Íslensk kona á hlýrabol felldi varaborgarstjóra í Serbíu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 25. júlí 2013 08:00 Myndin af Erlu Durr Magnúsdóttur sem ungmennasamtök birtu á fésbókinni og hreyfði við varaborgarstjóra Krusevac. Eftir vel heppnaða kynningu á EVS (European Voluntary Service) fyrir ungmennasamtök í serbnesku borginni í Krusevac í síðustu viku upplifði Erla Durr Magnúsdóttir óskemmtilegt atvik. Á Facebook-síðu ungmennasamtakanna var mynd af Erlu á hlýrabol í sumarhitanum. Það fór fyrir brjóstið á Slobodanka Miladinovic, varaborgarstjóra Krusevac. „Hún er í flokki sem er mjög á móti Evrópusambandinu og fannst hún sjá þarna leik á borði og setti inn afar illkvittna athugasemd,“ segir Erla. Sagði Slobodanka að íslenska fegurðardísin væri aldeilis til marks um allt hið fagra sem kemur úr Evrópusambandinu eða hitt þó heldur. Reyndar væri hún eins og paprikutínslukona úr nágrenni borgarinnar. Ungmennasamtökin sem Erla Durr vinnur fyrir í Belgrad, sem og nær öll serbneska þjóðin, brugðust harkalega við. „Þetta var tekið fyrir í einu af stærstu dagblöðum landsins og svo í ríkissjónvarpinu og allir fordæmdu þetta,“ rifjar Erla upp.Slobodanka Miladinovic, varaborgarstjóri Krusevac.„Ég hef líka fengið um fjörutíu pósta frá Serbum sem ég þekki ekki neitt þar sem þeir biðjast forláts fyrir hönd landa síns. Tveir af þeim eru reyndar búsettir á Íslandi. Ég var afar sorgmædd yfir þessu máli fyrst en ég er nú að vinna að mannréttindamálum hér þannig að fljótlega sá ég að þarna var komið rakið dæmi til að láta svona framkomu ekki líðast.“ Má segja að framferði Erlu sé nú orðið að skólabókadæmi um heppnaða baráttu fyrir bættu samfélagi. Málið fór svo hátt að borgarstjórinn í Krusevac, Bratislav Bata Gasic, sá sig nauðbeygðan til að ganga fram fyrir skjöldu og biðjast afsökunar. Erla segir að varaborgarstjórinn hafi hins vegar komið sér hjá því en hann lét nægja að lýsa yfir vonbrigðum með að málið hafi orðið svo fyrirferðamikið og afvegaleitt. Síðasta mánudag var henni ekki stætt lengur í embætti svo hún sagði af sér. „Ég var mjög ánægð,“ segir Erla. „Þarna var reitt hátt til höggs. Ég er sjálfboðaliði svo það er ekki eins og ég eigi að vera í kjól og hvítu. Hún er hins vegar opinber persóna sem ætti að taka sér alla þá landa sína til fyrirmyndar sem ofbauð framkoma hennar. Eins hefði hún mátt vita að Ísland er ekki í Evrópusambandinu eins og hún sagði í athugasemdinni. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira
Eftir vel heppnaða kynningu á EVS (European Voluntary Service) fyrir ungmennasamtök í serbnesku borginni í Krusevac í síðustu viku upplifði Erla Durr Magnúsdóttir óskemmtilegt atvik. Á Facebook-síðu ungmennasamtakanna var mynd af Erlu á hlýrabol í sumarhitanum. Það fór fyrir brjóstið á Slobodanka Miladinovic, varaborgarstjóra Krusevac. „Hún er í flokki sem er mjög á móti Evrópusambandinu og fannst hún sjá þarna leik á borði og setti inn afar illkvittna athugasemd,“ segir Erla. Sagði Slobodanka að íslenska fegurðardísin væri aldeilis til marks um allt hið fagra sem kemur úr Evrópusambandinu eða hitt þó heldur. Reyndar væri hún eins og paprikutínslukona úr nágrenni borgarinnar. Ungmennasamtökin sem Erla Durr vinnur fyrir í Belgrad, sem og nær öll serbneska þjóðin, brugðust harkalega við. „Þetta var tekið fyrir í einu af stærstu dagblöðum landsins og svo í ríkissjónvarpinu og allir fordæmdu þetta,“ rifjar Erla upp.Slobodanka Miladinovic, varaborgarstjóri Krusevac.„Ég hef líka fengið um fjörutíu pósta frá Serbum sem ég þekki ekki neitt þar sem þeir biðjast forláts fyrir hönd landa síns. Tveir af þeim eru reyndar búsettir á Íslandi. Ég var afar sorgmædd yfir þessu máli fyrst en ég er nú að vinna að mannréttindamálum hér þannig að fljótlega sá ég að þarna var komið rakið dæmi til að láta svona framkomu ekki líðast.“ Má segja að framferði Erlu sé nú orðið að skólabókadæmi um heppnaða baráttu fyrir bættu samfélagi. Málið fór svo hátt að borgarstjórinn í Krusevac, Bratislav Bata Gasic, sá sig nauðbeygðan til að ganga fram fyrir skjöldu og biðjast afsökunar. Erla segir að varaborgarstjórinn hafi hins vegar komið sér hjá því en hann lét nægja að lýsa yfir vonbrigðum með að málið hafi orðið svo fyrirferðamikið og afvegaleitt. Síðasta mánudag var henni ekki stætt lengur í embætti svo hún sagði af sér. „Ég var mjög ánægð,“ segir Erla. „Þarna var reitt hátt til höggs. Ég er sjálfboðaliði svo það er ekki eins og ég eigi að vera í kjól og hvítu. Hún er hins vegar opinber persóna sem ætti að taka sér alla þá landa sína til fyrirmyndar sem ofbauð framkoma hennar. Eins hefði hún mátt vita að Ísland er ekki í Evrópusambandinu eins og hún sagði í athugasemdinni.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira