Íslensk fyrirtæki á tánum vegna olíuleitar við Austur-Grænland Kristján Már Unnarsson skrifar 20. desember 2012 22:14 Ellefu olíufélög sóttu um sérleyfi norðan Íslands í fyrsta útboði olíuvinnsluleyfa við austurströnd Grænlands. Eimskip er meðal fyrirtækja sem sjá fram á mikil tækifæri en forstjórinn segir kjörið að þjónustumiðstöðin verði á Norðurlandi. Olíuleit Grænlendinga hefur til þessa verið bundin við vesturströndina og í fyrra var skoskt olíufélag bæði með borskip og borpall um 150 kílómetra vestur af Diskó-flóa. Nú er olíuleitin einnig að færast til austurstrandarinnar, að þeirri hlið Grænlands sem snýr að Íslandi. Nýjasta útboðssvæðið er í hánorður af Íslandi og sóttu ellefu félög um sérleyfi í þremur hópum, en umsóknarfrestur rann út 15. desember. Grænlensk stjórnvöld hafa ekki greint frá nöfnum umsækjenda en áður var búið að skýra frá því að í forgangshópi voru olíurisar eins og ExxonMobil, Statoil, BP, Chevron og Shell. Ráðamenn Eimskip eru meðal þeirra sem fylgjast grannt með þróun mála á Grænlandi, en þeir telja að Norðurland geti orðið þjónustumiðstöð, bæði við olíu- og námavinnslu. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, bendir á Dysnes við Eyjafjörð sem kjörinn vettvang fyrir birgðastöð. Á Akureyri sé allt til staðar fyrir þyrlu- og flugþjónustu til að fljúga með áhafnir á borpalla. Bæði Akureyrarsvæðið og Húsavíkursvæðið séu tilvalin fyrir starfsemi af þessu tagi. „Og miklir möguleikar fyrir okkur að taka þátt í því," segir Gylfi og kveðst horfa til næstu 5-10 ára. Eimskip er í hópi um 25 aðila sem komnir eru í markaðsátak með Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar um viðskipti á Norðurslóðum. „Við erum á tánum og leggjum mikið upp úr því, - erum með stóra hópa hér innanhúss sem eru að sérhæfa sig í þessum verkefnum á þessu norðuríshafi," segir Gylfi. Það nái ekki aðeins til námavinnslu og olíustarfsemi heldur einnig til norðuríshafsflutninganna, sem hann vonast til að verði að veruleika innan 5-10 ára. Tengdar fréttir Áætlar fyrsta borpallinn við Jan Mayen árið 2017 Olíustofnun Noregs áætlar í nýrri skýrslu að verðmæti olíu- og gaslinda við Jan Mayen geti verið þrettán þúsund milljarðar króna og að hreinn hagnaður af vinnslunni geti numið allt að níu þúsund milljörðum. Norðmenn gera ráð fyrir að fyrsti borpallurinn verði kominn á svæðið árið 2017. Eyfirðingar fundu smjörþefinn í sumar af þeim umsvifum sem Norðmenn hafa sett í gang á hafsvæðunum norðaustan Íslands þegar floti rannsóknarskipa kom til Akureyrar til áhafnaskipta og til að sækja vistir og þjónustu. 7. nóvember 2012 18:45 Sækja olíurisarnir um Austur-Grænland? Á næstu dögum skýrist hvort stærstu olíurisar heimsins verða í hópi þeirra sem sækja um olíuleit við Austur-Grænland, - beint norður af Íslandi. Nærri þrjátíu íslensk fyrirtæki og stofnanir búa sig undir að ná þjónustuverkefnum. Margir spá því að ekki aðeins Drekasvæðið verði stórt fyrir Ísland, það verði einnig olíusvæðin við austurströnd Grænlands. 12. desember 2012 18:53 Kanna hvort Svalbarði nýtist olíuiðnaði Norska ríkisstjórnin hefur falið Olíustofnun Noregs að leggja mat á hvort Svalbarði geti nýst olíuiðnaði. Það er í tengslum við hugsanlega umsókn um að Svalbarði fari á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna sem Olíustofnunin er beðin um að kanna hvaða áhrif slík staða eyjanna hefði á mögulega nýtingu þeirra sem bækistöðvar eða flutningamiðstöðvar, ef norðurhluti Barentshafs yrði opnaður til olíuleitar. 11. desember 2012 08:15 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Ellefu olíufélög sóttu um sérleyfi norðan Íslands í fyrsta útboði olíuvinnsluleyfa við austurströnd Grænlands. Eimskip er meðal fyrirtækja sem sjá fram á mikil tækifæri en forstjórinn segir kjörið að þjónustumiðstöðin verði á Norðurlandi. Olíuleit Grænlendinga hefur til þessa verið bundin við vesturströndina og í fyrra var skoskt olíufélag bæði með borskip og borpall um 150 kílómetra vestur af Diskó-flóa. Nú er olíuleitin einnig að færast til austurstrandarinnar, að þeirri hlið Grænlands sem snýr að Íslandi. Nýjasta útboðssvæðið er í hánorður af Íslandi og sóttu ellefu félög um sérleyfi í þremur hópum, en umsóknarfrestur rann út 15. desember. Grænlensk stjórnvöld hafa ekki greint frá nöfnum umsækjenda en áður var búið að skýra frá því að í forgangshópi voru olíurisar eins og ExxonMobil, Statoil, BP, Chevron og Shell. Ráðamenn Eimskip eru meðal þeirra sem fylgjast grannt með þróun mála á Grænlandi, en þeir telja að Norðurland geti orðið þjónustumiðstöð, bæði við olíu- og námavinnslu. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, bendir á Dysnes við Eyjafjörð sem kjörinn vettvang fyrir birgðastöð. Á Akureyri sé allt til staðar fyrir þyrlu- og flugþjónustu til að fljúga með áhafnir á borpalla. Bæði Akureyrarsvæðið og Húsavíkursvæðið séu tilvalin fyrir starfsemi af þessu tagi. „Og miklir möguleikar fyrir okkur að taka þátt í því," segir Gylfi og kveðst horfa til næstu 5-10 ára. Eimskip er í hópi um 25 aðila sem komnir eru í markaðsátak með Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar um viðskipti á Norðurslóðum. „Við erum á tánum og leggjum mikið upp úr því, - erum með stóra hópa hér innanhúss sem eru að sérhæfa sig í þessum verkefnum á þessu norðuríshafi," segir Gylfi. Það nái ekki aðeins til námavinnslu og olíustarfsemi heldur einnig til norðuríshafsflutninganna, sem hann vonast til að verði að veruleika innan 5-10 ára.
Tengdar fréttir Áætlar fyrsta borpallinn við Jan Mayen árið 2017 Olíustofnun Noregs áætlar í nýrri skýrslu að verðmæti olíu- og gaslinda við Jan Mayen geti verið þrettán þúsund milljarðar króna og að hreinn hagnaður af vinnslunni geti numið allt að níu þúsund milljörðum. Norðmenn gera ráð fyrir að fyrsti borpallurinn verði kominn á svæðið árið 2017. Eyfirðingar fundu smjörþefinn í sumar af þeim umsvifum sem Norðmenn hafa sett í gang á hafsvæðunum norðaustan Íslands þegar floti rannsóknarskipa kom til Akureyrar til áhafnaskipta og til að sækja vistir og þjónustu. 7. nóvember 2012 18:45 Sækja olíurisarnir um Austur-Grænland? Á næstu dögum skýrist hvort stærstu olíurisar heimsins verða í hópi þeirra sem sækja um olíuleit við Austur-Grænland, - beint norður af Íslandi. Nærri þrjátíu íslensk fyrirtæki og stofnanir búa sig undir að ná þjónustuverkefnum. Margir spá því að ekki aðeins Drekasvæðið verði stórt fyrir Ísland, það verði einnig olíusvæðin við austurströnd Grænlands. 12. desember 2012 18:53 Kanna hvort Svalbarði nýtist olíuiðnaði Norska ríkisstjórnin hefur falið Olíustofnun Noregs að leggja mat á hvort Svalbarði geti nýst olíuiðnaði. Það er í tengslum við hugsanlega umsókn um að Svalbarði fari á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna sem Olíustofnunin er beðin um að kanna hvaða áhrif slík staða eyjanna hefði á mögulega nýtingu þeirra sem bækistöðvar eða flutningamiðstöðvar, ef norðurhluti Barentshafs yrði opnaður til olíuleitar. 11. desember 2012 08:15 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Áætlar fyrsta borpallinn við Jan Mayen árið 2017 Olíustofnun Noregs áætlar í nýrri skýrslu að verðmæti olíu- og gaslinda við Jan Mayen geti verið þrettán þúsund milljarðar króna og að hreinn hagnaður af vinnslunni geti numið allt að níu þúsund milljörðum. Norðmenn gera ráð fyrir að fyrsti borpallurinn verði kominn á svæðið árið 2017. Eyfirðingar fundu smjörþefinn í sumar af þeim umsvifum sem Norðmenn hafa sett í gang á hafsvæðunum norðaustan Íslands þegar floti rannsóknarskipa kom til Akureyrar til áhafnaskipta og til að sækja vistir og þjónustu. 7. nóvember 2012 18:45
Sækja olíurisarnir um Austur-Grænland? Á næstu dögum skýrist hvort stærstu olíurisar heimsins verða í hópi þeirra sem sækja um olíuleit við Austur-Grænland, - beint norður af Íslandi. Nærri þrjátíu íslensk fyrirtæki og stofnanir búa sig undir að ná þjónustuverkefnum. Margir spá því að ekki aðeins Drekasvæðið verði stórt fyrir Ísland, það verði einnig olíusvæðin við austurströnd Grænlands. 12. desember 2012 18:53
Kanna hvort Svalbarði nýtist olíuiðnaði Norska ríkisstjórnin hefur falið Olíustofnun Noregs að leggja mat á hvort Svalbarði geti nýst olíuiðnaði. Það er í tengslum við hugsanlega umsókn um að Svalbarði fari á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna sem Olíustofnunin er beðin um að kanna hvaða áhrif slík staða eyjanna hefði á mögulega nýtingu þeirra sem bækistöðvar eða flutningamiðstöðvar, ef norðurhluti Barentshafs yrði opnaður til olíuleitar. 11. desember 2012 08:15