Innlent

Íslensk yfirvöld aðstoðuðu FBI

Boði Logason skrifar
Rannsókn málsins er á forræði FBI.
Rannsókn málsins er á forræði FBI.
Lögregluyfirvöld hér á landi aðstoðu FBI í maí síðastliðnum við rannsókn á starfsemi vefsíðunnar Silkroad, sem hýsti markaðssvæði með ólögleg fíkniefni og aðra ólögmæta starfsemi.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að aðstoðin hafi verið veitt á grundvelli réttarbeiðni, og fólst í öflun rafrænna gagna um vefsíðuna sem var hýst hér á landi.

„Lauk þessari rannsóknaraðstoð með aðgerðum hér á landi í síðustu viku þar sem Silkroad vefsíðan var tekin niður og haldlagður rafrænn gjaldmiðill, Bitcoin, að jafnvirði yfir 3 milljónir bandaríkjadala. Ekki eru önnur tengsl við Ísland en þau að vefsíðan var hýst hér á landi, engar handtökur voru framkvæmdar vegna þessa hér á landi og engir innlendir aðilar tengjast að öðru leyti rekstri hennar,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.

Rannsókn málsins er á forræði FBI.

Skjáskot af vefsíðunni SilkroadMynd/Wikipedia



Fleiri fréttir

Sjá meira


×