Íslendingar almennt neikvæðir í garð erlendrar fjárfestingar Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. febrúar 2017 07:00 Mikil andstaða er við erlenda fjárfestingu. Einkum við fjárfestingu í auðlindagreinum vísir/jón sigurður 47,2 prósent þeirra sem spurð voru segjast sammála því að erlend fyrirtæki á Íslandi hagnist yfirleitt á kostnað íslensks samfélags. Einungis 26,1 prósent er þessu ósammála. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Maskína gerði fyrir Samtök atvinnulífsins, Íslandsstofu og Samtök iðnaðarins.Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SAMYND/SAÁsdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, lýsir áhyggjum af þessum niðurstöðum. „Annars vegar finnst okkur áhyggjuefni hvað Íslendingar eru neikvæðir gagnvart erlendri fjárfestingu,“ segir Ásdís og bendir á að þegar fólk var beðið að nefna það fyrsta sem því datt í hug þegar hugtakið erlend fjárfesting var nefnt hafi flestir nefnt brask, svindl, auðmenn, aflandsfélög eða annað í þeim dúr. „Þarna er töluverður hluti fólks sem telur að erlend fyrirtæki hagnist á okkar kostnað. Ákveðin tortryggni ríkir því gagnvart erlendri fjárfestingu,“ segir Ásdís. Niðurstöður könnunar Maskínu benda til þess að fólk sé mun neikvæðara gagnvart frjálsu flæði fjármagns heldur en frelsi í viðskiptum með vörur og þjónustu. Ásdís segir að þetta megi eflaust að einhverju leyti rekja til áranna fyrir og eftir 2008 þegar erlent skammtímafjármagn streymdi inn í íslenskt hagkerfi og skapaði ójafnvægi á gjaldeyrismarkaði. Ásdís bendir á að um kvikt fjármagn hafi verið að ræða þannig að þegar til bakslags kom í hagkerfinu hafi hið sama fjármagn leitað úr landi svo skjótt sem auðið var. „Almenningur tengir líklega erlenda fjárfestingu frekar við þess konar fjárfestingu fremur en beina erlenda fjárfestingu. Bein erlend fjárfesting er varanlegri fjárfesting þar sem erlendir fjárfestar koma með eigið fé inn í fyrirtækin og taka þátt í áhættunni með okkur. Niðurstöður könnunarinnar endurspegla í raun svart á hvítu mikilvægi þess að upplýsa almenning um mikilvægi erlendrar fjárfestingar og hvaða þýðingu slík fjárfesting hefur fyrir íslenskt hagkerfi,“ segir Ásdís. Niðurstöður könnunarinnar gefa líka vísbendingar um að Íslendingar séu neikvæðari gagnvart erlendri fjárfestingu í auðlindagreinum en í til dæmis verslun og þjónustu. Ásdís bendir á að erlend fjárfesting nái til alls kyns atvinnugreina þó að stóriðja sé kannski það sem komi fyrst upp í huga fólks. Nú nái fjárfestingin til jafn ólíkra geira og verslunar og þjónustu, byggingageirans, fiskeldis og líftækni svo dæmi séu tekin. „Erlend fjárfesting skapar því í dag fjölbreytt og ólík störf,“ segir Ásdís.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
47,2 prósent þeirra sem spurð voru segjast sammála því að erlend fyrirtæki á Íslandi hagnist yfirleitt á kostnað íslensks samfélags. Einungis 26,1 prósent er þessu ósammála. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Maskína gerði fyrir Samtök atvinnulífsins, Íslandsstofu og Samtök iðnaðarins.Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SAMYND/SAÁsdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, lýsir áhyggjum af þessum niðurstöðum. „Annars vegar finnst okkur áhyggjuefni hvað Íslendingar eru neikvæðir gagnvart erlendri fjárfestingu,“ segir Ásdís og bendir á að þegar fólk var beðið að nefna það fyrsta sem því datt í hug þegar hugtakið erlend fjárfesting var nefnt hafi flestir nefnt brask, svindl, auðmenn, aflandsfélög eða annað í þeim dúr. „Þarna er töluverður hluti fólks sem telur að erlend fyrirtæki hagnist á okkar kostnað. Ákveðin tortryggni ríkir því gagnvart erlendri fjárfestingu,“ segir Ásdís. Niðurstöður könnunar Maskínu benda til þess að fólk sé mun neikvæðara gagnvart frjálsu flæði fjármagns heldur en frelsi í viðskiptum með vörur og þjónustu. Ásdís segir að þetta megi eflaust að einhverju leyti rekja til áranna fyrir og eftir 2008 þegar erlent skammtímafjármagn streymdi inn í íslenskt hagkerfi og skapaði ójafnvægi á gjaldeyrismarkaði. Ásdís bendir á að um kvikt fjármagn hafi verið að ræða þannig að þegar til bakslags kom í hagkerfinu hafi hið sama fjármagn leitað úr landi svo skjótt sem auðið var. „Almenningur tengir líklega erlenda fjárfestingu frekar við þess konar fjárfestingu fremur en beina erlenda fjárfestingu. Bein erlend fjárfesting er varanlegri fjárfesting þar sem erlendir fjárfestar koma með eigið fé inn í fyrirtækin og taka þátt í áhættunni með okkur. Niðurstöður könnunarinnar endurspegla í raun svart á hvítu mikilvægi þess að upplýsa almenning um mikilvægi erlendrar fjárfestingar og hvaða þýðingu slík fjárfesting hefur fyrir íslenskt hagkerfi,“ segir Ásdís. Niðurstöður könnunarinnar gefa líka vísbendingar um að Íslendingar séu neikvæðari gagnvart erlendri fjárfestingu í auðlindagreinum en í til dæmis verslun og þjónustu. Ásdís bendir á að erlend fjárfesting nái til alls kyns atvinnugreina þó að stóriðja sé kannski það sem komi fyrst upp í huga fólks. Nú nái fjárfestingin til jafn ólíkra geira og verslunar og þjónustu, byggingageirans, fiskeldis og líftækni svo dæmi séu tekin. „Erlend fjárfesting skapar því í dag fjölbreytt og ólík störf,“ segir Ásdís.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira