Íslenskur þjálfari slapp naumlega frá drápshvelinu Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 26. nóvember 2013 06:45 Sigfús Halldórsson var fyrsti þjálfari Tilikums. Sigfús Halldórsson var fyrsti þjálfari háhyrningsins Tilikums, sem þekktur er fyrir að hafa drepið þrjár manneskjur, og gæti nú verið væntanlegur til Íslands. Háhyrningurinn réðst á Sigfús þegar verið var að færa hann milli lauga í Sædýrasafninu, beit góðan bút úr baki blautbúningsins og dró hann niður. Vísir og fleiri miðlar hafa greint frá því að fyrir liggur ósk um það hjá sjávarútvegsráðuneytinu að gefið verði grænt ljós á að háhyrningurinn Tilikum verði fluttur til Íslands og honum sleppt lausum við Íslandsstrendur en hann var veiddur hér við land árið 1983. Þaðan var hann fluttur í stóra laug í Sædýrasafninu. Þá hafði hann þegar verið seldur til Kanada en var í aðlögun í Hafnarfirði og það kom í hlut Sigfúsar Halldórssonar tölvunarfræðings, sem nú er búsettur á Englandi, að þjálfa hvalinn. Tilikum er þekktur fyrir að hafa drepið þrjár manneskjur og um hann fjallar heimildamyndin Blackfish. „Jú, þetta er víst hann. Þegar ég las fréttina um þann síðasta sem hann drap, þá fletti ég þessu upp og það stemmir. Þetta er vinur minn frá í Sædýrasafninu,“ segir Sigfús. Þá voru þrír háhyrningar í Sædýrasafninu og var Tilikum þeirra minnstur. Hann var tekin í sérstaka þjálfun og annaðist Sigfús hana ásamt því að fóðra háhyrningana á síld. Tvær stórar laugar voru í Sædýrasafninu og fyrst var reynt að lokka Tilikum yfir. Það tókst ekki þannig að það þurfti að setja um hann ól og hífa hann á milli með sérstökum hlaupaketti sem komið hafði verið fyrir í lofti laugarhússins.Sigfús og háhyrningurinn voru á forsíðu Morgunblaðsins 26. febrúar 1984.„Ég stökk útí, í flónsku minni, til að ná í grindina sem smeygt hafði verið þarna á milli. Hann virðist hafa reiðst því að vera færður frá hinum því hann kom aftan að mér, greip um mittið á mér og dró mig niður. Hann reif góðan hluta úr baki blautbúningsins sem ég var í. Ég náði einhvern veginn að stökkva uppúr. Þetta var fyrir þjálfun.“ Sigfús segir að fyrir utan þetta atvik hafi Tilikum verið ljúfur. „Þetta var vinur minn. Ég fór oft með höndina uppí kjaftinn á honum og klóraði honum um tunguna. Það þótti honum gott. Hann var blíður nema þegar hann reiddist þarna.“ Þjálfunin gekk út á að láta hann hoppa við skipun upp í litla plastbauju og svo skyrpti hann á gesti og það þótti mikið sport. Sigfús segir að þetta hafi verið einstakt, að hafa komið að þessari þjálfun þó hann hafi ekki gert sér grein fyrir því þá . Þetta var nokkurra mánaða tímabil og svo var háhyrningurinn fluttur út til Kanada.En, finnst Sigfúsi hann ekki bera neina ábyrgð, sem fyrsti þjálfari Tilikums? „Jú, óneitanlega. Svolítið. Að hafa komið honum á bragðið á sínum tíma.“ Sigfúsi bauðst að fylgja Tilikum til Kanada og leggja þar stund á þjálfun háhyrninga og sæljóna. En ekkert varð af því – kannski sem betur fer, þó Sigfús telji ólíklegt að vinur hans Tilikum hefði ráðist á sig aftur. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Sigfús Halldórsson var fyrsti þjálfari háhyrningsins Tilikums, sem þekktur er fyrir að hafa drepið þrjár manneskjur, og gæti nú verið væntanlegur til Íslands. Háhyrningurinn réðst á Sigfús þegar verið var að færa hann milli lauga í Sædýrasafninu, beit góðan bút úr baki blautbúningsins og dró hann niður. Vísir og fleiri miðlar hafa greint frá því að fyrir liggur ósk um það hjá sjávarútvegsráðuneytinu að gefið verði grænt ljós á að háhyrningurinn Tilikum verði fluttur til Íslands og honum sleppt lausum við Íslandsstrendur en hann var veiddur hér við land árið 1983. Þaðan var hann fluttur í stóra laug í Sædýrasafninu. Þá hafði hann þegar verið seldur til Kanada en var í aðlögun í Hafnarfirði og það kom í hlut Sigfúsar Halldórssonar tölvunarfræðings, sem nú er búsettur á Englandi, að þjálfa hvalinn. Tilikum er þekktur fyrir að hafa drepið þrjár manneskjur og um hann fjallar heimildamyndin Blackfish. „Jú, þetta er víst hann. Þegar ég las fréttina um þann síðasta sem hann drap, þá fletti ég þessu upp og það stemmir. Þetta er vinur minn frá í Sædýrasafninu,“ segir Sigfús. Þá voru þrír háhyrningar í Sædýrasafninu og var Tilikum þeirra minnstur. Hann var tekin í sérstaka þjálfun og annaðist Sigfús hana ásamt því að fóðra háhyrningana á síld. Tvær stórar laugar voru í Sædýrasafninu og fyrst var reynt að lokka Tilikum yfir. Það tókst ekki þannig að það þurfti að setja um hann ól og hífa hann á milli með sérstökum hlaupaketti sem komið hafði verið fyrir í lofti laugarhússins.Sigfús og háhyrningurinn voru á forsíðu Morgunblaðsins 26. febrúar 1984.„Ég stökk útí, í flónsku minni, til að ná í grindina sem smeygt hafði verið þarna á milli. Hann virðist hafa reiðst því að vera færður frá hinum því hann kom aftan að mér, greip um mittið á mér og dró mig niður. Hann reif góðan hluta úr baki blautbúningsins sem ég var í. Ég náði einhvern veginn að stökkva uppúr. Þetta var fyrir þjálfun.“ Sigfús segir að fyrir utan þetta atvik hafi Tilikum verið ljúfur. „Þetta var vinur minn. Ég fór oft með höndina uppí kjaftinn á honum og klóraði honum um tunguna. Það þótti honum gott. Hann var blíður nema þegar hann reiddist þarna.“ Þjálfunin gekk út á að láta hann hoppa við skipun upp í litla plastbauju og svo skyrpti hann á gesti og það þótti mikið sport. Sigfús segir að þetta hafi verið einstakt, að hafa komið að þessari þjálfun þó hann hafi ekki gert sér grein fyrir því þá . Þetta var nokkurra mánaða tímabil og svo var háhyrningurinn fluttur út til Kanada.En, finnst Sigfúsi hann ekki bera neina ábyrgð, sem fyrsti þjálfari Tilikums? „Jú, óneitanlega. Svolítið. Að hafa komið honum á bragðið á sínum tíma.“ Sigfúsi bauðst að fylgja Tilikum til Kanada og leggja þar stund á þjálfun háhyrninga og sæljóna. En ekkert varð af því – kannski sem betur fer, þó Sigfús telji ólíklegt að vinur hans Tilikum hefði ráðist á sig aftur.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira