Íslendingar ekki þunglyndari en aðrir Jakob Bjarnar skrifar 26. febrúar 2015 10:43 Hafrún Kristjánsdóttir segir ýmsilegt skýra mikla neyslu Íslendinga á þunglyndislyfjum, meðal annars hafi landsmenn almennt jákvæða afstöðu til lyfjanna. Vísir/anton brink/getty Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og doktorsnemi við læknadeild, segir tíðni þunglyndis ekki meira á Íslandi en gerist og gengur. Vísir greindi í gær frá nýlegri skýrslu OECD þar sem fram kemur að hvergi er neysla þunglyndislyfja meiri en á Íslandi, sem sker sig úr. Tíu prósent þjóðarinnar notar þunglyndislyf samkvæmt skýrslunni. Magnús Jóhannesson, sem er í lyfjateymi Landlæknisembættisins, segir ekki vitað hvað veldur þessu, þar geti ýmislegt komið til svo sem ofneysla eða hreinlega að Íslendingar séu komnir lengra í meðhöndlun á þunglyndi. Þá segir hann að þunglyndislyf séu notuð við öðrum sjúkdómum en bara þunglyndi. Magnús segir skorta rannsóknir á þessu; erfitt sé að greina algengi þunglyndis.Eins og sjá má á þessari töflu skera Íslendingar sig úr vegna mikillar neyslu á þunglyndislyfjum.Lyfin einkum skrifuð út á heilsugæslunniHafrún segir hins vegar að til séu fjölmargar erlendar rannsóknir á algengi þunglyndis. „Niðurstöður þeirra eru þær að algengið er mjög sambærilegt milli landa. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið hérlendis, meðal annars af Eiríki Líndal, Tómasi Helgasyni og Jóni Stefánssyni, benda til þess að algengið hérlendis sé svipað og algengi annarstaðar. Aðrar íslenskar rannsóknir styðja einnig niðurstöður þeirra félaga,“ segir Hafrún. Hafrún er að ganga frá doktorsritgerð sinni en hún fjallar um hvernig auka megi aðgengi að sálfræðimeðferð í heilsugæslu með hagkvæmum en jafnframt árárangursríkum hætti. Hún segir stóran hluta þessara lyfja skrifaður út af heilsugæslunni. Og 30 prósent þeirra sem leita til heilsugæslu eigi fyrst og fremst við andlegan vanda að stríða.60 prósent þeirra sem svipta sig lífi eru þunglyndirFylgni sjálfsvíga og þunglyndis má ætla að sé nokkurt. Hvernig er tíðni sjálfvíga hér á landi miðað við annars staðar? „Tíðni sjálfsvíga hér eru eiginlega sú sama og í nágrannalöndunum,“ segir Hafrún. „Það sem meira er að tíðni sjálfsvíga hér á landi hefur haldist stöðug í langan tíma Vissulega eru tengsl milli sjálfsvíga og þunglyndis en sjálfsvíg eru samt mjög flókið fyrirbæri, svo flókið að enn sem komið er hefur okkur bara tekist að finna áhættuþætti en ekki forspáþætti. Við vitum þó að 90 prósent þeirra sem fremja sjálfsvíg eru að glíma við geðsjúkdóm á verknaðarstund og 60 prósent þeirra sem fremja sjálfvíg glíma við þunglyndi. En það eru aðrir félagslegir og sálrænir þættir sem eru áhættuþættir eins og áfengisneysla, hvatvísi, hjúskaparstaða og fleira.“Magnús Jóhannsson hjá lyfjateymi Landlækinsembættisins.VísirHugræn atferlismeðferð takmarkað á Íslandi En, aftur að efni skýrslu OECD, hvað telur Hafrún að skýri þessa miklu neyslu þunglyndislyfja hér á landi? „Það er ýmislegt sem getur haft áhrif á það. Vitað er að viðhorf Íslendinga til þunglyndislyfja er frekar jákvætt þannig að þeir eru tilbúnir að nota slík lyf. Það er líklegt til að hafa áhrif. Svo verður líka að hafa í huga að þunglyndislyf eru notuð við fleiri vandamálum en bara þunglyndi. Það sem ég tel þó að skipti töluverðu máli er að aðgengi hérlendis að annarri gagnreyndri meðferð svo sem hugrænni atferlismeðferð við þunglyndi er takmarkað. Í löndunum í kringum okkur er þetta aðgengi betra,“ segir Hafrún og bendir á að rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að hugræn atferlismeðferð gagnast jafnvel og lyf við þunglyndi. „Og í raun er það þannig að í klínískar leiðbeiningar, bæði íslenskum og erlendum, er lagt til að fyrsta meðferð við vægu til miðlungs alvarlegu þunglyndi skuli vera hugræn atferlismeðferð en ekki lyf. Einnig er sérstaklega tekið fram að æskilegt sé að slík meðferð fari fram á heilsugæslustöðvum. Slík meðferð er ekki í boði fyrir fullorðna á heilsugæslustöðvum hér á Íslandi því miður og ekki er sú meðferð hjá sálfræðingum á stofu heldur niðurgreidd af sjúkratryggingum. Vegna þessa er mjög eðlilegt að læknar ávísi þunglyndislyfjum til fólks sem glímir við þunglyndi því aðrir valkostir eru vart til staðar, sérstaklega út á landi.“ Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Vill skipun rannsóknarnefndar Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Sjá meira
Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og doktorsnemi við læknadeild, segir tíðni þunglyndis ekki meira á Íslandi en gerist og gengur. Vísir greindi í gær frá nýlegri skýrslu OECD þar sem fram kemur að hvergi er neysla þunglyndislyfja meiri en á Íslandi, sem sker sig úr. Tíu prósent þjóðarinnar notar þunglyndislyf samkvæmt skýrslunni. Magnús Jóhannesson, sem er í lyfjateymi Landlæknisembættisins, segir ekki vitað hvað veldur þessu, þar geti ýmislegt komið til svo sem ofneysla eða hreinlega að Íslendingar séu komnir lengra í meðhöndlun á þunglyndi. Þá segir hann að þunglyndislyf séu notuð við öðrum sjúkdómum en bara þunglyndi. Magnús segir skorta rannsóknir á þessu; erfitt sé að greina algengi þunglyndis.Eins og sjá má á þessari töflu skera Íslendingar sig úr vegna mikillar neyslu á þunglyndislyfjum.Lyfin einkum skrifuð út á heilsugæslunniHafrún segir hins vegar að til séu fjölmargar erlendar rannsóknir á algengi þunglyndis. „Niðurstöður þeirra eru þær að algengið er mjög sambærilegt milli landa. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið hérlendis, meðal annars af Eiríki Líndal, Tómasi Helgasyni og Jóni Stefánssyni, benda til þess að algengið hérlendis sé svipað og algengi annarstaðar. Aðrar íslenskar rannsóknir styðja einnig niðurstöður þeirra félaga,“ segir Hafrún. Hafrún er að ganga frá doktorsritgerð sinni en hún fjallar um hvernig auka megi aðgengi að sálfræðimeðferð í heilsugæslu með hagkvæmum en jafnframt árárangursríkum hætti. Hún segir stóran hluta þessara lyfja skrifaður út af heilsugæslunni. Og 30 prósent þeirra sem leita til heilsugæslu eigi fyrst og fremst við andlegan vanda að stríða.60 prósent þeirra sem svipta sig lífi eru þunglyndirFylgni sjálfsvíga og þunglyndis má ætla að sé nokkurt. Hvernig er tíðni sjálfvíga hér á landi miðað við annars staðar? „Tíðni sjálfsvíga hér eru eiginlega sú sama og í nágrannalöndunum,“ segir Hafrún. „Það sem meira er að tíðni sjálfsvíga hér á landi hefur haldist stöðug í langan tíma Vissulega eru tengsl milli sjálfsvíga og þunglyndis en sjálfsvíg eru samt mjög flókið fyrirbæri, svo flókið að enn sem komið er hefur okkur bara tekist að finna áhættuþætti en ekki forspáþætti. Við vitum þó að 90 prósent þeirra sem fremja sjálfsvíg eru að glíma við geðsjúkdóm á verknaðarstund og 60 prósent þeirra sem fremja sjálfvíg glíma við þunglyndi. En það eru aðrir félagslegir og sálrænir þættir sem eru áhættuþættir eins og áfengisneysla, hvatvísi, hjúskaparstaða og fleira.“Magnús Jóhannsson hjá lyfjateymi Landlækinsembættisins.VísirHugræn atferlismeðferð takmarkað á Íslandi En, aftur að efni skýrslu OECD, hvað telur Hafrún að skýri þessa miklu neyslu þunglyndislyfja hér á landi? „Það er ýmislegt sem getur haft áhrif á það. Vitað er að viðhorf Íslendinga til þunglyndislyfja er frekar jákvætt þannig að þeir eru tilbúnir að nota slík lyf. Það er líklegt til að hafa áhrif. Svo verður líka að hafa í huga að þunglyndislyf eru notuð við fleiri vandamálum en bara þunglyndi. Það sem ég tel þó að skipti töluverðu máli er að aðgengi hérlendis að annarri gagnreyndri meðferð svo sem hugrænni atferlismeðferð við þunglyndi er takmarkað. Í löndunum í kringum okkur er þetta aðgengi betra,“ segir Hafrún og bendir á að rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að hugræn atferlismeðferð gagnast jafnvel og lyf við þunglyndi. „Og í raun er það þannig að í klínískar leiðbeiningar, bæði íslenskum og erlendum, er lagt til að fyrsta meðferð við vægu til miðlungs alvarlegu þunglyndi skuli vera hugræn atferlismeðferð en ekki lyf. Einnig er sérstaklega tekið fram að æskilegt sé að slík meðferð fari fram á heilsugæslustöðvum. Slík meðferð er ekki í boði fyrir fullorðna á heilsugæslustöðvum hér á Íslandi því miður og ekki er sú meðferð hjá sálfræðingum á stofu heldur niðurgreidd af sjúkratryggingum. Vegna þessa er mjög eðlilegt að læknar ávísi þunglyndislyfjum til fólks sem glímir við þunglyndi því aðrir valkostir eru vart til staðar, sérstaklega út á landi.“
Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Vill skipun rannsóknarnefndar Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Sjá meira