Lífið

Ítölsk nunna gefur út "Like a Virgin“

Atli Ísleifsson skrifar
Nunnan Cristina Scuccia bar sigur úr býtum í ítölsku útgáfu The Voice í júní síðastliðinn.
Nunnan Cristina Scuccia bar sigur úr býtum í ítölsku útgáfu The Voice í júní síðastliðinn.
Tuttugu og sex ára gömul ítölsk nunna sem vann ítölsku útgáfuna af The Voice, hefur gefið út lagið „Like a Virgin“.

Þetta er fyrsta smáskífa Cristinu Scuccia sem bar sigur úr býtum í þættinum í júní síðastliðinn. Hún segist sjálf hafa valið að syngja þetta sígilda lag Madonnu, en ekki til að ögra eða hneyksla fólk. Hún segist þó reiðubúin að þurfa að sitja undir einhverri gagnrýni.

Útgáfa Scuccia er öllu rólegri en upprunalega útgáfan. Í frétt BBC kemur fram að Scuccia sé ekki viss hvort Madonna viti af þessari nýju útgáfu lagsins. Hún vilji þó mikið sjá viðbrögð Madonnu þegar hún fréttir af nýju útgáfunni og að það sé nunna sem flytji það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.