Íslendingar ekki þunglyndari en aðrir Jakob Bjarnar skrifar 26. febrúar 2015 10:43 Hafrún Kristjánsdóttir segir ýmsilegt skýra mikla neyslu Íslendinga á þunglyndislyfjum, meðal annars hafi landsmenn almennt jákvæða afstöðu til lyfjanna. Vísir/anton brink/getty Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og doktorsnemi við læknadeild, segir tíðni þunglyndis ekki meira á Íslandi en gerist og gengur. Vísir greindi í gær frá nýlegri skýrslu OECD þar sem fram kemur að hvergi er neysla þunglyndislyfja meiri en á Íslandi, sem sker sig úr. Tíu prósent þjóðarinnar notar þunglyndislyf samkvæmt skýrslunni. Magnús Jóhannesson, sem er í lyfjateymi Landlæknisembættisins, segir ekki vitað hvað veldur þessu, þar geti ýmislegt komið til svo sem ofneysla eða hreinlega að Íslendingar séu komnir lengra í meðhöndlun á þunglyndi. Þá segir hann að þunglyndislyf séu notuð við öðrum sjúkdómum en bara þunglyndi. Magnús segir skorta rannsóknir á þessu; erfitt sé að greina algengi þunglyndis.Eins og sjá má á þessari töflu skera Íslendingar sig úr vegna mikillar neyslu á þunglyndislyfjum.Lyfin einkum skrifuð út á heilsugæslunniHafrún segir hins vegar að til séu fjölmargar erlendar rannsóknir á algengi þunglyndis. „Niðurstöður þeirra eru þær að algengið er mjög sambærilegt milli landa. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið hérlendis, meðal annars af Eiríki Líndal, Tómasi Helgasyni og Jóni Stefánssyni, benda til þess að algengið hérlendis sé svipað og algengi annarstaðar. Aðrar íslenskar rannsóknir styðja einnig niðurstöður þeirra félaga,“ segir Hafrún. Hafrún er að ganga frá doktorsritgerð sinni en hún fjallar um hvernig auka megi aðgengi að sálfræðimeðferð í heilsugæslu með hagkvæmum en jafnframt árárangursríkum hætti. Hún segir stóran hluta þessara lyfja skrifaður út af heilsugæslunni. Og 30 prósent þeirra sem leita til heilsugæslu eigi fyrst og fremst við andlegan vanda að stríða.60 prósent þeirra sem svipta sig lífi eru þunglyndirFylgni sjálfsvíga og þunglyndis má ætla að sé nokkurt. Hvernig er tíðni sjálfvíga hér á landi miðað við annars staðar? „Tíðni sjálfsvíga hér eru eiginlega sú sama og í nágrannalöndunum,“ segir Hafrún. „Það sem meira er að tíðni sjálfsvíga hér á landi hefur haldist stöðug í langan tíma Vissulega eru tengsl milli sjálfsvíga og þunglyndis en sjálfsvíg eru samt mjög flókið fyrirbæri, svo flókið að enn sem komið er hefur okkur bara tekist að finna áhættuþætti en ekki forspáþætti. Við vitum þó að 90 prósent þeirra sem fremja sjálfsvíg eru að glíma við geðsjúkdóm á verknaðarstund og 60 prósent þeirra sem fremja sjálfvíg glíma við þunglyndi. En það eru aðrir félagslegir og sálrænir þættir sem eru áhættuþættir eins og áfengisneysla, hvatvísi, hjúskaparstaða og fleira.“Magnús Jóhannsson hjá lyfjateymi Landlækinsembættisins.VísirHugræn atferlismeðferð takmarkað á Íslandi En, aftur að efni skýrslu OECD, hvað telur Hafrún að skýri þessa miklu neyslu þunglyndislyfja hér á landi? „Það er ýmislegt sem getur haft áhrif á það. Vitað er að viðhorf Íslendinga til þunglyndislyfja er frekar jákvætt þannig að þeir eru tilbúnir að nota slík lyf. Það er líklegt til að hafa áhrif. Svo verður líka að hafa í huga að þunglyndislyf eru notuð við fleiri vandamálum en bara þunglyndi. Það sem ég tel þó að skipti töluverðu máli er að aðgengi hérlendis að annarri gagnreyndri meðferð svo sem hugrænni atferlismeðferð við þunglyndi er takmarkað. Í löndunum í kringum okkur er þetta aðgengi betra,“ segir Hafrún og bendir á að rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að hugræn atferlismeðferð gagnast jafnvel og lyf við þunglyndi. „Og í raun er það þannig að í klínískar leiðbeiningar, bæði íslenskum og erlendum, er lagt til að fyrsta meðferð við vægu til miðlungs alvarlegu þunglyndi skuli vera hugræn atferlismeðferð en ekki lyf. Einnig er sérstaklega tekið fram að æskilegt sé að slík meðferð fari fram á heilsugæslustöðvum. Slík meðferð er ekki í boði fyrir fullorðna á heilsugæslustöðvum hér á Íslandi því miður og ekki er sú meðferð hjá sálfræðingum á stofu heldur niðurgreidd af sjúkratryggingum. Vegna þessa er mjög eðlilegt að læknar ávísi þunglyndislyfjum til fólks sem glímir við þunglyndi því aðrir valkostir eru vart til staðar, sérstaklega út á landi.“ Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og doktorsnemi við læknadeild, segir tíðni þunglyndis ekki meira á Íslandi en gerist og gengur. Vísir greindi í gær frá nýlegri skýrslu OECD þar sem fram kemur að hvergi er neysla þunglyndislyfja meiri en á Íslandi, sem sker sig úr. Tíu prósent þjóðarinnar notar þunglyndislyf samkvæmt skýrslunni. Magnús Jóhannesson, sem er í lyfjateymi Landlæknisembættisins, segir ekki vitað hvað veldur þessu, þar geti ýmislegt komið til svo sem ofneysla eða hreinlega að Íslendingar séu komnir lengra í meðhöndlun á þunglyndi. Þá segir hann að þunglyndislyf séu notuð við öðrum sjúkdómum en bara þunglyndi. Magnús segir skorta rannsóknir á þessu; erfitt sé að greina algengi þunglyndis.Eins og sjá má á þessari töflu skera Íslendingar sig úr vegna mikillar neyslu á þunglyndislyfjum.Lyfin einkum skrifuð út á heilsugæslunniHafrún segir hins vegar að til séu fjölmargar erlendar rannsóknir á algengi þunglyndis. „Niðurstöður þeirra eru þær að algengið er mjög sambærilegt milli landa. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið hérlendis, meðal annars af Eiríki Líndal, Tómasi Helgasyni og Jóni Stefánssyni, benda til þess að algengið hérlendis sé svipað og algengi annarstaðar. Aðrar íslenskar rannsóknir styðja einnig niðurstöður þeirra félaga,“ segir Hafrún. Hafrún er að ganga frá doktorsritgerð sinni en hún fjallar um hvernig auka megi aðgengi að sálfræðimeðferð í heilsugæslu með hagkvæmum en jafnframt árárangursríkum hætti. Hún segir stóran hluta þessara lyfja skrifaður út af heilsugæslunni. Og 30 prósent þeirra sem leita til heilsugæslu eigi fyrst og fremst við andlegan vanda að stríða.60 prósent þeirra sem svipta sig lífi eru þunglyndirFylgni sjálfsvíga og þunglyndis má ætla að sé nokkurt. Hvernig er tíðni sjálfvíga hér á landi miðað við annars staðar? „Tíðni sjálfsvíga hér eru eiginlega sú sama og í nágrannalöndunum,“ segir Hafrún. „Það sem meira er að tíðni sjálfsvíga hér á landi hefur haldist stöðug í langan tíma Vissulega eru tengsl milli sjálfsvíga og þunglyndis en sjálfsvíg eru samt mjög flókið fyrirbæri, svo flókið að enn sem komið er hefur okkur bara tekist að finna áhættuþætti en ekki forspáþætti. Við vitum þó að 90 prósent þeirra sem fremja sjálfsvíg eru að glíma við geðsjúkdóm á verknaðarstund og 60 prósent þeirra sem fremja sjálfvíg glíma við þunglyndi. En það eru aðrir félagslegir og sálrænir þættir sem eru áhættuþættir eins og áfengisneysla, hvatvísi, hjúskaparstaða og fleira.“Magnús Jóhannsson hjá lyfjateymi Landlækinsembættisins.VísirHugræn atferlismeðferð takmarkað á Íslandi En, aftur að efni skýrslu OECD, hvað telur Hafrún að skýri þessa miklu neyslu þunglyndislyfja hér á landi? „Það er ýmislegt sem getur haft áhrif á það. Vitað er að viðhorf Íslendinga til þunglyndislyfja er frekar jákvætt þannig að þeir eru tilbúnir að nota slík lyf. Það er líklegt til að hafa áhrif. Svo verður líka að hafa í huga að þunglyndislyf eru notuð við fleiri vandamálum en bara þunglyndi. Það sem ég tel þó að skipti töluverðu máli er að aðgengi hérlendis að annarri gagnreyndri meðferð svo sem hugrænni atferlismeðferð við þunglyndi er takmarkað. Í löndunum í kringum okkur er þetta aðgengi betra,“ segir Hafrún og bendir á að rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að hugræn atferlismeðferð gagnast jafnvel og lyf við þunglyndi. „Og í raun er það þannig að í klínískar leiðbeiningar, bæði íslenskum og erlendum, er lagt til að fyrsta meðferð við vægu til miðlungs alvarlegu þunglyndi skuli vera hugræn atferlismeðferð en ekki lyf. Einnig er sérstaklega tekið fram að æskilegt sé að slík meðferð fari fram á heilsugæslustöðvum. Slík meðferð er ekki í boði fyrir fullorðna á heilsugæslustöðvum hér á Íslandi því miður og ekki er sú meðferð hjá sálfræðingum á stofu heldur niðurgreidd af sjúkratryggingum. Vegna þessa er mjög eðlilegt að læknar ávísi þunglyndislyfjum til fólks sem glímir við þunglyndi því aðrir valkostir eru vart til staðar, sérstaklega út á landi.“
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira