Íslendingar með helmingi lægri laun en Færeyingar Kristján Már Unnarsson skrifar 10. apríl 2013 19:00 Laun í Færeyjum eru tvöfalt hærri en á Íslandi. Þar er ófaglært starfsfólk með fjögur til fimmhundruð þúsund krónur á mánuði. Færeyjar eru sennilega það samfélag sem mest líkist Íslandi, bæði byggðust upp á sauðkind og fiskveiðum, og Færeyingar hafa meira að segja Bónus-búðir. Þegar tveir íslenskir ráðherrar heimsóttu færeyskt fiskeldisfyrirtæki í síðasta mánuði notuðum við tækifærið til að spyrja hvað frændur okkar fá í kaup. „113 krónur á tímann," svaraði Maria Jacobsen meðan hún var að vigta eldislax í umbúðum. Umreiknað er tímakaup hennar 2.360 íslenskar krónur. Launataxti á Íslandi fyrir sömu vinnu er 1.140 krónur á tímann, helmingi lægri. En hver skyldu mánaðarlaunin hennar Mariu vera? „Það fer eftir því hvað við vinnum mikið. Núna vinnum við 50 tíma í viku og það eru tæplega 6 þúsund krónur (danskar) á viku. Það er ca 24 þúsund, allavega meira en 20 þúsund á mánuði," svarar Maria. Umreiknað er launataxti hennar 418.000 íslenskar krónur á mánuði í grunnlaun. Á Íslandi er launataxti fiskeldisfólks 204 þúsund krónur, helmingi lægri. En uppgefnir launataxtar segja ekki alla söguna og því fórum við í höfuðstöðvar Alþýðusambands Íslands og nýttum okkur nýja samanburðarkönnun um lífskjör á Norðurlöndum, sem segir okkur að ófaglærðir í Danmörku og Færeyjum séu að jafnaði með 507 þúsund krónur á mánuði meðan ófaglærðir á Íslandi eru með 250 þúsund á mánuði. Þarna sjáum við hrun krónunnar í hnotskurn, segir forseti ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson. Fyrir hrun hafi laun verið svipuð á Íslandi og í Færeyjum. Samanburðarkönnun ASÍ segir okkur að verðlag sé ívið hærra í Færeyjum og skattar lágtekjufólks hærri. Engu að síður eru kjör Færeyinga mun betri. -En er þá gjaldmiðillinn kjarni vandans? „Já, á endanum er það þannig. Það var hann sem hafði af okkur kaupið okkar. Hinn margrómaði sveigjanleiki gjaldmiðilsins var því notaður til að færa kaupið okkar yfir til eigenda fyrirtækjanna. Það var það sem gerðist 2008," segir forseti ASÍ. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira
Laun í Færeyjum eru tvöfalt hærri en á Íslandi. Þar er ófaglært starfsfólk með fjögur til fimmhundruð þúsund krónur á mánuði. Færeyjar eru sennilega það samfélag sem mest líkist Íslandi, bæði byggðust upp á sauðkind og fiskveiðum, og Færeyingar hafa meira að segja Bónus-búðir. Þegar tveir íslenskir ráðherrar heimsóttu færeyskt fiskeldisfyrirtæki í síðasta mánuði notuðum við tækifærið til að spyrja hvað frændur okkar fá í kaup. „113 krónur á tímann," svaraði Maria Jacobsen meðan hún var að vigta eldislax í umbúðum. Umreiknað er tímakaup hennar 2.360 íslenskar krónur. Launataxti á Íslandi fyrir sömu vinnu er 1.140 krónur á tímann, helmingi lægri. En hver skyldu mánaðarlaunin hennar Mariu vera? „Það fer eftir því hvað við vinnum mikið. Núna vinnum við 50 tíma í viku og það eru tæplega 6 þúsund krónur (danskar) á viku. Það er ca 24 þúsund, allavega meira en 20 þúsund á mánuði," svarar Maria. Umreiknað er launataxti hennar 418.000 íslenskar krónur á mánuði í grunnlaun. Á Íslandi er launataxti fiskeldisfólks 204 þúsund krónur, helmingi lægri. En uppgefnir launataxtar segja ekki alla söguna og því fórum við í höfuðstöðvar Alþýðusambands Íslands og nýttum okkur nýja samanburðarkönnun um lífskjör á Norðurlöndum, sem segir okkur að ófaglærðir í Danmörku og Færeyjum séu að jafnaði með 507 þúsund krónur á mánuði meðan ófaglærðir á Íslandi eru með 250 þúsund á mánuði. Þarna sjáum við hrun krónunnar í hnotskurn, segir forseti ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson. Fyrir hrun hafi laun verið svipuð á Íslandi og í Færeyjum. Samanburðarkönnun ASÍ segir okkur að verðlag sé ívið hærra í Færeyjum og skattar lágtekjufólks hærri. Engu að síður eru kjör Færeyinga mun betri. -En er þá gjaldmiðillinn kjarni vandans? „Já, á endanum er það þannig. Það var hann sem hafði af okkur kaupið okkar. Hinn margrómaði sveigjanleiki gjaldmiðilsins var því notaður til að færa kaupið okkar yfir til eigenda fyrirtækjanna. Það var það sem gerðist 2008," segir forseti ASÍ.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira