Innlent

Íslensk netverslun með 1000% álagningu á fatnað

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Jakkarnir tveir eru báðir til sölu á íslenskri facebook síðu sem selur föt.
Jakkarnir tveir eru báðir til sölu á íslenskri facebook síðu sem selur föt.
Dæmi eru um að Facebook síður sem selja fatnað í gegnum netið selji fötin allt að tíu sinnum dýrari en þau eru í innkaupum.

Klassísk Jakkaföt Netverslun á Facebook hefur til að mynda auglýst á síðunni sinni til sölu brúnan herrajakka á verðinu 42.990 krónur. Á vefsíðunni AliExpress, sem er kínversk netverslun, er hægt að fá nákvæmlega eins jakka á tæpa 34 dollara sem gera 4.113 krónur.

Myndin sem notuð er til þess að auglýsa jakkann er sú sama og gínan klæðist samskonar fötum á báðum myndum. Þeim sem lunknir eru í stærðfræði dylst ekki að um 1000 prósenta álagningu er að ræða.

Annar jakki er auglýstur á síðunni á verðinu 59.900 krónur en á sömu vefsíðu, AliExpress, er hægt að fá samskonar jakka auglýstan á sömu gínunni á 110 dollara. Það eru 13.306 krónur. Það er því næstum því fimm sinnum dýrara að versla jakkann í íslenskri netverslun heldur en erlendri. 

Myndirnar til vinstri eru teknar af Klassísk Jakkaföt Netverslun og þær síðari sýna raunvirði fatnaðarins á erlendum netverslunum.Samsett mynd



Fleiri fréttir

Sjá meira


×