Viðskipti innlent

Íslendingar jákvæðastir allra þjóða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslendingar eru hamingjusamastir allra, þótt þeir hafi talið sig þurfa að mótmæla ýmsu upp á síðkastið.
Íslendingar eru hamingjusamastir allra, þótt þeir hafi talið sig þurfa að mótmæla ýmsu upp á síðkastið.
Íslendingar eru jákvæðasta þjóð í heimi samkvæmt mælingum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, eða OECD. Í mælingunni er stuðst við gögn sem safnað var í fyrra, sem sagt eftir bankahrun.

OECD mælir hversu ánægt fólk af ólíku þjóðerni er með líf sitt og hversu björtum augum það lítur framtíðina. Íslendingar tróna á toppnum, samkvæmt mælingunni, Indónesar eru í öðru sæti og Kanadamenn í því þriðja. Athygli vekur að aðrar Norðurlandaþjóðir eru langt á eftir Islendingum í þessari mælingu. Danir eru efstir frænda okkar en þeir ná þó ekki nema áttunda sæti.

Edmund Conway, viðskiptaritstjóri Daily Telegraph, gerði könnunina að umtalsefni í pistil sem birtist á vef blaðsins í gær. Hann veltir fyrir sér hvað valdi því að Íslendingar séu svo jákvæðir sem raun ber vitni. Ef til vill sé það eitthvað í vatninu sem Íslendingar drekki, eða þrjóska Víkinganna. Hann veltir því líka fyrir sér hvort Íslendingar sem hafi verið spurðir að því hversu hamingjusamir þeir væru hafi ef til vill talið að rannsakendur væru að gera gys að sér. Hann spyr jafnframt hvort niðurstaðan bendi til þess að fólk verði hamingjusamara í efnahagssamdrætti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×