Já, ráðherra Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir skrifar 18. júlí 2013 07:00 … en ekki byrja á öfugum enda. Alvöru sérfræðingar um einkarekstur í landi einkarekstrarins, Bandaríkjunum, hafa alltaf sagt að til þess að einkarekstur borgi sig og skili því sem til er ætlast þurfi öfluga og vasklega opinbera stjórnsýslu. Þar þarf kunnáttufólk sem veit allt um þá starfsemi sem falin er einkaaðilum og góðan skilning á því hvað gerir opinbert eftirlit að trúverðugu og virku eftirliti. Spurningin er þessi, ráðherra: Hvert er markmið þitt með því að fela öðrum en ríkinu rekstur heilbrigðisþjónustu núna? Ef markmiðið er að halda betur utan um kostnaðinn í heilbrigðiskerfinu sýna allar rannsóknir að árangursríkustu kerfin í þessum efnum eru kerfi sem fjármagna þjónustuna með almennum sköttum og hafa starfsemina að mestu í opinberum rekstri. Ef markmiðið er hins vegar að skerpa á gæðum og öryggi þjónustunnar þá fjölga menn valkostum fyrir notendur með því að auka fjölbreytileika í rekstri til að kalla fram ákveðna eiginleika markaðarins. Leiðin að þessu marki leiðir hins vegar til kostnaðar sem erfiðara er að hafa stjórn á, eins og dæmin sanna. Markaður í heilbrigðisþjónustu er því marki brenndur að hann er ekki eins og almennur markaður og því þarf öflugri aðkomu hins opinbera með góðum stjórntækjum og virku eftirliti. Þess vegna, ráðherra, þarf að byrja á réttum enda.Eftirlit er ekki í góðum farvegi Sjúkratryggingar Íslands sjá um samninga fyrir þína hönd og til að geta gert það með ábyrgum hætti þarf að byrja á því að búa svo um hnútana að stjórntæki þeirrar stofnunar virki eins og þeim er ætlað samkvæmt lögum um sjúkratryggingar. Fyrsta grein þessara laga kveður skýrt á um það að auk þess „að tryggja sjúkratryggðum aðstoð til verndar heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag“ er markmið þeirra „að stuðla að rekstrar- og þjóðhagslegri hagkvæmni heilbrigðisþjónustu og hámarksgæðum hennar“ og að „styrkja hlutverk ríkisins sem kaupanda heilbrigðisþjónustu og kostnaðargreina heilbrigðisþjónustuna“. Þá er sérstaklega tekið fram í 40. grein laganna að við samningsgerð um heilbrigðisþjónustu skuli „þess gætt að raska ekki þeirri þjónustu sem veita ber samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu“. Þetta er lykilatriði, ráðherra, og mikilvægt að hafa í huga þegar af stað er farið með breytingar á þessu ágæta kerfi okkar. Til að stjórntæki Sjúkratrygginga Íslands, þ.e. samningar, virki þarf að kostnaðargreina þjónustuna svo báðir aðilar, þ.e. ríkið og viðsemjendur, búi yfir sömu upplýsingum um alla þætti þjónustunnar sem skipta máli fyrir samningagerð og eftirlit. Enn vantar mikið á að svo sé. Þá verð ég að hryggja þig með því, ágæti ráðherra, að eftirlit með heilbrigðisþjónustu á Íslandi er ekki í góðum farvegi og því er öryggi og staða landsmanna ekki vel tryggð innan heilbrigðiskerfisins. Þetta þarf líka að skoða áður en lengra er haldið á braut breytinga. Ég átti og rak tannlæknastofu í 15 ár. Eitt sinn kom heilbrigðisfulltrúi staðarins til að taka út aðstæður. Ekki fór betur en svo að við þurftum að snúa honum við inni á miðju gólfi og biðja hann um að fara úr útiskónum áður en lengra yrði haldið við eftirlitsstörfin. Einstaka innviðir íslenskrar heilbrigðisþjónustu eru eins og best verður á kosið í alþjóðlegum samanburði, en stjórnsýsla kerfisins þarf að virka betur. Ekki fer vel á því að göslast þar um ganga og gólf á óhreinum skóm.Sjúkratryggingar eru lykilstofnun Að lokum er rétt að ég geri grein fyrir mér og mínum afskiptum af íslenska heilbrigðiskerfinu. Ég skrifaði á sínum tíma greinargerðina með frumvarpinu til laga um sjúkratryggingar sem samþykkt voru sem lög nr. 112 haustið 2008 og þekki því vel hugmyndina að baki lögunum og því sem lögin og andi þeirra eiga að ná fram. Greinargerðina með frumvarpinu ættu lesendur að kynna sér, en hana má nálgast á þessari slóð: http://www.althingi.is/altext/135/s/0955.html. Ég skrifaði margar blaðagreinar um heilbrigðismál á Íslandi á síðasta áratug í framhaldi af sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík og nú er ég að ljúka við bók um íslenska heilbrigðiskerfið sem verða mun sú alþjóðlega heimild sem þeir sem vilja fá haldgóðar upplýsingar um uppbyggingu og starfsemi íslenska heilbrigðiskerfisins á alþjóðlegum vettvangi geta leitað í. Ég er konan, sem með eftirminnilegum hætti, sótti um starf forstjóra Sjúkratrygginga á sínum tíma vitandi að ég fengi ekki starfið. Ég á hins vegar sæti í stjórn Sjúkratrygginga Íslands og á þar, ásamt öðrum stjórnarmönnum, í góðu og uppbyggilegu samstarfi við forstjóra stofnunarinnar. Sjúkratryggingar Íslands eru, og eiga að vera, ef rétt er á haldið, ein af lykilstofnunum íslenska heilbrigðiskerfisins. Til að standa undir þeim væntingum þurfa stjórntæki stofnunarinnar að virka rétt og skipulag stjórnsýslukerfisins þarf að geta tryggt virkt og trúverðugt eftirlit. Tiltrú og traust almennings, þ.e. eigenda, greiðenda og notenda kerfisins, á íslenskri heilbrigðisþjónustu veltur á þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
… en ekki byrja á öfugum enda. Alvöru sérfræðingar um einkarekstur í landi einkarekstrarins, Bandaríkjunum, hafa alltaf sagt að til þess að einkarekstur borgi sig og skili því sem til er ætlast þurfi öfluga og vasklega opinbera stjórnsýslu. Þar þarf kunnáttufólk sem veit allt um þá starfsemi sem falin er einkaaðilum og góðan skilning á því hvað gerir opinbert eftirlit að trúverðugu og virku eftirliti. Spurningin er þessi, ráðherra: Hvert er markmið þitt með því að fela öðrum en ríkinu rekstur heilbrigðisþjónustu núna? Ef markmiðið er að halda betur utan um kostnaðinn í heilbrigðiskerfinu sýna allar rannsóknir að árangursríkustu kerfin í þessum efnum eru kerfi sem fjármagna þjónustuna með almennum sköttum og hafa starfsemina að mestu í opinberum rekstri. Ef markmiðið er hins vegar að skerpa á gæðum og öryggi þjónustunnar þá fjölga menn valkostum fyrir notendur með því að auka fjölbreytileika í rekstri til að kalla fram ákveðna eiginleika markaðarins. Leiðin að þessu marki leiðir hins vegar til kostnaðar sem erfiðara er að hafa stjórn á, eins og dæmin sanna. Markaður í heilbrigðisþjónustu er því marki brenndur að hann er ekki eins og almennur markaður og því þarf öflugri aðkomu hins opinbera með góðum stjórntækjum og virku eftirliti. Þess vegna, ráðherra, þarf að byrja á réttum enda.Eftirlit er ekki í góðum farvegi Sjúkratryggingar Íslands sjá um samninga fyrir þína hönd og til að geta gert það með ábyrgum hætti þarf að byrja á því að búa svo um hnútana að stjórntæki þeirrar stofnunar virki eins og þeim er ætlað samkvæmt lögum um sjúkratryggingar. Fyrsta grein þessara laga kveður skýrt á um það að auk þess „að tryggja sjúkratryggðum aðstoð til verndar heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag“ er markmið þeirra „að stuðla að rekstrar- og þjóðhagslegri hagkvæmni heilbrigðisþjónustu og hámarksgæðum hennar“ og að „styrkja hlutverk ríkisins sem kaupanda heilbrigðisþjónustu og kostnaðargreina heilbrigðisþjónustuna“. Þá er sérstaklega tekið fram í 40. grein laganna að við samningsgerð um heilbrigðisþjónustu skuli „þess gætt að raska ekki þeirri þjónustu sem veita ber samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu“. Þetta er lykilatriði, ráðherra, og mikilvægt að hafa í huga þegar af stað er farið með breytingar á þessu ágæta kerfi okkar. Til að stjórntæki Sjúkratrygginga Íslands, þ.e. samningar, virki þarf að kostnaðargreina þjónustuna svo báðir aðilar, þ.e. ríkið og viðsemjendur, búi yfir sömu upplýsingum um alla þætti þjónustunnar sem skipta máli fyrir samningagerð og eftirlit. Enn vantar mikið á að svo sé. Þá verð ég að hryggja þig með því, ágæti ráðherra, að eftirlit með heilbrigðisþjónustu á Íslandi er ekki í góðum farvegi og því er öryggi og staða landsmanna ekki vel tryggð innan heilbrigðiskerfisins. Þetta þarf líka að skoða áður en lengra er haldið á braut breytinga. Ég átti og rak tannlæknastofu í 15 ár. Eitt sinn kom heilbrigðisfulltrúi staðarins til að taka út aðstæður. Ekki fór betur en svo að við þurftum að snúa honum við inni á miðju gólfi og biðja hann um að fara úr útiskónum áður en lengra yrði haldið við eftirlitsstörfin. Einstaka innviðir íslenskrar heilbrigðisþjónustu eru eins og best verður á kosið í alþjóðlegum samanburði, en stjórnsýsla kerfisins þarf að virka betur. Ekki fer vel á því að göslast þar um ganga og gólf á óhreinum skóm.Sjúkratryggingar eru lykilstofnun Að lokum er rétt að ég geri grein fyrir mér og mínum afskiptum af íslenska heilbrigðiskerfinu. Ég skrifaði á sínum tíma greinargerðina með frumvarpinu til laga um sjúkratryggingar sem samþykkt voru sem lög nr. 112 haustið 2008 og þekki því vel hugmyndina að baki lögunum og því sem lögin og andi þeirra eiga að ná fram. Greinargerðina með frumvarpinu ættu lesendur að kynna sér, en hana má nálgast á þessari slóð: http://www.althingi.is/altext/135/s/0955.html. Ég skrifaði margar blaðagreinar um heilbrigðismál á Íslandi á síðasta áratug í framhaldi af sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík og nú er ég að ljúka við bók um íslenska heilbrigðiskerfið sem verða mun sú alþjóðlega heimild sem þeir sem vilja fá haldgóðar upplýsingar um uppbyggingu og starfsemi íslenska heilbrigðiskerfisins á alþjóðlegum vettvangi geta leitað í. Ég er konan, sem með eftirminnilegum hætti, sótti um starf forstjóra Sjúkratrygginga á sínum tíma vitandi að ég fengi ekki starfið. Ég á hins vegar sæti í stjórn Sjúkratrygginga Íslands og á þar, ásamt öðrum stjórnarmönnum, í góðu og uppbyggilegu samstarfi við forstjóra stofnunarinnar. Sjúkratryggingar Íslands eru, og eiga að vera, ef rétt er á haldið, ein af lykilstofnunum íslenska heilbrigðiskerfisins. Til að standa undir þeim væntingum þurfa stjórntæki stofnunarinnar að virka rétt og skipulag stjórnsýslukerfisins þarf að geta tryggt virkt og trúverðugt eftirlit. Tiltrú og traust almennings, þ.e. eigenda, greiðenda og notenda kerfisins, á íslenskri heilbrigðisþjónustu veltur á þessu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar