Ítrekað brotist inn í lundaverslanir: „Spurning um að setja upp gaddavírsgirðingu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. nóvember 2015 12:16 „Sama hvað er reynt að gera til varna, alltaf komast þeir inn," segir Sigurður. vísir/stefán Ítrekað hefur verið brotist inn í Viking-verslanirnar, svokallaðar lundabúðir með höndla með varning ætlaðan ferðamönnum. Þrívegis hefur verið brotist inn í verslunina við Laugarveg í nóvembermánuði. Heildartjónið hleypir á hundruðum þúsunda, að sögn eigandans, sem er orðinn langþreyttur á sífelldum innbrotum. „Bara í þessum mánuði er búið að brjótast fjórum sinnum inn í verslanir mínar í Reykjavík, þar af tvisvar í vikunni. Í annað skipti voru skildar eftir sprautunálar, sími og fleira. Hann náði þó ekki miklu í þetta sinn því hann hefur hrökklast burt um leið og kerfið fór í gang,“ segir Sigurður Guðmundsson, eigandi Viking-verslana.Búðarhnuplið algjört skaðræði Sigurður segir þann fingralanga ætíð taka það sama úr versluninni; hnífa. „Þetta er væntanlega sami aðilinn sem stundar þetta. Hann tekur hnífa sem kosta um það bil tuttugu til þrjátíu þúsund.“ Þá segist hann ekki vita til þess að aðrar verslanir eigi við sama vanda að etja. „Ég þekki ekki til þess. En þessi búðarþjófnaður almennt er óþolandi. Hann er algjört skaðræði og það eru svo ótrúlegar upphæðir sem eru að hverfa úr verslunum, ekki bara hjá mér heldur alls staðar. Mér finnst þetta vera að aukast frekar en hitt.“Lofar vænum fundarlaunum Hann segir málið komið á borð lögreglu, og að nú sé unnið að því að bæta öryggiskerfið enn frekar. Hann sé orðinn þreyttur á innbrotunum, en slær þrátt fyrir það á létta strengi. „Sama hvað er reynt að gera til varna, alltaf komast þeir inn. Spurning um að setja upp gaddavírsgirðingu tengda við rafmagn. Það væri pínu fyndið að steikja næsta þjóf. Ekki til ólífs heldur meira svona léttsteikja öðrum til viðvörunar,“ segir Sigurður. „Sé fyrir mér einhvern aumingjann hangandi grenjandi í flækjunni, biðjandi um miskunn. Grimmilegt en réttlátt.“ Þá biður Sigurður þá sem telja sig hafa vitneskju um málið að hafa samband í gegnum netfangið theviking@simnet.is. Hann heitir vænum fundarlaunum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Ítrekað hefur verið brotist inn í Viking-verslanirnar, svokallaðar lundabúðir með höndla með varning ætlaðan ferðamönnum. Þrívegis hefur verið brotist inn í verslunina við Laugarveg í nóvembermánuði. Heildartjónið hleypir á hundruðum þúsunda, að sögn eigandans, sem er orðinn langþreyttur á sífelldum innbrotum. „Bara í þessum mánuði er búið að brjótast fjórum sinnum inn í verslanir mínar í Reykjavík, þar af tvisvar í vikunni. Í annað skipti voru skildar eftir sprautunálar, sími og fleira. Hann náði þó ekki miklu í þetta sinn því hann hefur hrökklast burt um leið og kerfið fór í gang,“ segir Sigurður Guðmundsson, eigandi Viking-verslana.Búðarhnuplið algjört skaðræði Sigurður segir þann fingralanga ætíð taka það sama úr versluninni; hnífa. „Þetta er væntanlega sami aðilinn sem stundar þetta. Hann tekur hnífa sem kosta um það bil tuttugu til þrjátíu þúsund.“ Þá segist hann ekki vita til þess að aðrar verslanir eigi við sama vanda að etja. „Ég þekki ekki til þess. En þessi búðarþjófnaður almennt er óþolandi. Hann er algjört skaðræði og það eru svo ótrúlegar upphæðir sem eru að hverfa úr verslunum, ekki bara hjá mér heldur alls staðar. Mér finnst þetta vera að aukast frekar en hitt.“Lofar vænum fundarlaunum Hann segir málið komið á borð lögreglu, og að nú sé unnið að því að bæta öryggiskerfið enn frekar. Hann sé orðinn þreyttur á innbrotunum, en slær þrátt fyrir það á létta strengi. „Sama hvað er reynt að gera til varna, alltaf komast þeir inn. Spurning um að setja upp gaddavírsgirðingu tengda við rafmagn. Það væri pínu fyndið að steikja næsta þjóf. Ekki til ólífs heldur meira svona léttsteikja öðrum til viðvörunar,“ segir Sigurður. „Sé fyrir mér einhvern aumingjann hangandi grenjandi í flækjunni, biðjandi um miskunn. Grimmilegt en réttlátt.“ Þá biður Sigurður þá sem telja sig hafa vitneskju um málið að hafa samband í gegnum netfangið theviking@simnet.is. Hann heitir vænum fundarlaunum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira