Íslensk street dansmenning vekur athygli og tekur þátt í Norrænu verkefni Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. september 2015 09:00 Brynju hafði dreymt um sérhæfðan dansskóla frá unga aldri. Dansaranum Brynju Pétursdóttur og dansskólanum hennar hefur verið boðið að taka þátt í Norrænu samstarfsverkefni sem felst í því að sameina alla toppana í street dansi á Norðurlöndunum og efla danssenuna til frambúðar. Martin Ferretti, einn afkastamesti viðburðahaldari í Evrópu og maðurinn bakvið Street Star hátíðina, sem er önnur stærsta street dans hátíð í Evrópu, ásamt Marie Kaae frá Danmörku eru aðalsprautur verkefnisins. „Það er mikill heiður að poppa upp á radar hjá manni eins og Martin sem hefur unnið að svo stórum og eftirtektarverðum verkefnum eins og Street Star og Juste Debout sem er stærsti street dans viðburður í Evrópu,“ segir Brynja sæl á svip. Henni hefur verið flogið út á tvær ráðstefnur á vegum verkefnsins sem fram fóru í Stokkhólmi í mars og í júní í Osló. „Öll aðkoma var til fyrirmyndar og það var rosalega gaman að skiptast á hugmyndum með fólki sem eru mörg að gera það sama og ég. Við höfum öll ferðast mikið til að dansa, keppa og sýna en mörg þeirra þekki ég frá ferðalögum mínum til New York, Parísar, London og Norðurlandanna. Flest erum við að reka street dansskóla eða stúdíó og erum öll jafn stórhuga og létt klikkuð. Þarna eru samankomnir dansarar með ólíkan bakgrunn sem öll vilja koma dansnáminu á betri grundvöll með því að skýra línurnar og búa þannig um hlutina að street dansstílarnir þynnist ekki út og hverfi heldur styrkist með komandi kynslóðum,“ útskýrir Brynja. Spurð út í hvernig hún kemur inn í samstarfið segist hún hafa kynnst mikið af fólki í gegnum tíðina og kynnt skólann sinn og starf víða. „Ég er búin að kynnast mikið af fólki á mínum ferðalögum. Ég fékk tölvupóst frá þessu fólki og þeim leist vel á það sem við erum að gera á Íslandi.“ Verkefnið leggur áherslur á að styrkja vægi street dansara í sviðslistum en stílarnir koma allir upp í frjálsu umhverfi á dansgólfinu á meðan aðrir stílar hafa verið sniðnir fyrir sviðsframkomu. „Við munum vinna saman að ýmsum viðburðum sem tengjast innbyrðis eða ferðast á milli landa. Vonandi tekst okkur svo vel til að dansarar frá öllum norðurlöndunum fái greið tækifæri til að ferðast, læra og keppa erlendis í street dansstílunum. Sú tenging myndi styrkja senuna og gefa dönsurum stærri tækifæri.“ Brynja segist finna fyrir miklum áhuga á íslenskri street dansmenningu medal þeirra sem koma ad samstarfsverkefninu en Brynja rekur eina sérhæfða street dansskólann á Íslandi. „Þeim finnst mitt umhverfi sérstaklega áhugavert þar sem ég rek eina sérhæfða street dansskólann á Íslandi og áður en við komum til sögunnar þá var hér engin street danssena. Nú erum við með markvisst dansnám, danskeppnir, stórar nemendasýningar, frábæra styrktaraðila, ýmsa árlega viðburði og eigum orðið okkar eigin sérstöðu hér á Íslandi,“ segir Brynja. Hana dreymdi um svona dansskóla þegar hún var yngri og er stolt af skólanum sínum. „Það tók langan tíma að koma þessu á kortið og hefur verið besta ferðalag í heimi. Nú fæ ég tækifæri til að vinna að þessu sama verkefni á stærri grundvelli og um leið fjölga möguleikum fyrir dansarana okkar hér heima til að tengjast öðrum löndum.“ Í tilefni samstarfsins ætlar Brynja að standa fyrir heljarinnar veisluí ÍR Heimilinu þann 4. september. „Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Finnland og Grænland halda partýið á sama tíma og það verður 'live feed' frá öllum stöðunum í einu. Við munum senda út video og myndir undir hashtaginu #nordicunity og ætlum að segja frá risasamstarfsverkefni sem við í Nordic Unity ráðumst í saman snemma á næsta ári. Það er margt skemmtilegt á döfinni,“ bætir Brynja við. Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira
Dansaranum Brynju Pétursdóttur og dansskólanum hennar hefur verið boðið að taka þátt í Norrænu samstarfsverkefni sem felst í því að sameina alla toppana í street dansi á Norðurlöndunum og efla danssenuna til frambúðar. Martin Ferretti, einn afkastamesti viðburðahaldari í Evrópu og maðurinn bakvið Street Star hátíðina, sem er önnur stærsta street dans hátíð í Evrópu, ásamt Marie Kaae frá Danmörku eru aðalsprautur verkefnisins. „Það er mikill heiður að poppa upp á radar hjá manni eins og Martin sem hefur unnið að svo stórum og eftirtektarverðum verkefnum eins og Street Star og Juste Debout sem er stærsti street dans viðburður í Evrópu,“ segir Brynja sæl á svip. Henni hefur verið flogið út á tvær ráðstefnur á vegum verkefnsins sem fram fóru í Stokkhólmi í mars og í júní í Osló. „Öll aðkoma var til fyrirmyndar og það var rosalega gaman að skiptast á hugmyndum með fólki sem eru mörg að gera það sama og ég. Við höfum öll ferðast mikið til að dansa, keppa og sýna en mörg þeirra þekki ég frá ferðalögum mínum til New York, Parísar, London og Norðurlandanna. Flest erum við að reka street dansskóla eða stúdíó og erum öll jafn stórhuga og létt klikkuð. Þarna eru samankomnir dansarar með ólíkan bakgrunn sem öll vilja koma dansnáminu á betri grundvöll með því að skýra línurnar og búa þannig um hlutina að street dansstílarnir þynnist ekki út og hverfi heldur styrkist með komandi kynslóðum,“ útskýrir Brynja. Spurð út í hvernig hún kemur inn í samstarfið segist hún hafa kynnst mikið af fólki í gegnum tíðina og kynnt skólann sinn og starf víða. „Ég er búin að kynnast mikið af fólki á mínum ferðalögum. Ég fékk tölvupóst frá þessu fólki og þeim leist vel á það sem við erum að gera á Íslandi.“ Verkefnið leggur áherslur á að styrkja vægi street dansara í sviðslistum en stílarnir koma allir upp í frjálsu umhverfi á dansgólfinu á meðan aðrir stílar hafa verið sniðnir fyrir sviðsframkomu. „Við munum vinna saman að ýmsum viðburðum sem tengjast innbyrðis eða ferðast á milli landa. Vonandi tekst okkur svo vel til að dansarar frá öllum norðurlöndunum fái greið tækifæri til að ferðast, læra og keppa erlendis í street dansstílunum. Sú tenging myndi styrkja senuna og gefa dönsurum stærri tækifæri.“ Brynja segist finna fyrir miklum áhuga á íslenskri street dansmenningu medal þeirra sem koma ad samstarfsverkefninu en Brynja rekur eina sérhæfða street dansskólann á Íslandi. „Þeim finnst mitt umhverfi sérstaklega áhugavert þar sem ég rek eina sérhæfða street dansskólann á Íslandi og áður en við komum til sögunnar þá var hér engin street danssena. Nú erum við með markvisst dansnám, danskeppnir, stórar nemendasýningar, frábæra styrktaraðila, ýmsa árlega viðburði og eigum orðið okkar eigin sérstöðu hér á Íslandi,“ segir Brynja. Hana dreymdi um svona dansskóla þegar hún var yngri og er stolt af skólanum sínum. „Það tók langan tíma að koma þessu á kortið og hefur verið besta ferðalag í heimi. Nú fæ ég tækifæri til að vinna að þessu sama verkefni á stærri grundvelli og um leið fjölga möguleikum fyrir dansarana okkar hér heima til að tengjast öðrum löndum.“ Í tilefni samstarfsins ætlar Brynja að standa fyrir heljarinnar veisluí ÍR Heimilinu þann 4. september. „Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Finnland og Grænland halda partýið á sama tíma og það verður 'live feed' frá öllum stöðunum í einu. Við munum senda út video og myndir undir hashtaginu #nordicunity og ætlum að segja frá risasamstarfsverkefni sem við í Nordic Unity ráðumst í saman snemma á næsta ári. Það er margt skemmtilegt á döfinni,“ bætir Brynja við.
Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira