Íslensk veiðihjól seld í Japan Haraldur Guðmundsson skrifar 27. janúar 2014 08:59 Steingrímur hefur sjálfur góða reynslu af veiðihjólum Fossadals. Mynd/Úr einkasafni. „Ég var að klára samning við fyrirtæki í Japan um dreifingu og sölu á hjólunum núna fyrir áramótin og við erum með í burðarliðnum samninga við fyrirtæki í Bandaríkjunum og Kanada sem eru langt komnir,“ segir Steingrímur Einarsson, framkvæmdastjóri Fossadals á Ísafirði. Fyrirtækið er eini íslenski veiðihjólaframleiðandinn og starfsmenn þess smíða hjólin úr áli frá Alcoa í Bandaríkjunum og selja undir vörumerkinu Einarsson. „Við erum einnig með í undirbúningi skoðun á mörkuðum í Rússlandi, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Í Skandinavíu og Norður-Evrópu erum við hins vegar búnir að koma okkur þokkalega fyrir. Við höfum þó komist að því að einn starfsmaður hér á skrifstofunni á Ísafirði getur engan veginn séð um sölu og markaðssetningu í öllum þessum löndum og því erum við að koma okkur upp neti umboðsmanna um allan heim sem munu sinna þessum þætti starfseminnar, með öflugum stuðningi frá skrifstofunni hér á Ísafirði,“ segir Steingrímur. Hann stofnaði fyrirtækið fyrir sjö árum og framleiðir nú tvær gerðir af hjólum í átta mismunandi stærðum. Hægt er að flokka hjólin í tvo verðflokka, annars vegar hjól sem kosta á bilinu sextíu til hundrað þúsund krónur, og hins vegar hjól sem kosta frá hundrað upp í hundrað og fjörutíu þúsund krónur. Ódýrari hjólin eru að sögn Steingríms létt og sterk og hafa getið sér gott orð á erlendri grundu. „Hin gerðin eru hjól sem við köllum Invictus en þar höfum við hannað nýja gerð af bremsubúnaði sem hefur vakið mikla athygli. Bremsan á því hjóli er mun mýkri en áður hefur þekkst sem þýðir í rauninni að veiðimenn missa færri fiska. Þau seljast aðallega í löndum eins og Finnlandi og Noregi þar sem menn eru í laxveiðinni í stórum ám og stórum fiskum.“ Steingrímur segir Þýskaland vera stærsta einstaka markaðinn en að önnur lönd eins og Finnland, Noregur og Svíþjóð séu einnig að koma sterk inn. „Svo má ekki gleyma okkar heimamarkaði sem alla tíð hefur stutt vel við okkur. Við erum því mjög bjartsýn á komandi ár. Núverandi eigendur, sem eru flestir búnir að vera með okkur frá upphafi, hafa verið einstaklega þolinmóðir, og ég get með góðri samvisku sagt að nú sjö árum eftir stofnun erum við loksins farin að sjá árangur erfiðisins.“ Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Ég var að klára samning við fyrirtæki í Japan um dreifingu og sölu á hjólunum núna fyrir áramótin og við erum með í burðarliðnum samninga við fyrirtæki í Bandaríkjunum og Kanada sem eru langt komnir,“ segir Steingrímur Einarsson, framkvæmdastjóri Fossadals á Ísafirði. Fyrirtækið er eini íslenski veiðihjólaframleiðandinn og starfsmenn þess smíða hjólin úr áli frá Alcoa í Bandaríkjunum og selja undir vörumerkinu Einarsson. „Við erum einnig með í undirbúningi skoðun á mörkuðum í Rússlandi, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Í Skandinavíu og Norður-Evrópu erum við hins vegar búnir að koma okkur þokkalega fyrir. Við höfum þó komist að því að einn starfsmaður hér á skrifstofunni á Ísafirði getur engan veginn séð um sölu og markaðssetningu í öllum þessum löndum og því erum við að koma okkur upp neti umboðsmanna um allan heim sem munu sinna þessum þætti starfseminnar, með öflugum stuðningi frá skrifstofunni hér á Ísafirði,“ segir Steingrímur. Hann stofnaði fyrirtækið fyrir sjö árum og framleiðir nú tvær gerðir af hjólum í átta mismunandi stærðum. Hægt er að flokka hjólin í tvo verðflokka, annars vegar hjól sem kosta á bilinu sextíu til hundrað þúsund krónur, og hins vegar hjól sem kosta frá hundrað upp í hundrað og fjörutíu þúsund krónur. Ódýrari hjólin eru að sögn Steingríms létt og sterk og hafa getið sér gott orð á erlendri grundu. „Hin gerðin eru hjól sem við köllum Invictus en þar höfum við hannað nýja gerð af bremsubúnaði sem hefur vakið mikla athygli. Bremsan á því hjóli er mun mýkri en áður hefur þekkst sem þýðir í rauninni að veiðimenn missa færri fiska. Þau seljast aðallega í löndum eins og Finnlandi og Noregi þar sem menn eru í laxveiðinni í stórum ám og stórum fiskum.“ Steingrímur segir Þýskaland vera stærsta einstaka markaðinn en að önnur lönd eins og Finnland, Noregur og Svíþjóð séu einnig að koma sterk inn. „Svo má ekki gleyma okkar heimamarkaði sem alla tíð hefur stutt vel við okkur. Við erum því mjög bjartsýn á komandi ár. Núverandi eigendur, sem eru flestir búnir að vera með okkur frá upphafi, hafa verið einstaklega þolinmóðir, og ég get með góðri samvisku sagt að nú sjö árum eftir stofnun erum við loksins farin að sjá árangur erfiðisins.“
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira