Íslendingar eiga sjálfir að ráða hraða ESB viðræðna Heimir Már Pétursson skrifar 5. mars 2014 12:47 Þorsteinn Pálsson spyr hvers vegna ríkisstjórnin lét ekki ESB "um það óhæfuverk“ að slíta viðræðum, ef sambandið þrýsti á niðurstöðu, eins og forsætisráðherra gefi í skyn. vísir/gva Hraði aðildarviðræðna við Evrópusambandið hlýtur að ráðast af íslenskum hagsmunum að mati fyrrverandi forsætisráðherra. Ef sambandið hafi hótað að slíta viðræðum, sé spurning hvers vegna ríkisstjórnin láti ekki sambandið vinna það óhæfuverk fyrir sig.Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var í samninganefnd Íslands í viðræðunum við Evrópusambandið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi forsætisráðherra, gaf í skyn í Kastljósi í gær að Evrópusambandið þrýsti á að Ísland segði af eða á um framhald viðræðna. Þorsteinn segir engar slíkar spurningar hafa komið upp á meðan viðræðurnar voru í gangi. „Við litum líka alltaf svo á að hraði þeirra yrði að ráðast af íslenskum hagsmunum og hvað við teldum rétt að láta þær ganga hratt fyrir sig,“ segir Þorsteinn. Þá réðust viðræðurnar einnig af því hvernig miðaði í að vinna að framgangi þeirra sjónarmiða sem íslenska samninganefndin setti fram. „En þegar ég heyri forsætisráðherra segja þetta þá skil ég það svo að það liggi fyrir formleg yfirlýsing frá Evrópusambandinu sem ég hef ekki séð og ekki hefur verið kynnt um það að annað hvort verði viðræðunum haldið áfram af fullum þunga eða þeim slitið. Ef svo er þá velti ég fyrir mér, af hverju lét ríkisstjórnin ekki Evrópusambandið vinna óhæfuverkið,“ spyr Þorsteinn. Kjarni málsins í þessu sé að íslensk stjórnvöld eigi að meta það sjálf og upp á eigin spýtur hvernig Íslendingar haldi best á sínum hagsmunum. „Við látum hvorki mat Evrópusambandsins eða annarra þjóða ráða því. Við eigum að sækja fram á grundvelli þess sem við metum best fyrir Ísland,“ segir fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætistáðherra. Og minnir á að viðræður Möltu hafi til dæmis legið niðri í eitt kjörtímabil áður en þær voru teknar upp aftur og umsókn Tyrkja sé enn í gildi þótt viðræður liggi niðri. Finnst þér eins og ráðamenn séu að reyna að brenna sem flestar brýr að baki í þessu máli til að gera það erfitt fyrir framtíðina? „Tillagan (um að draga umsókn til baka) hefur þann tilgang að loka þessum viðræðum í eitt skipti fyrir öll. Það er markmið tillögunnar,“ segir Þorsteinn Pálsson. Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Hraði aðildarviðræðna við Evrópusambandið hlýtur að ráðast af íslenskum hagsmunum að mati fyrrverandi forsætisráðherra. Ef sambandið hafi hótað að slíta viðræðum, sé spurning hvers vegna ríkisstjórnin láti ekki sambandið vinna það óhæfuverk fyrir sig.Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var í samninganefnd Íslands í viðræðunum við Evrópusambandið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi forsætisráðherra, gaf í skyn í Kastljósi í gær að Evrópusambandið þrýsti á að Ísland segði af eða á um framhald viðræðna. Þorsteinn segir engar slíkar spurningar hafa komið upp á meðan viðræðurnar voru í gangi. „Við litum líka alltaf svo á að hraði þeirra yrði að ráðast af íslenskum hagsmunum og hvað við teldum rétt að láta þær ganga hratt fyrir sig,“ segir Þorsteinn. Þá réðust viðræðurnar einnig af því hvernig miðaði í að vinna að framgangi þeirra sjónarmiða sem íslenska samninganefndin setti fram. „En þegar ég heyri forsætisráðherra segja þetta þá skil ég það svo að það liggi fyrir formleg yfirlýsing frá Evrópusambandinu sem ég hef ekki séð og ekki hefur verið kynnt um það að annað hvort verði viðræðunum haldið áfram af fullum þunga eða þeim slitið. Ef svo er þá velti ég fyrir mér, af hverju lét ríkisstjórnin ekki Evrópusambandið vinna óhæfuverkið,“ spyr Þorsteinn. Kjarni málsins í þessu sé að íslensk stjórnvöld eigi að meta það sjálf og upp á eigin spýtur hvernig Íslendingar haldi best á sínum hagsmunum. „Við látum hvorki mat Evrópusambandsins eða annarra þjóða ráða því. Við eigum að sækja fram á grundvelli þess sem við metum best fyrir Ísland,“ segir fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætistáðherra. Og minnir á að viðræður Möltu hafi til dæmis legið niðri í eitt kjörtímabil áður en þær voru teknar upp aftur og umsókn Tyrkja sé enn í gildi þótt viðræður liggi niðri. Finnst þér eins og ráðamenn séu að reyna að brenna sem flestar brýr að baki í þessu máli til að gera það erfitt fyrir framtíðina? „Tillagan (um að draga umsókn til baka) hefur þann tilgang að loka þessum viðræðum í eitt skipti fyrir öll. Það er markmið tillögunnar,“ segir Þorsteinn Pálsson.
Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira