Íslenskir verkfræðinemar slá í gegn JMG skrifar 5. ágúst 2011 20:15 Íslenskir verkfræðinemendur hlutu verðlaun frá Airbus á alþjóðlegri hönnunarkeppni sem haldin var í Bretlandi á dögunum - fyrir rafknúinn kappakstursbíl sem hópurinn hannaði. Hérna í kjallaranum á gömlu vararafstöðinni í elliðaárdal hafa fimmtán verkfræðinemendur úr Háskóla Íslands eytt ófáum stundum síðasta árið við að hanna og smíða rafknúinn kappakstursbíl. Hópurinn tók í sumar þátt í alþjóðlegri hönnunarkeppni Formula Student sem fram fór á Silverstone kappakstursbrautinni í Bretlandi. „Þetta er hönnunarkeppni sem er fyrir verkfræðinema til þess að læra hvernig á að taka hugmynd og gera hana að veruleika,“ segir Arnar Freyr Lárusson liðsstjóri. Alls tóku 110 skólar þátt í keppninni víðs vegar að úr heiminum og segir Arnar að mörg lið séu mun háþróaðari og með milljónir króna í fjárframlög á ári. „Við erum algjört bílskúrsverkefni miðað við hin liðin en það var mjög skemmtilegt, það voru allir mjög hissa hversu langt á veg við erum komin miðað við aðstöðu og þá fjárhæð sem við höfum að spila með.“ Íslenska liðið vakti mikla athygli í keppninni til dæmis fyrir rafkerfi í bílsins sem strákarnir byggðu frá grunni. Liðið heillaði meðal annars forsvarsmenn Airbus sem veitti þeim árleg verðlaun fyrir að vera samheldið og úrræðagott lið. Það þykir mjög eftirtektarvert að fyrsta árs lið hljóti verðlaun. Strákarnir ætla samt aftur á næsta ári og gera enn betur. „Markmiðið fyrir næsta ár er að klára alla þætti keppninnar og vera með umhverfisvænasta bílinn.“ Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Íslenskir verkfræðinemendur hlutu verðlaun frá Airbus á alþjóðlegri hönnunarkeppni sem haldin var í Bretlandi á dögunum - fyrir rafknúinn kappakstursbíl sem hópurinn hannaði. Hérna í kjallaranum á gömlu vararafstöðinni í elliðaárdal hafa fimmtán verkfræðinemendur úr Háskóla Íslands eytt ófáum stundum síðasta árið við að hanna og smíða rafknúinn kappakstursbíl. Hópurinn tók í sumar þátt í alþjóðlegri hönnunarkeppni Formula Student sem fram fór á Silverstone kappakstursbrautinni í Bretlandi. „Þetta er hönnunarkeppni sem er fyrir verkfræðinema til þess að læra hvernig á að taka hugmynd og gera hana að veruleika,“ segir Arnar Freyr Lárusson liðsstjóri. Alls tóku 110 skólar þátt í keppninni víðs vegar að úr heiminum og segir Arnar að mörg lið séu mun háþróaðari og með milljónir króna í fjárframlög á ári. „Við erum algjört bílskúrsverkefni miðað við hin liðin en það var mjög skemmtilegt, það voru allir mjög hissa hversu langt á veg við erum komin miðað við aðstöðu og þá fjárhæð sem við höfum að spila með.“ Íslenska liðið vakti mikla athygli í keppninni til dæmis fyrir rafkerfi í bílsins sem strákarnir byggðu frá grunni. Liðið heillaði meðal annars forsvarsmenn Airbus sem veitti þeim árleg verðlaun fyrir að vera samheldið og úrræðagott lið. Það þykir mjög eftirtektarvert að fyrsta árs lið hljóti verðlaun. Strákarnir ætla samt aftur á næsta ári og gera enn betur. „Markmiðið fyrir næsta ár er að klára alla þætti keppninnar og vera með umhverfisvænasta bílinn.“
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira