Já, ráðherra Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir skrifar 18. júlí 2013 07:00 … en ekki byrja á öfugum enda. Alvöru sérfræðingar um einkarekstur í landi einkarekstrarins, Bandaríkjunum, hafa alltaf sagt að til þess að einkarekstur borgi sig og skili því sem til er ætlast þurfi öfluga og vasklega opinbera stjórnsýslu. Þar þarf kunnáttufólk sem veit allt um þá starfsemi sem falin er einkaaðilum og góðan skilning á því hvað gerir opinbert eftirlit að trúverðugu og virku eftirliti. Spurningin er þessi, ráðherra: Hvert er markmið þitt með því að fela öðrum en ríkinu rekstur heilbrigðisþjónustu núna? Ef markmiðið er að halda betur utan um kostnaðinn í heilbrigðiskerfinu sýna allar rannsóknir að árangursríkustu kerfin í þessum efnum eru kerfi sem fjármagna þjónustuna með almennum sköttum og hafa starfsemina að mestu í opinberum rekstri. Ef markmiðið er hins vegar að skerpa á gæðum og öryggi þjónustunnar þá fjölga menn valkostum fyrir notendur með því að auka fjölbreytileika í rekstri til að kalla fram ákveðna eiginleika markaðarins. Leiðin að þessu marki leiðir hins vegar til kostnaðar sem erfiðara er að hafa stjórn á, eins og dæmin sanna. Markaður í heilbrigðisþjónustu er því marki brenndur að hann er ekki eins og almennur markaður og því þarf öflugri aðkomu hins opinbera með góðum stjórntækjum og virku eftirliti. Þess vegna, ráðherra, þarf að byrja á réttum enda.Eftirlit er ekki í góðum farvegi Sjúkratryggingar Íslands sjá um samninga fyrir þína hönd og til að geta gert það með ábyrgum hætti þarf að byrja á því að búa svo um hnútana að stjórntæki þeirrar stofnunar virki eins og þeim er ætlað samkvæmt lögum um sjúkratryggingar. Fyrsta grein þessara laga kveður skýrt á um það að auk þess „að tryggja sjúkratryggðum aðstoð til verndar heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag“ er markmið þeirra „að stuðla að rekstrar- og þjóðhagslegri hagkvæmni heilbrigðisþjónustu og hámarksgæðum hennar“ og að „styrkja hlutverk ríkisins sem kaupanda heilbrigðisþjónustu og kostnaðargreina heilbrigðisþjónustuna“. Þá er sérstaklega tekið fram í 40. grein laganna að við samningsgerð um heilbrigðisþjónustu skuli „þess gætt að raska ekki þeirri þjónustu sem veita ber samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu“. Þetta er lykilatriði, ráðherra, og mikilvægt að hafa í huga þegar af stað er farið með breytingar á þessu ágæta kerfi okkar. Til að stjórntæki Sjúkratrygginga Íslands, þ.e. samningar, virki þarf að kostnaðargreina þjónustuna svo báðir aðilar, þ.e. ríkið og viðsemjendur, búi yfir sömu upplýsingum um alla þætti þjónustunnar sem skipta máli fyrir samningagerð og eftirlit. Enn vantar mikið á að svo sé. Þá verð ég að hryggja þig með því, ágæti ráðherra, að eftirlit með heilbrigðisþjónustu á Íslandi er ekki í góðum farvegi og því er öryggi og staða landsmanna ekki vel tryggð innan heilbrigðiskerfisins. Þetta þarf líka að skoða áður en lengra er haldið á braut breytinga. Ég átti og rak tannlæknastofu í 15 ár. Eitt sinn kom heilbrigðisfulltrúi staðarins til að taka út aðstæður. Ekki fór betur en svo að við þurftum að snúa honum við inni á miðju gólfi og biðja hann um að fara úr útiskónum áður en lengra yrði haldið við eftirlitsstörfin. Einstaka innviðir íslenskrar heilbrigðisþjónustu eru eins og best verður á kosið í alþjóðlegum samanburði, en stjórnsýsla kerfisins þarf að virka betur. Ekki fer vel á því að göslast þar um ganga og gólf á óhreinum skóm.Sjúkratryggingar eru lykilstofnun Að lokum er rétt að ég geri grein fyrir mér og mínum afskiptum af íslenska heilbrigðiskerfinu. Ég skrifaði á sínum tíma greinargerðina með frumvarpinu til laga um sjúkratryggingar sem samþykkt voru sem lög nr. 112 haustið 2008 og þekki því vel hugmyndina að baki lögunum og því sem lögin og andi þeirra eiga að ná fram. Greinargerðina með frumvarpinu ættu lesendur að kynna sér, en hana má nálgast á þessari slóð: http://www.althingi.is/altext/135/s/0955.html. Ég skrifaði margar blaðagreinar um heilbrigðismál á Íslandi á síðasta áratug í framhaldi af sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík og nú er ég að ljúka við bók um íslenska heilbrigðiskerfið sem verða mun sú alþjóðlega heimild sem þeir sem vilja fá haldgóðar upplýsingar um uppbyggingu og starfsemi íslenska heilbrigðiskerfisins á alþjóðlegum vettvangi geta leitað í. Ég er konan, sem með eftirminnilegum hætti, sótti um starf forstjóra Sjúkratrygginga á sínum tíma vitandi að ég fengi ekki starfið. Ég á hins vegar sæti í stjórn Sjúkratrygginga Íslands og á þar, ásamt öðrum stjórnarmönnum, í góðu og uppbyggilegu samstarfi við forstjóra stofnunarinnar. Sjúkratryggingar Íslands eru, og eiga að vera, ef rétt er á haldið, ein af lykilstofnunum íslenska heilbrigðiskerfisins. Til að standa undir þeim væntingum þurfa stjórntæki stofnunarinnar að virka rétt og skipulag stjórnsýslukerfisins þarf að geta tryggt virkt og trúverðugt eftirlit. Tiltrú og traust almennings, þ.e. eigenda, greiðenda og notenda kerfisins, á íslenskri heilbrigðisþjónustu veltur á þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Sjá meira
… en ekki byrja á öfugum enda. Alvöru sérfræðingar um einkarekstur í landi einkarekstrarins, Bandaríkjunum, hafa alltaf sagt að til þess að einkarekstur borgi sig og skili því sem til er ætlast þurfi öfluga og vasklega opinbera stjórnsýslu. Þar þarf kunnáttufólk sem veit allt um þá starfsemi sem falin er einkaaðilum og góðan skilning á því hvað gerir opinbert eftirlit að trúverðugu og virku eftirliti. Spurningin er þessi, ráðherra: Hvert er markmið þitt með því að fela öðrum en ríkinu rekstur heilbrigðisþjónustu núna? Ef markmiðið er að halda betur utan um kostnaðinn í heilbrigðiskerfinu sýna allar rannsóknir að árangursríkustu kerfin í þessum efnum eru kerfi sem fjármagna þjónustuna með almennum sköttum og hafa starfsemina að mestu í opinberum rekstri. Ef markmiðið er hins vegar að skerpa á gæðum og öryggi þjónustunnar þá fjölga menn valkostum fyrir notendur með því að auka fjölbreytileika í rekstri til að kalla fram ákveðna eiginleika markaðarins. Leiðin að þessu marki leiðir hins vegar til kostnaðar sem erfiðara er að hafa stjórn á, eins og dæmin sanna. Markaður í heilbrigðisþjónustu er því marki brenndur að hann er ekki eins og almennur markaður og því þarf öflugri aðkomu hins opinbera með góðum stjórntækjum og virku eftirliti. Þess vegna, ráðherra, þarf að byrja á réttum enda.Eftirlit er ekki í góðum farvegi Sjúkratryggingar Íslands sjá um samninga fyrir þína hönd og til að geta gert það með ábyrgum hætti þarf að byrja á því að búa svo um hnútana að stjórntæki þeirrar stofnunar virki eins og þeim er ætlað samkvæmt lögum um sjúkratryggingar. Fyrsta grein þessara laga kveður skýrt á um það að auk þess „að tryggja sjúkratryggðum aðstoð til verndar heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag“ er markmið þeirra „að stuðla að rekstrar- og þjóðhagslegri hagkvæmni heilbrigðisþjónustu og hámarksgæðum hennar“ og að „styrkja hlutverk ríkisins sem kaupanda heilbrigðisþjónustu og kostnaðargreina heilbrigðisþjónustuna“. Þá er sérstaklega tekið fram í 40. grein laganna að við samningsgerð um heilbrigðisþjónustu skuli „þess gætt að raska ekki þeirri þjónustu sem veita ber samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu“. Þetta er lykilatriði, ráðherra, og mikilvægt að hafa í huga þegar af stað er farið með breytingar á þessu ágæta kerfi okkar. Til að stjórntæki Sjúkratrygginga Íslands, þ.e. samningar, virki þarf að kostnaðargreina þjónustuna svo báðir aðilar, þ.e. ríkið og viðsemjendur, búi yfir sömu upplýsingum um alla þætti þjónustunnar sem skipta máli fyrir samningagerð og eftirlit. Enn vantar mikið á að svo sé. Þá verð ég að hryggja þig með því, ágæti ráðherra, að eftirlit með heilbrigðisþjónustu á Íslandi er ekki í góðum farvegi og því er öryggi og staða landsmanna ekki vel tryggð innan heilbrigðiskerfisins. Þetta þarf líka að skoða áður en lengra er haldið á braut breytinga. Ég átti og rak tannlæknastofu í 15 ár. Eitt sinn kom heilbrigðisfulltrúi staðarins til að taka út aðstæður. Ekki fór betur en svo að við þurftum að snúa honum við inni á miðju gólfi og biðja hann um að fara úr útiskónum áður en lengra yrði haldið við eftirlitsstörfin. Einstaka innviðir íslenskrar heilbrigðisþjónustu eru eins og best verður á kosið í alþjóðlegum samanburði, en stjórnsýsla kerfisins þarf að virka betur. Ekki fer vel á því að göslast þar um ganga og gólf á óhreinum skóm.Sjúkratryggingar eru lykilstofnun Að lokum er rétt að ég geri grein fyrir mér og mínum afskiptum af íslenska heilbrigðiskerfinu. Ég skrifaði á sínum tíma greinargerðina með frumvarpinu til laga um sjúkratryggingar sem samþykkt voru sem lög nr. 112 haustið 2008 og þekki því vel hugmyndina að baki lögunum og því sem lögin og andi þeirra eiga að ná fram. Greinargerðina með frumvarpinu ættu lesendur að kynna sér, en hana má nálgast á þessari slóð: http://www.althingi.is/altext/135/s/0955.html. Ég skrifaði margar blaðagreinar um heilbrigðismál á Íslandi á síðasta áratug í framhaldi af sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík og nú er ég að ljúka við bók um íslenska heilbrigðiskerfið sem verða mun sú alþjóðlega heimild sem þeir sem vilja fá haldgóðar upplýsingar um uppbyggingu og starfsemi íslenska heilbrigðiskerfisins á alþjóðlegum vettvangi geta leitað í. Ég er konan, sem með eftirminnilegum hætti, sótti um starf forstjóra Sjúkratrygginga á sínum tíma vitandi að ég fengi ekki starfið. Ég á hins vegar sæti í stjórn Sjúkratrygginga Íslands og á þar, ásamt öðrum stjórnarmönnum, í góðu og uppbyggilegu samstarfi við forstjóra stofnunarinnar. Sjúkratryggingar Íslands eru, og eiga að vera, ef rétt er á haldið, ein af lykilstofnunum íslenska heilbrigðiskerfisins. Til að standa undir þeim væntingum þurfa stjórntæki stofnunarinnar að virka rétt og skipulag stjórnsýslukerfisins þarf að geta tryggt virkt og trúverðugt eftirlit. Tiltrú og traust almennings, þ.e. eigenda, greiðenda og notenda kerfisins, á íslenskri heilbrigðisþjónustu veltur á þessu.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun