Íslenskir hestar notaðir við tökur á Hobbitanum 19. október 2011 13:30 Útlit íslenska hestsins auk geðslags, styrks og ganglags varð til þess að hann varð fyrir valinu sem reiðskjóti dverganna í Hobbitanum. Mynd/Vilhelm Eigendur íslenskra hesta ættu að bíða spenntir eftir kvikmyndinni Hobbitanum sem kemur í kvikmyndahús í desember á næsta ári, enda munu hinir knáu klárar koma talsvert við sögu í myndinni. Þeir verða reiðskjótar dverganna á leiðinni frá Hobbitatúni til Myrkviðar. Þrettán íslenskir hestar eru notaðir við tökurnar. „Útlit íslenska hestsins, sem safnar þykkum vetrarfeldi um vetrarmánuðina, var eitt af því sem vakti áhuga kvikmyndagerðarmannanna," segir Cali Madincea hjá New Line Cinema sem framleiðir myndina. „Annar mikilvægur þáttur við íslenska hestinn er þrek hans og styrkur enda getur hann borið fullorðið fólk allt að 120 kílóum," segir hann og bætir við að töltið hafi einnig heillað. „Þessi mjúka gangtegund skilar þeim hratt áfram, sem hjálpar leikurunum í fullum herklæðum að halda í við Gandálf sem ríður á stórum hesti." Ekki er öllum gefið að halda hesti á tölti og því var eigandi íslenskra hesta á Nýja-Sjálandi fenginn á tökustað til að kenna leikurunum handtökin.Leikarinn Martin Freeman fer með hlutverk aðalsöguhetjunnar Bilbó Bagga.Tökurnar á kvikmyndinni Hobbitanum í leikstjórn Peters Jackson hófust í mars á þessu ári og er áætlað að þeim ljúki í desember. Myndin byggir á sögu J.R.R. Tolkien frá árinu 1937 og segir frá hobbitanum Bilbó Bagga sem heldur í leiðangur með vitkanum Gandálfi, dvergnum Þorni Eikinskjalda og tólf dvergum til viðbótar til Fjallsins eina þar sem þeir ætla sér að endurheimta fjársjóð úr höndum dreka að nafni Smeyginn. Sagan er forleikur að þríleik Peters Jackson um Hringadróttinssögu sem naut ómældra vinsælda um heim allan og var einnig að stórum hluta tekinn upp á Nýja-Sjálandi. Ætlunin var að notaðir yrðu fleiri íslenskir hestarnir við tökurnar en þar sem íslenskir hestar eru æði sjaldgæfir á Nýja-Sjálandi tókst aðeins smala saman þrettán sem hæfðu hlutverkinu. Aðeins fimmtán ár eru síðan fyrsti íslenski hesturinn var fluttur til Nýja-Sjálands. Nú er að finna þar í kringum hundrað slíka hesta en til samanburðar má nefna að á á Íslandi eru hestarnir um áttatíu þúsund talsins.Peter Jackson er leikstjóri stórmyndarinnar The Hobbit. Fyrri myndin af tveimur verður frumsýnd í desember á næsta ári.Nordicphotos/GettyÍslenski hesturinn er ekki í slæmum félagsskap í myndinni. Helstu stjörnur myndarinnar eru Martin Freeman sem leikur Bilbó og Richard Armitage sem leikur Þorin. Þá koma einnig fram nokkrar persónur sem fólk þekkir vel úr Hringadróttinssögu. Þar má nefna leikara á borð við Ian McKellen, Andy Serkis, Hugo Weaving, Cate Blanchett, Christopher Lee, Ian Holm, Elijah Wood og Orlando Bloom. Myndirnar um Hobbitann verða tvær, The Hobbit: An Unexpected Journey og The Hobbit: There and Back Again. Þær eru teknar upp samtímis og sýndar annars vegar 14. desember 2012 hins vegar og 13. desember 2013. solveig@frettabladid.is Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Eigendur íslenskra hesta ættu að bíða spenntir eftir kvikmyndinni Hobbitanum sem kemur í kvikmyndahús í desember á næsta ári, enda munu hinir knáu klárar koma talsvert við sögu í myndinni. Þeir verða reiðskjótar dverganna á leiðinni frá Hobbitatúni til Myrkviðar. Þrettán íslenskir hestar eru notaðir við tökurnar. „Útlit íslenska hestsins, sem safnar þykkum vetrarfeldi um vetrarmánuðina, var eitt af því sem vakti áhuga kvikmyndagerðarmannanna," segir Cali Madincea hjá New Line Cinema sem framleiðir myndina. „Annar mikilvægur þáttur við íslenska hestinn er þrek hans og styrkur enda getur hann borið fullorðið fólk allt að 120 kílóum," segir hann og bætir við að töltið hafi einnig heillað. „Þessi mjúka gangtegund skilar þeim hratt áfram, sem hjálpar leikurunum í fullum herklæðum að halda í við Gandálf sem ríður á stórum hesti." Ekki er öllum gefið að halda hesti á tölti og því var eigandi íslenskra hesta á Nýja-Sjálandi fenginn á tökustað til að kenna leikurunum handtökin.Leikarinn Martin Freeman fer með hlutverk aðalsöguhetjunnar Bilbó Bagga.Tökurnar á kvikmyndinni Hobbitanum í leikstjórn Peters Jackson hófust í mars á þessu ári og er áætlað að þeim ljúki í desember. Myndin byggir á sögu J.R.R. Tolkien frá árinu 1937 og segir frá hobbitanum Bilbó Bagga sem heldur í leiðangur með vitkanum Gandálfi, dvergnum Þorni Eikinskjalda og tólf dvergum til viðbótar til Fjallsins eina þar sem þeir ætla sér að endurheimta fjársjóð úr höndum dreka að nafni Smeyginn. Sagan er forleikur að þríleik Peters Jackson um Hringadróttinssögu sem naut ómældra vinsælda um heim allan og var einnig að stórum hluta tekinn upp á Nýja-Sjálandi. Ætlunin var að notaðir yrðu fleiri íslenskir hestarnir við tökurnar en þar sem íslenskir hestar eru æði sjaldgæfir á Nýja-Sjálandi tókst aðeins smala saman þrettán sem hæfðu hlutverkinu. Aðeins fimmtán ár eru síðan fyrsti íslenski hesturinn var fluttur til Nýja-Sjálands. Nú er að finna þar í kringum hundrað slíka hesta en til samanburðar má nefna að á á Íslandi eru hestarnir um áttatíu þúsund talsins.Peter Jackson er leikstjóri stórmyndarinnar The Hobbit. Fyrri myndin af tveimur verður frumsýnd í desember á næsta ári.Nordicphotos/GettyÍslenski hesturinn er ekki í slæmum félagsskap í myndinni. Helstu stjörnur myndarinnar eru Martin Freeman sem leikur Bilbó og Richard Armitage sem leikur Þorin. Þá koma einnig fram nokkrar persónur sem fólk þekkir vel úr Hringadróttinssögu. Þar má nefna leikara á borð við Ian McKellen, Andy Serkis, Hugo Weaving, Cate Blanchett, Christopher Lee, Ian Holm, Elijah Wood og Orlando Bloom. Myndirnar um Hobbitann verða tvær, The Hobbit: An Unexpected Journey og The Hobbit: There and Back Again. Þær eru teknar upp samtímis og sýndar annars vegar 14. desember 2012 hins vegar og 13. desember 2013. solveig@frettabladid.is
Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira