Innlent

Íslenska pylsan til Svíþjóðar

SS útrásin Pylsurnar frá SS verða brátt fáanlegar í Svíþjóð. Aftonbladet fjallaði um innreið íslensku pylsunnar inn í Svíþjóð á síðum sínum í vikunni.fréttablaðið/stefán karlsson
SS útrásin Pylsurnar frá SS verða brátt fáanlegar í Svíþjóð. Aftonbladet fjallaði um innreið íslensku pylsunnar inn í Svíþjóð á síðum sínum í vikunni.fréttablaðið/stefán karlsson
„Eftir Svarta dauða kemur SS-pylsan", svo hljóðar fyrirsögn er birtist í Aftonbladet í vikunni. Fréttin segir frá áætlunum Sláturfélags Suðurlands um að hefja innflutning á íslenskum pylsum til Svíþjóðar.

Í fréttinni er íslensku pylsunum lýst sem töluvert styttri en þeim sænsku og að þær séu oftast borðaðar „með öllu". Blaðamaður Aftobladet fjallar einnig um söluskálann víðfræga, Bæjarins beztu, sem stendur niðri við Reykjavíkurhöfn og tekur fram að staðurinn hafi fengið glimrandi meðmæli frá The Guardian og sjálfum Bill Clinton. „Einstaklingar á borð við Metallica og Bill Clinton hafa einnig notið SS-pylsunnar.

Clinton borðaði hana þó ekki á réttan hátt, hann sleppti lauknum, remolaðinu og tómatsósunni sem olli honum hjartatruflunum samkvæmt heimildum," skrifaði blaðamaðurinn.

Í greininni er einnig vitnað í Steinþór Skúlason, forstjóra SS, sem segir fyrirtækið stefna á að selja pyslur í Svíþjóð og víðar í litlum söluskálum í anda Bæjarins beztu.

Á vef SS kemur fram að fyrirtækið hafi í gegnum árin fengið fjölda fyrirspurna frá ýmsum aðilum sem hafa haft áhuga á að selja SS-pylsur á erlendum markaði, ekki hafi þó verið hægt að verða við slíku fyrr en nú. Á síðunni kemur einnig fram að líkur eru á að valdar áleggstegundir og steikur eigi möguleika á erlendum mörkuðum.-sm



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×