Innlent

Íslensk uppfinning í fyrsta sæti

Valdimar Össurarson hugvitsmaður með verðlaunaféð.
Fréttablaðið/Júlíus Valsson
Valdimar Össurarson hugvitsmaður með verðlaunaféð. Fréttablaðið/Júlíus Valsson
Valdimar Össurarson hlaut á miðvikudaginn fyrstu verðlaun í keppni Alþjóðasamtaka félaga hugvitsmanna, IIA, fyrir Valorku hverfilinn sinn sem ætlaður er sérstaklega til að nýta hæga sjávarfallastrauma. Verðlaunin námu 300 þúsundum sænskra króna, jafngildi 5,2 milljóna íslenskra króna.

„Önnur fyrirtæki hafa þróað hverfla til þess að virkja hraða strauma eins og eru í Hvammsfirði og þröngum sundum. Ég vil virkja hæga strauma sem eru í röstunum og við annesin,“ segir Valdimar.

Hann getur þess að umhverfisáhrifin séu sáralítil eða engin. „Minn hverfill á að vera algerlega neðansjávar og fljótandi frá botni. Hann hefur engin þekkt umhverfisáhrif auk þess sem sjávarfallaorkan er regluleg.“

Valdimar bendir á að ókostirnir séu hins vegar þeir að sjávarföllin við Ísland snúi við fjórum sinnum á sólarhring. „Það þarf að finna lausnir til þess að brúa stoppið. Menn vilja ómögulega bíða með að elda kjúklinginn sinn. Það væri annars vegar hægt að keyra á móti vatnsaflsorku og hins vegar hringtengja kringum landið þar sem sjávarföllin eru aldrei á sama tíma.“ - ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×