Innlent

Íslenska lögreglan skarar framúr á facebook

BBI skrifar
Stefán Eiríksson
Stefán Eiríksson
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna fyrir notkun á samfélagsmiðlum í þágu löggæslu. Tilkynnt var í gær hvaða þrjú embætti þykja skara fram úr í heiminum. Í október verður tilkynnt hver verður sigurvegari þegar upp er staðið.

Ástæðan fyrir tilnefningu íslensku lögreglunnar er að einna flestir fylgjast með því embætti á netinu miðað við höfðatölu, segir í rökstuðningi. Embættið er sagt hafa nýtt tæknina til að byggja upp traust milli almennings og lögreglu.

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, telur ákveðna einlægni hafa skilað þessum góða árangri. „Lykilatriðið í þessu er bara að vera þú sjálfur. Vera bara eðlilegur og koma til dyranna eins og þú ert klæddur. Þarna gerir lögreglan það eins og hún gerir á hverjum einasta degi þegar hún er í samskiptum við borgarana úti á götu. Og við erum ekkert að fara í neinn annan búning þarna," segir hann.

Stefán er að vonum afar stoltur af tilnefningunni. Hann segir verðlaunin, sem nefnast Connected cops awards, vera virt á alþjóðlegan mælikvarða. „Menn eru að horfa yfir sviðið, á öll embætti sem nota samfélagsmiðla í heiminum, sem eru dálítið mörg."





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×