Viðskipti innlent

Íslendingar eru Evrópumeistarar í yfirvinnu

ingvar haraldsson skrifar
Iðnaðarmenn vinna að jafnaði 26 fleiri yfirvinnustundir í mánuði en kollegar þeirra í Evrópu.
Iðnaðarmenn vinna að jafnaði 26 fleiri yfirvinnustundir í mánuði en kollegar þeirra í Evrópu. vísir/vilhelm
Íslendingar vinna langmesta yfirvinnu allra Evrópuþjóð samkvæmt könnun Eurostat. Að meðaltal vinna Íslendingar 14 klukkutíma í mánuði í yfirvinnu en næsta þjóð á eftir er Malta, með 10 yfirvinnustundir í mánuði.

Ósérhæfðir starfsmenn, og sérstaklega iðnaðarmenn, vinna enn fleiri yfirvinnutíma. Íslenskir iðnaðarmenn vinna að jafnaði 26 fleiri yfirvinnutíma á mánuði en kollegar þeirra innan Evrópusambandsins samkvæmt því sem fram kemur í Markaðspunktum Arion banka. Þar er bent á að hér á landi hafi framleiðni lengi verið lægri en í hjá öðrum Evrópuríkjum. Íslendingar bæti sér það upp með löngum vinnutíma og mikilli atvinnuþátttöku.

Styttri vinnudagur, minna stress

Rannsóknir hafa bent til þess að framleiðni geti minnkað um 10% til 15% sé unnar 10 til 20 stundir umfram 40 stunda vinnuviku. Þá hefur stytting vinnutíma verið sögð fækka fjarvistum, auka tryggð starfsmanna, draga úr stressi og þreytu, auk þess að bæta nýtingu vinnutíma. Einnig geti styttri yfirvinnutími þýtt að fyrirtæki geti frekar laðað að sér öfluga starfsmenn og dregið úr eftirliti með starfsmönnum þar sem vinnutíminn er styttri.

Arion banki bendir einnig á að sé of mikill munur á dagvinnu- og yfirvinnutaxta geti skapast hvatar fyrir starfsfólk til að sækja frekar í yfirvinnu í þeim tilgangi að hækka heildartekjur sínar. Á Íslandi er algengt að yfirvinnuálag sé 60-70% ofan á dagvinnulaun.

Íslendingar vinna meiri yfirvinnu en aðrar Evrópuþjóðir.mynd/arion banki
Verkföll gætu dregið úr hagvexti

Í greiningu bankans er bent á að dragist verkföll á langinn gæti það orðið gífurlega skaðlegt fyrir efnahagslífið og dregið verulega úr hagvexti á þessu ári. „Það er því okkar von að aðilar vinnumarkaðarins horfi með opnum huga til lausna og íhugi vandlega hvort að breytingar á fyrirkomulagi yfirvinnu séu öllum til hagsbóta og þannig þáttur í að ná sátt á vinnumarkaði,“ segir í greiningunni. 

Þá er einnig bent á að annað en endurskoðun á yfirvinnu sem gæti aukið framleiðni. T.d. bendi rannsóknir til þess að menntun, fjárfesting í upplýsingatækni, sterkt fjármálakerfi og erlend fjárfesting geti aukið framleiðni vinnuafls. Einnig megi velta fyrir sér hlutfallslega lág framlög til rannsóknar- og þróunarmála (1,9% af landsframleiðslu árið 2013), sem er undir meðaltali OECD (2,4% af landsframleiðslu 2013), standi framleiðni vexti fyrir þrifum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×