Erlent

Ísraelar eyðileggja heimili Palestínumanna

Samúel Karl Ólason skrifar
Ísraelsher tilkynnti fjölskyldunum um eyðileggingu heimila þeirra á síðustu vikum,
Ísraelsher tilkynnti fjölskyldunum um eyðileggingu heimila þeirra á síðustu vikum, Vísir/AFP
Yfirvöld í Ísrael segjast hafa tilkynnt nokkrum palestínskum fjölskyldum á Vesturbankanum sem tengst hafa árásum á ísraelsmenn, að heimili þeirra verði eyðilögð. Níu ár eru síðan Ísrael hætti að eyðileggja heimili Palestínumanna eftir að embættismenn drógu árangur þeirra aðgerða í efa.

Ísraelsher tilkynnti fjölskyldunum um eyðileggingu heimila þeirra á síðustu vikum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Lögregla á svæðinu segist hafa bíða leyfis frá yfirvöldum til að eyðileggja eða loka nokkrum heimilum í austurhluta Jerúsalem.

Benjamin Netanyahu, sagði fyrr í mánuðinum, að þessi stefni yrði tekin upp aftur vegna fjölda árása á Ísraelsmenn í Jerúsalem undanfarnar vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×