Íslensk dagskrá Jón Gnarr skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Sjónvarp hefur verið ástríða í lífi mínu frá því að ég man eftir mér. Ég hef oft sagt að ég hafi líklega lært meira af þarflegum hlutum fyrir framan sjónvarpið heldur en í skólanum. Með því að lesa texta æfði ég mig í íslensku og lestri. Ég held að Laura Ingalls og Fawlty Towers hafi kennt mér meiri og betri ensku en skólakerfið. Í gegnum sjónvarpið lærði ég líka heilmargt um Ísland og íslenska menningu og náttúru. Landafræðin sem ég fékk í gegnum sjónvarpið var bæði gagnlegri og skemmtilegri en sú sem var kennd í skólanum. Í gegnum sjónvarpið kynntist ég daglegu lífi og menningu í öðrum löndum og fornum menningarsamfélögum. Að fá að vinna í sjónvarpi hefur verið eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu. Og af því að ég sé sjónvarp sem raunverulegan upplýsingamiðil þá hef ég leitast við að skapa efni sem er tímalaust og getur lifað lengi. Inntakið í mínu gríni hefur verið tungumálið og menningin. Ég hef forðast að gera afþreyingarefni sem er bundið raunverulegum persónum eða atburðum. Mig hefur til dæmis aldrei langað til að vera góð eftirherma. Ég hef lagt mig fram um að skapa nýtt frekar en herma eftir. Á því er stór munur. Ég hef átt þeirrar gæfu að njóta að fá að búa til, í samstarfi við aðra, eftirminnilegar persónur sem lifa með þjóðinni. Ég held til dæmis að Georg Bjarnfreðarson muni lifa mig. Ég tel ekkert ólíklegt að hann muni með tímanum öðlast svipaðan sess með þjóðinni og Bjartur í Sumarhúsum. Nú er vor í íslenskri sjónvarpsþáttagerð. Með Ófærð höfum við sýnt og sannað að við getum búið til og framleitt sjónvarpsþætti fyrir heimsmarkað. 365 hefur þegar samið við aðstandendur Ófærðar um sjónvarpsþættina Katla. Það verður enn stærra verkefni og verður sýnt á Stöð 2 veturinn 2017. Sjónvarpið er áhrifaríkasti miðillinn í dag. Neysluformið er aukaatriði. Það skiptir engu höfuðmáli hvort fólk horfir á línulega dagskrá, í gegnum netið eða efnisveitur. Fólk vill og mun horfa á sjónvarp. Og þar gegnir innlent efni mestu máli. Sjónvarpsþáttaseríur eru lengri en bíómyndir. Í gegnum sjónvarpið fáum við meira efni fyrir minni pening. Það er góð fjárfesting fyrir okkur, sem við getum flutt út og miðlað til komandi kynslóða. Þess vegna er mjög brýnt að lögum um Kvikmyndamiðstöð verði breytt. Leikið sjónvarpsefni fær nú um 18% á meðan stærsti hlutinn rennur til kvikmynda. Það þarf að jafna þennan hlut eða hreinlega stofna nýjan sjóð; Íslenska sjónvarpssjóðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun
Sjónvarp hefur verið ástríða í lífi mínu frá því að ég man eftir mér. Ég hef oft sagt að ég hafi líklega lært meira af þarflegum hlutum fyrir framan sjónvarpið heldur en í skólanum. Með því að lesa texta æfði ég mig í íslensku og lestri. Ég held að Laura Ingalls og Fawlty Towers hafi kennt mér meiri og betri ensku en skólakerfið. Í gegnum sjónvarpið lærði ég líka heilmargt um Ísland og íslenska menningu og náttúru. Landafræðin sem ég fékk í gegnum sjónvarpið var bæði gagnlegri og skemmtilegri en sú sem var kennd í skólanum. Í gegnum sjónvarpið kynntist ég daglegu lífi og menningu í öðrum löndum og fornum menningarsamfélögum. Að fá að vinna í sjónvarpi hefur verið eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu. Og af því að ég sé sjónvarp sem raunverulegan upplýsingamiðil þá hef ég leitast við að skapa efni sem er tímalaust og getur lifað lengi. Inntakið í mínu gríni hefur verið tungumálið og menningin. Ég hef forðast að gera afþreyingarefni sem er bundið raunverulegum persónum eða atburðum. Mig hefur til dæmis aldrei langað til að vera góð eftirherma. Ég hef lagt mig fram um að skapa nýtt frekar en herma eftir. Á því er stór munur. Ég hef átt þeirrar gæfu að njóta að fá að búa til, í samstarfi við aðra, eftirminnilegar persónur sem lifa með þjóðinni. Ég held til dæmis að Georg Bjarnfreðarson muni lifa mig. Ég tel ekkert ólíklegt að hann muni með tímanum öðlast svipaðan sess með þjóðinni og Bjartur í Sumarhúsum. Nú er vor í íslenskri sjónvarpsþáttagerð. Með Ófærð höfum við sýnt og sannað að við getum búið til og framleitt sjónvarpsþætti fyrir heimsmarkað. 365 hefur þegar samið við aðstandendur Ófærðar um sjónvarpsþættina Katla. Það verður enn stærra verkefni og verður sýnt á Stöð 2 veturinn 2017. Sjónvarpið er áhrifaríkasti miðillinn í dag. Neysluformið er aukaatriði. Það skiptir engu höfuðmáli hvort fólk horfir á línulega dagskrá, í gegnum netið eða efnisveitur. Fólk vill og mun horfa á sjónvarp. Og þar gegnir innlent efni mestu máli. Sjónvarpsþáttaseríur eru lengri en bíómyndir. Í gegnum sjónvarpið fáum við meira efni fyrir minni pening. Það er góð fjárfesting fyrir okkur, sem við getum flutt út og miðlað til komandi kynslóða. Þess vegna er mjög brýnt að lögum um Kvikmyndamiðstöð verði breytt. Leikið sjónvarpsefni fær nú um 18% á meðan stærsti hlutinn rennur til kvikmynda. Það þarf að jafna þennan hlut eða hreinlega stofna nýjan sjóð; Íslenska sjónvarpssjóðinn.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun