Innlent

Íslensk útgáfa af pólska blaðinu Metro

Stefán Árni Pálsson skrifar
Blaðinu hefur verið dreift víðsvegar um borgina.
Blaðinu hefur verið dreift víðsvegar um borgina. myndir/aðsendar
Samband pólskra ungmenna á Íslands í samvinnu við blaðamenn ytra hafa gefið út sérstakt eintak af pólska dagblaðinu Metro hér á landi.

Umrætt blað er á íslensku og einblínir á pólska menningu. Í blaðinu eru viðtöl við Pólverja sem búa í Reykjavík og einnig Íslendinga sem hafa myndað sérstakt samband við Pólverja hér á landi.

Markmið blaðsins er að kynna landið fyrir Íslendingum.

Nú hefur blaðinu verið dreift á valda staði í Reykjavík eins og á bókasöfnum, skólum og kaffihúsum.

Í Póllandi er Metro frítt dagblað sem er gefið út í 500.000 eintökum á hverjum degi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×