Innlent

Íslensku þýðingarverðlaunin veitt í dag

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Verðlaunin verða afhent á Gljúfrasteini.
Verðlaunin verða afhent á Gljúfrasteini.
Íslensku þýðingaverðlaunin 2015 verða veitt á Gljúfrasteini í dag. Verðlaunin veitir Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson.

Bandalag þýðenda og túlka hefur veitt verðlaunin allt frá árinu 2005, en í ár eru þessir þýðendur tilnefndir:

Gyrðir Elíasson fyrir Listin að vera einn eftir Shuntaro Tanikawa, útg. Dimma

Herdís Hreiðarsdóttir fyrir Út í vitann eftir Virginia Woolf, útg. Ugla

Hermann Stefánsson fyrir Uppfinning Morels eftir Adolfo Bioy Casares, útg. Kind (1005 Tímaritaröð)

Jón St. Kristjánsson fyrir Náðarstund eftir Hannah Kent, útg. JPV

Silja Aðalsteinsdóttir fyrir Lífið að leysa eftir Alice Munro, útg. Mál og menning

Í dómnefnd sátu Árni Matthíasson (formaður), María Rán Guðjónsdóttir og Tinna Ásgeirsdóttir.

Íslensku þýðingaverðlaunin voru sett á stofn til að minna á mikilvægi þýðinga fyrir íslenska tungu og menningu og til að heiðra þýðendur sem sinna því vandasama verki að færa okkur vandaðar bókmenntir á móðurmáli okkar. Verðlaunin eru veitt á alþjóðlegum degi bókarinnar en í ár vill svo skemmtilega til að sumardaginn fyrsta ber upp á þennan dag. Á Íslandi hefur lengi tíðkast að gefa sumargjafir og oft verður bók fyrir valinu. Því er vel við hæfi að minna á þær góðu bækur sem borist hafa og berast enn inn í íslenska menningu fyrir tilstilli þýðenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×