum. Ástandið minnir óþægilega mikið á gamlar zombí-kvikmyndir, með þeirri undantekningu að zombí-áhrifin eru aðeins innvortis, smitast sennilega ekki við bit, og gætu verið meðfædd.Kjósendur vilja skammtímalausnir Alþingi er helsta vígi Íslendingaheilkennisins. Þar ræða hugsjónalausir stjórnmálamenn skammtímalausnir sem eru best fallnar til þess að kaupa atkvæði auðkeyptra kjósenda. Sem betur fer fyrir stjórnmálamenn þá muna kjósendur ekki langt aftur, og hugsa ekki langt fram í tímann, enda flestir haldnir Íslendingaheilkenninu. En stjórnmálamönnum er refsað fljótt ef þeir finna ekki skammtímalausnir hið fyrsta sem gefa fólki aura í vasann, og því eiga stjórnmálamenn með framtíðarsýn ekki upp á pallborðið hjá kjósendum. Til allrar hamingju fyrir ráðandi stjórnmálamenn þá hafa þeir þjálfað hæfni sína í að finna fjármuni og þeir geta jafnvel tekið þá af framtíðarskattgreiðslum, jafnvel þó að óvíst sé að þær muni nokkurn tímann eiga sér stað. Kjósendur hafa engar áhyggjur af því, enda er það þeim ofviða að hugsa svo langt fram í tímann. „Þetta reddast.“ Að svo komnu er Íslendingaheilkennið einangrað við Ísland sökum legu landsins. Ef þú býrð utan Íslands, þá hef ég þetta að segja: Don‘t panic. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Kaupmáttur meðaltímakaups á Íslandi er lægri en á Spáni, þrátt fyrir að Íslendingar séu ríkir af auðlindum og fái fleiri ferðamenn miðað við höfðatölu. Því veldur óhagkvæmni einangraðs íslensks hagkerfis þar sem störf eru varin og mynduð með íhlutun stjórnmálamanna. Íslenskt hagkerfi einkennist af stjórnlyndi og ríkissósíalisma, og almenningur virðist halda að hlutverk stjórnmálamanna sé að skapa störf og hagvöxt. Hér eru einkenni að verki sem ég kalla Íslendingaheilkennið, en mætti líka nefna Þetta-reddast-heilkennið eða frekar Reddið-þessu-heilkennið. Ég ætla að reyna að gera þessu heilkenni skil með þessum pistli.Einkennin Sá sem er haldinn Íslendingaheilkenninu er með eindæmum skammsýnn. Hann aðhyllist ekki langtímalausnir, heldur töfralausnir. Hann hugsar oft stórt, en ekki mjög djúpt, og mest í eigin þágu. Hann virðist frjálslyndur gagnvart því hvernig annað fólk lifir sínu lífi, sem er stundum mistúlkað sem umburðarlyndi eða virðing, en í rauninni er honum sama um annað fólk á meðan það skaðar hann ekki. Hann óttast útlendinga sem geta svipt hann lífsviðurværi sínu og jafnvel stolið auðlindum þjóðar hans. Hann vill auka ríkidæmi sitt hratt, til dæmis með því að láta virkja fallvötn og byggja álver sem skapar gervihagvöxt. Fylgifiskur gervihagvaxtar er þó að hann gengur til baka, með tilheyrandi samdrætti, en það stöðvar ekki þann sem er haldinn Íslendingaheilkenninu því hann hugsar ekki svo langt. Hann þolir illa viðvaranir eða svartsýnisböl, sérstaklega ef slíkt kemur frá útlendingum. Hann lætur sér ekki segjast, enda væri það „aðför að sjálfstæðinu“ að fylgja ráðgjöf útlendinga. „Allt sem er íslenskt er gott, sérstaklega hin blessaða króna sem kemur hagkerfinu til bjargar með sveigjanleika sínum.“ Þó er krónan í hlekkjum og blóðsýgur íslenskt hagkerfi, þar sem blóðið er í formi vaxtagreiðslna til erlendra lánardrottna og kröfuhafa. En sá sem er haldinn Íslendingaheilkenninu er eindæma þrjóskur þegar kemur að því sem íslenskt er, enda er hann íslenskari en páfinn. Ef lausnir bjóðast sem fela í sér langtímasamstarf við útlendinga þá er þeim hafnað á þeim forsendum að lausnirnar séu ekki töfralausnir, nema með þeirri undantekningu að um styrki sé að ræða. „Þetta er líka allt saman útlendingum að kenna. Íslendingar eru svo sjálfstæð þjóð. Þetta reddast.“Áhrif á samfélagið Íslendinga sem eru veikir af Íslendingaheilkenninu er að finna í öllum starfsstéttum á Íslandi, og þeir gegnsýra allt íslenskt samfélag, svo að tala má um faraldur í þessu samhengi. Birtingarmynd þessa er einkum skýrust í fjármálaheiminum, fjölmiðlum og stjórnmálum. Um það fyrstnefnda þarf ég ekki að fara mörgum orðum, enda þekkja allir þann skaða sem hefur hlotist af Íslendingaheilkenninu á þeim vettvangi, þó að fæstir kunni góð skil á heilkenninu sjálfu. Íslenskir fjölmiðlar eru að mestu leyti slúðurfréttamiðlar með það meginmarkmið að endursegja hvað fólk sagði í stað þess að greina og skýra hvað gerðist eða mun gerast. Eitt vinsælasta viðfangsefni fjölmiðlastéttarinnar er fjölmiðlastéttin sjálf. Hvar annars staðar í heiminum birtast reglulega fréttatilkynningar um óléttu fjölmiðlakvenna? Hvar annars staðar í heiminum getur fólk orðið „frægt“ fyrir ekki merkilegri afrek en að vera fyllibyttur eða dópistar? Lágkúrulegar slúðurfréttir eru vinsælasta efni veffjölmiðlanna og framboðið mætir eftirspurn. Íslendingaheilkennið og grunnhyggnin ráða ríkjum. Ástandið minnir óþægilega mikið á gamlar zombí-kvikmyndir, með þeirri undantekningu að zombí-áhrifin eru aðeins innvortis, smitast sennilega ekki við bit, og gætu verið meðfædd.Kjósendur vilja skammtímalausnir Alþingi er helsta vígi Íslendingaheilkennisins. Þar ræða hugsjónalausir stjórnmálamenn skammtímalausnir sem eru best fallnar til þess að kaupa atkvæði auðkeyptra kjósenda. Sem betur fer fyrir stjórnmálamenn þá muna kjósendur ekki langt aftur, og hugsa ekki langt fram í tímann, enda flestir haldnir Íslendingaheilkenninu. En stjórnmálamönnum er refsað fljótt ef þeir finna ekki skammtímalausnir hið fyrsta sem gefa fólki aura í vasann, og því eiga stjórnmálamenn með framtíðarsýn ekki upp á pallborðið hjá kjósendum. Til allrar hamingju fyrir ráðandi stjórnmálamenn þá hafa þeir þjálfað hæfni sína í að finna fjármuni og þeir geta jafnvel tekið þá af framtíðarskattgreiðslum, jafnvel þó að óvíst sé að þær muni nokkurn tímann eiga sér stað. Kjósendur hafa engar áhyggjur af því, enda er það þeim ofviða að hugsa svo langt fram í tímann. „Þetta reddast.“ Að svo komnu er Íslendingaheilkennið einangrað við Ísland sökum legu landsins. Ef þú býrð utan Íslands, þá hef ég þetta að segja: Don‘t panic.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun