Íslenskt spínat reyndist hreint ekki vera spínat Snærós Sindradóttir skrifar 5. apríl 2016 07:00 Spínat er járnríkt og stundum kölluð ofurfæða. Brassica rapa kálið er líka næringarríkt, en það er í sömu fæðufjölskyldu og spergilkál og næpur. Fréttablaðið/Hari Gróðrarstöðin Lambhagi seldi um árabil matjurt undir merkjum spínats sem ekki er spínat. Um er að ræða matjurt sem flokkast undir heitið Brassica rapa eða Komatsuna. Eftir ábendingu um síðustu áramót frá samkeppnisaðila Lambhaga þurfti fyrirtækið að breyta umbúðum sínum og nú kallast spínatið, sem ekki er spínat, spínatkál. Spínat er í grænmetisfjölskyldunni Amaranthaceae en það sem selt er frá Lambhaga er í fjölskyldunni Brassicaceae. Í sömu fjölskyldu eru til dæmis næpur og hvítkál.Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður og eigandi Lambhaga segir ekkert óeðlilegt við það að spínatið sé ekki spínat. Fréttablaðið/GVA„Við köllum þetta bara Lambhagaspínat því Brassica rapa, eins og það heitir á latínu, heitir á íslensku spínatlauf. Við köllum þetta bara það,“ segir Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga. Hann segist alltaf hafa vitað að spínatið frá Lambhaga væri ekki í raun og veru spínat. „Við tókum þá ákvörðun að vera ekki með spínat því venjulegt spínat inniheldur talsvert mikið af oxalsýrum sem valda óþoli.“ Kostir alvöru spínats eru meðal annars hátt járnmagn. Samkvæmt Wikipedia er járn í 100 g af spínati 2,71 mg en í kálinu sem Lambhagi notar er það 1,5 mg. Þó skal tekið fram að næringargildi ferskra matjurta tapast við geymslu en viðheldur sér til dæmis betur í frystingu. „Það kom athugasemd frá samkeppnisaðila okkar og við fórum í gegnum allt. Hún var alveg réttmæt og ekkert að því. En við viljum ekki kenna okkur við það að selja spínat. Það er talsvert mikið af oxalsýru í spínatinu og það er sagt, þegar maður les um spínat, að það þurfi að sjóða það áður en maður borðar það. Þetta vitum við sem erum í garðyrkju hér á Íslandi.“ Samkeppnisaðilinn sendi sýni af kálinu til Þýskalands þar sem það var efnagreint. Óskar Ísfeld hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur staðfestir að málið hafi komið inn á borð þess. „Við fengum ábendingu um að þarna væri hugsanlega röng merking á vöru og rannsökuðum málið. Það kom í ljós að það var röng merking á vörunni sem slíkri. Í framhaldi af því breytti Lambhagi merkingunni.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl. Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Gróðrarstöðin Lambhagi seldi um árabil matjurt undir merkjum spínats sem ekki er spínat. Um er að ræða matjurt sem flokkast undir heitið Brassica rapa eða Komatsuna. Eftir ábendingu um síðustu áramót frá samkeppnisaðila Lambhaga þurfti fyrirtækið að breyta umbúðum sínum og nú kallast spínatið, sem ekki er spínat, spínatkál. Spínat er í grænmetisfjölskyldunni Amaranthaceae en það sem selt er frá Lambhaga er í fjölskyldunni Brassicaceae. Í sömu fjölskyldu eru til dæmis næpur og hvítkál.Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður og eigandi Lambhaga segir ekkert óeðlilegt við það að spínatið sé ekki spínat. Fréttablaðið/GVA„Við köllum þetta bara Lambhagaspínat því Brassica rapa, eins og það heitir á latínu, heitir á íslensku spínatlauf. Við köllum þetta bara það,“ segir Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga. Hann segist alltaf hafa vitað að spínatið frá Lambhaga væri ekki í raun og veru spínat. „Við tókum þá ákvörðun að vera ekki með spínat því venjulegt spínat inniheldur talsvert mikið af oxalsýrum sem valda óþoli.“ Kostir alvöru spínats eru meðal annars hátt járnmagn. Samkvæmt Wikipedia er járn í 100 g af spínati 2,71 mg en í kálinu sem Lambhagi notar er það 1,5 mg. Þó skal tekið fram að næringargildi ferskra matjurta tapast við geymslu en viðheldur sér til dæmis betur í frystingu. „Það kom athugasemd frá samkeppnisaðila okkar og við fórum í gegnum allt. Hún var alveg réttmæt og ekkert að því. En við viljum ekki kenna okkur við það að selja spínat. Það er talsvert mikið af oxalsýru í spínatinu og það er sagt, þegar maður les um spínat, að það þurfi að sjóða það áður en maður borðar það. Þetta vitum við sem erum í garðyrkju hér á Íslandi.“ Samkeppnisaðilinn sendi sýni af kálinu til Þýskalands þar sem það var efnagreint. Óskar Ísfeld hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur staðfestir að málið hafi komið inn á borð þess. „Við fengum ábendingu um að þarna væri hugsanlega röng merking á vöru og rannsökuðum málið. Það kom í ljós að það var röng merking á vörunni sem slíkri. Í framhaldi af því breytti Lambhagi merkingunni.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl.
Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira