Íslensk rannsókn um klámnotkun: Helmingur hefur sent nektarmyndir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. nóvember 2016 06:00 Það klám sem oftast verður fyrir valinu sýnir fólk af gagnstæðu kyni í samförum en þar á eftir fylgir klám sem inniheldur tvær konur. vísir/getty Rúmlega helmingur stelpna og tæplega helmingur drengja hefur sent einhverjum nektarmynd af sér. Tvöfalt hærra hlutfall stelpna en stráka, tæp sex prósent, lenda í því að myndunum er dreift áfram. Tvöfalt fleiri strákar, tæp 30 prósent, telja að myndir af nöktum brjóstum séu klám. Þetta er meðal þess sem lesa má úr niðurstöðum Guðbjargar Hildar Kolbeins, doktors í fjölmiðlafræði, á klámnotkun íslenskra framhaldsskólanema. Að baki niðurstöðunum liggja 1.867 svör íslenskra framhaldsskólanema á aldrinum 18-30 ára. Rétt tæp 99 prósent karla höfðu séð klám og 87,4 prósent kvenna. Karlar voru að meðaltali yngri þegar þeir sáu klám í fyrsta skipti, 11,9 ára. Konur voru tveimur árum eldri að meðaltali. 32,4 prósent karla horfir á klám nær daglega eða oftar, en aðeins 3,9 prósent kvenna. Tæp fimm prósent karla segjast aldrei horfa á klám af fúsum og frjálsum vilja á móti 34,7 prósentum kvenna. Meira en tveir þriðju drengja segjast horfa á klám nokkrum sinnum í viku eða oftar. Þá horfa karlar oftar á klám í einrúmi heldur en stelpur, en þær eru líklegri til að horfa á það með kærasta, maka eða vinum. Það klám sem oftast verður fyrir valinu sýnir fólk af gagnstæðu kyni í samförum en þar á eftir fylgir klám sem inniheldur tvær konur. Þá eru munnmök einnig vinsæl sem og klám þar sem þrír eða fleiri stunda kynmök. 23 prósent kvenna segjast ekki vilja sjá klám. Um þriðjungur karla vill horfa á klám sem inniheldur endaþarmsmök samanborið við tólf prósent kvenna. Á bilinu fimm til sex prósent vildu horfa á klám þar sem einhver var beittur ofbeldi í kynmökum eða klám sem innihélt sadisma eða masókisma. Hlutfallið var jafnt hjá báðum kynjum. Sambærileg rannsókn var gerð hér á landi fyrir rúmum áratug. Þá kom í ljós að 93 prósent pilta og 59 prósent stúlkna höfðu séð klám á netinu. Fimmti hver piltur horfði á klám nær daglega. Þeir notuðu klámið til sjálfsfróunar meðan stúlkur sáu það oftar óviljugar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Rúmlega helmingur stelpna og tæplega helmingur drengja hefur sent einhverjum nektarmynd af sér. Tvöfalt hærra hlutfall stelpna en stráka, tæp sex prósent, lenda í því að myndunum er dreift áfram. Tvöfalt fleiri strákar, tæp 30 prósent, telja að myndir af nöktum brjóstum séu klám. Þetta er meðal þess sem lesa má úr niðurstöðum Guðbjargar Hildar Kolbeins, doktors í fjölmiðlafræði, á klámnotkun íslenskra framhaldsskólanema. Að baki niðurstöðunum liggja 1.867 svör íslenskra framhaldsskólanema á aldrinum 18-30 ára. Rétt tæp 99 prósent karla höfðu séð klám og 87,4 prósent kvenna. Karlar voru að meðaltali yngri þegar þeir sáu klám í fyrsta skipti, 11,9 ára. Konur voru tveimur árum eldri að meðaltali. 32,4 prósent karla horfir á klám nær daglega eða oftar, en aðeins 3,9 prósent kvenna. Tæp fimm prósent karla segjast aldrei horfa á klám af fúsum og frjálsum vilja á móti 34,7 prósentum kvenna. Meira en tveir þriðju drengja segjast horfa á klám nokkrum sinnum í viku eða oftar. Þá horfa karlar oftar á klám í einrúmi heldur en stelpur, en þær eru líklegri til að horfa á það með kærasta, maka eða vinum. Það klám sem oftast verður fyrir valinu sýnir fólk af gagnstæðu kyni í samförum en þar á eftir fylgir klám sem inniheldur tvær konur. Þá eru munnmök einnig vinsæl sem og klám þar sem þrír eða fleiri stunda kynmök. 23 prósent kvenna segjast ekki vilja sjá klám. Um þriðjungur karla vill horfa á klám sem inniheldur endaþarmsmök samanborið við tólf prósent kvenna. Á bilinu fimm til sex prósent vildu horfa á klám þar sem einhver var beittur ofbeldi í kynmökum eða klám sem innihélt sadisma eða masókisma. Hlutfallið var jafnt hjá báðum kynjum. Sambærileg rannsókn var gerð hér á landi fyrir rúmum áratug. Þá kom í ljós að 93 prósent pilta og 59 prósent stúlkna höfðu séð klám á netinu. Fimmti hver piltur horfði á klám nær daglega. Þeir notuðu klámið til sjálfsfróunar meðan stúlkur sáu það oftar óviljugar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira