Íslendingar eru Evrópumeistarar í yfirvinnu ingvar haraldsson skrifar 11. maí 2015 14:27 Iðnaðarmenn vinna að jafnaði 26 fleiri yfirvinnustundir í mánuði en kollegar þeirra í Evrópu. vísir/vilhelm Íslendingar vinna langmesta yfirvinnu allra Evrópuþjóð samkvæmt könnun Eurostat. Að meðaltal vinna Íslendingar 14 klukkutíma í mánuði í yfirvinnu en næsta þjóð á eftir er Malta, með 10 yfirvinnustundir í mánuði. Ósérhæfðir starfsmenn, og sérstaklega iðnaðarmenn, vinna enn fleiri yfirvinnutíma. Íslenskir iðnaðarmenn vinna að jafnaði 26 fleiri yfirvinnutíma á mánuði en kollegar þeirra innan Evrópusambandsins samkvæmt því sem fram kemur í Markaðspunktum Arion banka. Þar er bent á að hér á landi hafi framleiðni lengi verið lægri en í hjá öðrum Evrópuríkjum. Íslendingar bæti sér það upp með löngum vinnutíma og mikilli atvinnuþátttöku.Styttri vinnudagur, minna stress Rannsóknir hafa bent til þess að framleiðni geti minnkað um 10% til 15% sé unnar 10 til 20 stundir umfram 40 stunda vinnuviku. Þá hefur stytting vinnutíma verið sögð fækka fjarvistum, auka tryggð starfsmanna, draga úr stressi og þreytu, auk þess að bæta nýtingu vinnutíma. Einnig geti styttri yfirvinnutími þýtt að fyrirtæki geti frekar laðað að sér öfluga starfsmenn og dregið úr eftirliti með starfsmönnum þar sem vinnutíminn er styttri. Arion banki bendir einnig á að sé of mikill munur á dagvinnu- og yfirvinnutaxta geti skapast hvatar fyrir starfsfólk til að sækja frekar í yfirvinnu í þeim tilgangi að hækka heildartekjur sínar. Á Íslandi er algengt að yfirvinnuálag sé 60-70% ofan á dagvinnulaun.Íslendingar vinna meiri yfirvinnu en aðrar Evrópuþjóðir.mynd/arion bankiVerkföll gætu dregið úr hagvexti Í greiningu bankans er bent á að dragist verkföll á langinn gæti það orðið gífurlega skaðlegt fyrir efnahagslífið og dregið verulega úr hagvexti á þessu ári. „Það er því okkar von að aðilar vinnumarkaðarins horfi með opnum huga til lausna og íhugi vandlega hvort að breytingar á fyrirkomulagi yfirvinnu séu öllum til hagsbóta og þannig þáttur í að ná sátt á vinnumarkaði,“ segir í greiningunni. Þá er einnig bent á að annað en endurskoðun á yfirvinnu sem gæti aukið framleiðni. T.d. bendi rannsóknir til þess að menntun, fjárfesting í upplýsingatækni, sterkt fjármálakerfi og erlend fjárfesting geti aukið framleiðni vinnuafls. Einnig megi velta fyrir sér hlutfallslega lág framlög til rannsóknar- og þróunarmála (1,9% af landsframleiðslu árið 2013), sem er undir meðaltali OECD (2,4% af landsframleiðslu 2013), standi framleiðni vexti fyrir þrifum. Tengdar fréttir Hvers vegna eru laun á Íslandi lág? Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, segir launakröfur verkalýðshreyfingarinnar muni ekki skapa aukinn kaupmátt. 18. apríl 2015 15:54 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Íslendingar vinna langmesta yfirvinnu allra Evrópuþjóð samkvæmt könnun Eurostat. Að meðaltal vinna Íslendingar 14 klukkutíma í mánuði í yfirvinnu en næsta þjóð á eftir er Malta, með 10 yfirvinnustundir í mánuði. Ósérhæfðir starfsmenn, og sérstaklega iðnaðarmenn, vinna enn fleiri yfirvinnutíma. Íslenskir iðnaðarmenn vinna að jafnaði 26 fleiri yfirvinnutíma á mánuði en kollegar þeirra innan Evrópusambandsins samkvæmt því sem fram kemur í Markaðspunktum Arion banka. Þar er bent á að hér á landi hafi framleiðni lengi verið lægri en í hjá öðrum Evrópuríkjum. Íslendingar bæti sér það upp með löngum vinnutíma og mikilli atvinnuþátttöku.Styttri vinnudagur, minna stress Rannsóknir hafa bent til þess að framleiðni geti minnkað um 10% til 15% sé unnar 10 til 20 stundir umfram 40 stunda vinnuviku. Þá hefur stytting vinnutíma verið sögð fækka fjarvistum, auka tryggð starfsmanna, draga úr stressi og þreytu, auk þess að bæta nýtingu vinnutíma. Einnig geti styttri yfirvinnutími þýtt að fyrirtæki geti frekar laðað að sér öfluga starfsmenn og dregið úr eftirliti með starfsmönnum þar sem vinnutíminn er styttri. Arion banki bendir einnig á að sé of mikill munur á dagvinnu- og yfirvinnutaxta geti skapast hvatar fyrir starfsfólk til að sækja frekar í yfirvinnu í þeim tilgangi að hækka heildartekjur sínar. Á Íslandi er algengt að yfirvinnuálag sé 60-70% ofan á dagvinnulaun.Íslendingar vinna meiri yfirvinnu en aðrar Evrópuþjóðir.mynd/arion bankiVerkföll gætu dregið úr hagvexti Í greiningu bankans er bent á að dragist verkföll á langinn gæti það orðið gífurlega skaðlegt fyrir efnahagslífið og dregið verulega úr hagvexti á þessu ári. „Það er því okkar von að aðilar vinnumarkaðarins horfi með opnum huga til lausna og íhugi vandlega hvort að breytingar á fyrirkomulagi yfirvinnu séu öllum til hagsbóta og þannig þáttur í að ná sátt á vinnumarkaði,“ segir í greiningunni. Þá er einnig bent á að annað en endurskoðun á yfirvinnu sem gæti aukið framleiðni. T.d. bendi rannsóknir til þess að menntun, fjárfesting í upplýsingatækni, sterkt fjármálakerfi og erlend fjárfesting geti aukið framleiðni vinnuafls. Einnig megi velta fyrir sér hlutfallslega lág framlög til rannsóknar- og þróunarmála (1,9% af landsframleiðslu árið 2013), sem er undir meðaltali OECD (2,4% af landsframleiðslu 2013), standi framleiðni vexti fyrir þrifum.
Tengdar fréttir Hvers vegna eru laun á Íslandi lág? Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, segir launakröfur verkalýðshreyfingarinnar muni ekki skapa aukinn kaupmátt. 18. apríl 2015 15:54 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Hvers vegna eru laun á Íslandi lág? Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, segir launakröfur verkalýðshreyfingarinnar muni ekki skapa aukinn kaupmátt. 18. apríl 2015 15:54