Íslendingar með helmingi lægri laun en Færeyingar Kristján Már Unnarsson skrifar 10. apríl 2013 19:00 Laun í Færeyjum eru tvöfalt hærri en á Íslandi. Þar er ófaglært starfsfólk með fjögur til fimmhundruð þúsund krónur á mánuði. Færeyjar eru sennilega það samfélag sem mest líkist Íslandi, bæði byggðust upp á sauðkind og fiskveiðum, og Færeyingar hafa meira að segja Bónus-búðir. Þegar tveir íslenskir ráðherrar heimsóttu færeyskt fiskeldisfyrirtæki í síðasta mánuði notuðum við tækifærið til að spyrja hvað frændur okkar fá í kaup. „113 krónur á tímann," svaraði Maria Jacobsen meðan hún var að vigta eldislax í umbúðum. Umreiknað er tímakaup hennar 2.360 íslenskar krónur. Launataxti á Íslandi fyrir sömu vinnu er 1.140 krónur á tímann, helmingi lægri. En hver skyldu mánaðarlaunin hennar Mariu vera? „Það fer eftir því hvað við vinnum mikið. Núna vinnum við 50 tíma í viku og það eru tæplega 6 þúsund krónur (danskar) á viku. Það er ca 24 þúsund, allavega meira en 20 þúsund á mánuði," svarar Maria. Umreiknað er launataxti hennar 418.000 íslenskar krónur á mánuði í grunnlaun. Á Íslandi er launataxti fiskeldisfólks 204 þúsund krónur, helmingi lægri. En uppgefnir launataxtar segja ekki alla söguna og því fórum við í höfuðstöðvar Alþýðusambands Íslands og nýttum okkur nýja samanburðarkönnun um lífskjör á Norðurlöndum, sem segir okkur að ófaglærðir í Danmörku og Færeyjum séu að jafnaði með 507 þúsund krónur á mánuði meðan ófaglærðir á Íslandi eru með 250 þúsund á mánuði. Þarna sjáum við hrun krónunnar í hnotskurn, segir forseti ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson. Fyrir hrun hafi laun verið svipuð á Íslandi og í Færeyjum. Samanburðarkönnun ASÍ segir okkur að verðlag sé ívið hærra í Færeyjum og skattar lágtekjufólks hærri. Engu að síður eru kjör Færeyinga mun betri. -En er þá gjaldmiðillinn kjarni vandans? „Já, á endanum er það þannig. Það var hann sem hafði af okkur kaupið okkar. Hinn margrómaði sveigjanleiki gjaldmiðilsins var því notaður til að færa kaupið okkar yfir til eigenda fyrirtækjanna. Það var það sem gerðist 2008," segir forseti ASÍ. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira
Laun í Færeyjum eru tvöfalt hærri en á Íslandi. Þar er ófaglært starfsfólk með fjögur til fimmhundruð þúsund krónur á mánuði. Færeyjar eru sennilega það samfélag sem mest líkist Íslandi, bæði byggðust upp á sauðkind og fiskveiðum, og Færeyingar hafa meira að segja Bónus-búðir. Þegar tveir íslenskir ráðherrar heimsóttu færeyskt fiskeldisfyrirtæki í síðasta mánuði notuðum við tækifærið til að spyrja hvað frændur okkar fá í kaup. „113 krónur á tímann," svaraði Maria Jacobsen meðan hún var að vigta eldislax í umbúðum. Umreiknað er tímakaup hennar 2.360 íslenskar krónur. Launataxti á Íslandi fyrir sömu vinnu er 1.140 krónur á tímann, helmingi lægri. En hver skyldu mánaðarlaunin hennar Mariu vera? „Það fer eftir því hvað við vinnum mikið. Núna vinnum við 50 tíma í viku og það eru tæplega 6 þúsund krónur (danskar) á viku. Það er ca 24 þúsund, allavega meira en 20 þúsund á mánuði," svarar Maria. Umreiknað er launataxti hennar 418.000 íslenskar krónur á mánuði í grunnlaun. Á Íslandi er launataxti fiskeldisfólks 204 þúsund krónur, helmingi lægri. En uppgefnir launataxtar segja ekki alla söguna og því fórum við í höfuðstöðvar Alþýðusambands Íslands og nýttum okkur nýja samanburðarkönnun um lífskjör á Norðurlöndum, sem segir okkur að ófaglærðir í Danmörku og Færeyjum séu að jafnaði með 507 þúsund krónur á mánuði meðan ófaglærðir á Íslandi eru með 250 þúsund á mánuði. Þarna sjáum við hrun krónunnar í hnotskurn, segir forseti ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson. Fyrir hrun hafi laun verið svipuð á Íslandi og í Færeyjum. Samanburðarkönnun ASÍ segir okkur að verðlag sé ívið hærra í Færeyjum og skattar lágtekjufólks hærri. Engu að síður eru kjör Færeyinga mun betri. -En er þá gjaldmiðillinn kjarni vandans? „Já, á endanum er það þannig. Það var hann sem hafði af okkur kaupið okkar. Hinn margrómaði sveigjanleiki gjaldmiðilsins var því notaður til að færa kaupið okkar yfir til eigenda fyrirtækjanna. Það var það sem gerðist 2008," segir forseti ASÍ.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira