Íslensk leigubílastöð tekur forrit svipað Uber í notkun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. júlí 2015 07:00 Ólíkt Uber munu eingöngu leyfisskyldir ökumenn aka fyrir Taxi Service. vísirgva „Stöðvargjöld eru töluvert lægri hjá okkur en hjá Hreyfli og Bifreiðastöð Reykjavíkur og munum við því bjóða upp á ódýrari þjónustu,“ segir Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri leigubílastöðvarinnar Taxi Service ehf., um nýja þjónustu á leigubílamarkaði á Íslandi. Um er að ræða nýtt snjallforrit eða app sem svipar til leigubílaþjónustu nýsköpunarfyrirtækisins Uber. „Það er allt að verða klárt og við hefjum starfsemi á næstu dögum,“ segir Daði. Í vikunni greindi Fréttablaðið frá því að Ólöf Nordal innanríkisráðherra vildi auka frelsi á leigubílamarkaði. Hún er hrifin af leigubílaþjónustu Uber. Samkvæmt Samgöngustofu hefur engin beiðni borist frá Uber um að hefja þjónustu hér á landi, en fyrirtækið tilkynnti í byrjun árs að nægilega margar undirskriftir hefðu safnast til þess að fyrirtækið myndi hefja starfsemi hér á landi.Snjallforrit TaxiserviceAð sögn Daða hefur Taxi Service unnið í forritinu í samstarfi við Drivr, danskt hugbúnaðarfyrirtæki. Búnaðurinn býður upp á alla þá þætti sem Uber-hugbúnaðurinn inniheldur, meðal annars leiðarkort sem sýnir strax staðsetningu leigubílsins og hvenær hans er að vænta. Þá birtist nafn og mynd af bílstjóranum, sem samþykkt hefur pöntunina, á símanum, auk þess sem áætlaður kostnaður er gefinn upp. Í lok ferðar greiðir notandinn fyrir ferðina með símanum sínum og gefur bílstjóranum einkunn, allt eftir ánægju með þjónustuna. „Það sem gerir Taxi Service ódýrara eru lág stöðvargjöld. Einnig sér forritið um pantanir og þannig spörum við í starfsmannahaldi,“ segir Daði. skjáskot af appinumynd/daði„Ólíkt Uber, þar sem hver og einn getur boðið fram þjónustu sína án trygginga fyrir farþegann, mun Taxi Service eingöngu hafa ökumenn með leyfi. Að auki vinna allir ökumenn eftir siðareglum sem fyrirtækið hefur sett sér í þágu neytenda,“ segir Daði og bætir við að starfsemin uppfylli öll skilyrði laga. „Fylgst verður með gæðum þjónustunnar sem ekki hefur verið hægt að gera áður hér á landi. Ef bílstjórinn fær ekki góða einkunn fæ ég allar upplýsingar um það beint til mín. Ef það kemur fyrir í nokkur skipti verður samstarfi við hann hætt.“ Sæmundur Kristján Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segist ekki hafa áhyggjur af samkeppni. „Við sitjum nú ekki auðum höndum hér og það kemur út app frá okkur á næstunni. Appið er mjög flott og þú sérð staðsetningu leigubílsins sem er á leiðinni til þín,“ segir Sæmundur og bætir að hann skilji þó ekki hvers vegna innanríkisráðherra vilji gera leigubílamarkaðinn frjálsari. „Í dag eru engar breyttar forsendur sem gefa tilefni til að slaka á reglunum. Þessi fagstétt er að standa sig mjög vel og því er engin ástæða til þess að fara að breyta núverandi kerfi sem er í alla staði til fyrirmyndar.“ Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Innlent Fleiri fréttir Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Sjá meira
„Stöðvargjöld eru töluvert lægri hjá okkur en hjá Hreyfli og Bifreiðastöð Reykjavíkur og munum við því bjóða upp á ódýrari þjónustu,“ segir Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri leigubílastöðvarinnar Taxi Service ehf., um nýja þjónustu á leigubílamarkaði á Íslandi. Um er að ræða nýtt snjallforrit eða app sem svipar til leigubílaþjónustu nýsköpunarfyrirtækisins Uber. „Það er allt að verða klárt og við hefjum starfsemi á næstu dögum,“ segir Daði. Í vikunni greindi Fréttablaðið frá því að Ólöf Nordal innanríkisráðherra vildi auka frelsi á leigubílamarkaði. Hún er hrifin af leigubílaþjónustu Uber. Samkvæmt Samgöngustofu hefur engin beiðni borist frá Uber um að hefja þjónustu hér á landi, en fyrirtækið tilkynnti í byrjun árs að nægilega margar undirskriftir hefðu safnast til þess að fyrirtækið myndi hefja starfsemi hér á landi.Snjallforrit TaxiserviceAð sögn Daða hefur Taxi Service unnið í forritinu í samstarfi við Drivr, danskt hugbúnaðarfyrirtæki. Búnaðurinn býður upp á alla þá þætti sem Uber-hugbúnaðurinn inniheldur, meðal annars leiðarkort sem sýnir strax staðsetningu leigubílsins og hvenær hans er að vænta. Þá birtist nafn og mynd af bílstjóranum, sem samþykkt hefur pöntunina, á símanum, auk þess sem áætlaður kostnaður er gefinn upp. Í lok ferðar greiðir notandinn fyrir ferðina með símanum sínum og gefur bílstjóranum einkunn, allt eftir ánægju með þjónustuna. „Það sem gerir Taxi Service ódýrara eru lág stöðvargjöld. Einnig sér forritið um pantanir og þannig spörum við í starfsmannahaldi,“ segir Daði. skjáskot af appinumynd/daði„Ólíkt Uber, þar sem hver og einn getur boðið fram þjónustu sína án trygginga fyrir farþegann, mun Taxi Service eingöngu hafa ökumenn með leyfi. Að auki vinna allir ökumenn eftir siðareglum sem fyrirtækið hefur sett sér í þágu neytenda,“ segir Daði og bætir við að starfsemin uppfylli öll skilyrði laga. „Fylgst verður með gæðum þjónustunnar sem ekki hefur verið hægt að gera áður hér á landi. Ef bílstjórinn fær ekki góða einkunn fæ ég allar upplýsingar um það beint til mín. Ef það kemur fyrir í nokkur skipti verður samstarfi við hann hætt.“ Sæmundur Kristján Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segist ekki hafa áhyggjur af samkeppni. „Við sitjum nú ekki auðum höndum hér og það kemur út app frá okkur á næstunni. Appið er mjög flott og þú sérð staðsetningu leigubílsins sem er á leiðinni til þín,“ segir Sæmundur og bætir að hann skilji þó ekki hvers vegna innanríkisráðherra vilji gera leigubílamarkaðinn frjálsari. „Í dag eru engar breyttar forsendur sem gefa tilefni til að slaka á reglunum. Þessi fagstétt er að standa sig mjög vel og því er engin ástæða til þess að fara að breyta núverandi kerfi sem er í alla staði til fyrirmyndar.“
Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Innlent Fleiri fréttir Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Sjá meira