Innlent

Íslensk hljómsveit handtekin í Þýskalandi grunuð um vopnaburð

Hljómsveitin Bloodgroup komst í hann krappan.
Hljómsveitin Bloodgroup komst í hann krappan.

Meðlimir íslensku hljómsveitarinnar Bloodgroup voru handteknir nærri Frankfurt í Þýskalandi fyrir helgi. Þýska lögeglan hafði meðlimi sveitarinnar grunaða um fíkniefnamisferli og vopnaburð. Þurftu þau því að sæta líkamsleit auk þess sem þau voru yfirheyrð af þýsku lögreglunni.

Þetta kom fram í viðtali við einn meðlim sveitarinnar, Ragnar Jónsson, í útvarpsþættinum Laugardagskaffi með Atla Fannari á X-inu í gær.

Ragnar er á ferð á samt þremur öðrum meðlimum sveitarinnar um Evrópu þar sem þau spila víðsvegar. Hann segir að þau hafi verið handtekin fyrir misskilning. Eftir tveggja tíma yfirheyrslur var þeim sleppt úr haldi.

Hann segir lögregluna þó ekki hafa beðist afsökunar á handtökunni né skýrt frá því hvers vegna þau hafi yfirhöfuð verið grunuð um fíkniefnamisferli og vopnaburð, í ljósi þess að ekkert slíkt fannst á þeim.

Hljómsveitin ferðast í rútu á milli borga. Að sögn Ragnars þá náði hljómsveitin að spila á tónleikum sama kvöld.

Ragnar segir að þrátt fyrir að lögreglan hafi ekki beðist afsökunar á handtökunni þá hafi þeir lýst því yfir að þeir væru mjög áhugasamir um að koma á tónleikana sama kvöld.

„En okkur langaði reyndar ekkert til þess að fá þá á tónleikana," sagði Ragnar að sem var augljóslega ekki skemmt.

Hægt er að kynna sér hljómsveitina hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×