Já en – við þjóðkirkjuákvæði Hjalti Hugason skrifar 27. september 2012 06:00 Með grein hér í Fréttablaðinu fyrir nokkru (18. sept.) mælti ég með að kjósendur í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu svöruðu spurningunni „vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?" með já-i. Væri þess kostur mundi ég samt hvetja til að greitt yrði atkvæði með „Já en…!" Með já-yrðinu meina ég því ekki að 62. gr. stjskr. skuli standa óbreytt. Þvert á móti tel ég að þróa beri þann arf sem við búum að frá þeirri frjálslyndis- og frjálsræðisþróun sem hófst um miðja 19. öld inn í þá fjölhyggju sem nú hefur rutt sér til rúms. Á grundvelli þjóðkirkjuákvæðis í breyttri mynd má vel þróa trúmálarétt sem hæfir 21. öldinni. Viðmið við breytingarVið breytingar á núgildandi trúmálakafla stjskr. (VI. kafla) verður að 1) tryggja jafnræði fólks óháð trúar- og lífsskoðunum, 2) tryggja rétt fólks til að tjá trúar- og lífsskoðanir sínar og iðka þær í einrúmi eða með öðrum, 3) tryggja rétt fólks til að hafna slíkum skoðunum, 4) jafna stöðu trúfélaga eftir því sem eðlilegt má telja með tilliti til stöðu þeirra í samfélaginu 5) og loks jafna stöðu trú- og lífsskoðunarfélaga. Það er fagnaðarefni að þegar er í gangi vinna að frumvæði innanríkisráðherra sem miðar að því að jafna stöðu skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga í landinu. Markmiðunum öllum verður þó best náð með endurskoðaðri trúmálagrein í stjskr. Trúfrelsi- og þjóðkirkjuákvæðiSé vilji til að byggja ekki aðeins þjóðkirkjuákvæði heldur einnig trúfrelsisgrein stjskr. á innlendum rétti í stað alþjóðasáttmála eins og stjórnlagaráð kýs að gera í frumvarpi sínu (18. gr.) gæti nýtt trúfrelsis- og þjóðkirkjuákvæði hljómað í líkingu við þetta: Allir eiga rétt á að iðka trú eða lífsskoðun í samræmi við sannfæringu sína og að stofna um það félög. Öllum er frjálst að standa utan slíkra félaga. Enginn má skorast undan almennri þegnskyldu vegna trúar- eða lífsskoðana. Enginn er skyldur til að greiða persónuleg gjöld til trú- eða lífsskoðunarfélags sem hann á ekki aðild að. Ríkisvaldið verndar öll skráð trú- og lífsskoðunarfélög. Evangelíska lúterska kirkjan er þjóðkirkja á Íslandi. Breyta má þessu með lögum. Slík lög skal bera undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar í leynilegri atkvæðagreiðslu. Þessi endurskoðaða trúfrelsisgrein ætti heima næst á eftir greinum sem fjalla um almennt skoðunar-, tjáningar-, og félagafrelsi, (þ.e. eftir núv. 74. gr.) svipað og gert er í frumvarpi stjórnlagaráðs. Hinu breytta trúfrelsisákvæði er ætlað að taka af tvímæli um skoðana-, tjáningar- og félagafrelsi á sviði trúmála. Þá er því ætlað að standa vörð um rétt þeirra sem vilja standa utan allra trúfélaga og trúariðkunar. Takmörk trúfrelsisAlmenn jafnræðisregla (sbr. 65. gr. stjskr.) kveður á fullnægjandi hátt á um að ekki megi mismuna fólki eða skerða rétt þess vegna trúar eða lífsskoðana. Af þeim sökum er óhætt að fella brott sérstakt ákvæði um að enginn megi „neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna" eins og nú segir í 64. gr. stjskr. Aftur á móti er mikilvægt að setja trúfrelsinu mörk og undirstrika að fólk geti ekki skorast undan „almennri þegnskyldu" eða almennum félagslegum skyldum sínum með skírskotun til trúar sinnar eins og einnig segir í 64. gr. núgildandi stjskr. Slík takmörkun trúfrelsis virðist nægja en í henni felst meðal annars að óheimilt sé að brjóta gegn lögum landsins með tilvísun til trúar. En það er einmitt merking síðari liðar núgildandi 63. gr. stjskr. Þar segir að ekki megi í nafni trúar brjóta gegn „góðu siðferði" og „allsherjarreglu" sem óneitanlega hljómar æði 19. aldarlega. Með trúmálaákvæði í þessa veru yrði staða trú- og lífsskoðana í landinu og félaga sem um þær eru stofnuð jöfnuð frá því sem nú er og trúfrelsið því enn fest í sessi. Um leið yrði viðurkennd a.m.k. táknræn sérstaða stærsta trúfélags landsins, þjóðkirkjunnar, meðan meirihluti þjóðarinnar sjálfrar kýs að viðhalda slíkri sérstöðu. — Að gildi þess verður vikið í sérstakri grein á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Með grein hér í Fréttablaðinu fyrir nokkru (18. sept.) mælti ég með að kjósendur í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu svöruðu spurningunni „vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?" með já-i. Væri þess kostur mundi ég samt hvetja til að greitt yrði atkvæði með „Já en…!" Með já-yrðinu meina ég því ekki að 62. gr. stjskr. skuli standa óbreytt. Þvert á móti tel ég að þróa beri þann arf sem við búum að frá þeirri frjálslyndis- og frjálsræðisþróun sem hófst um miðja 19. öld inn í þá fjölhyggju sem nú hefur rutt sér til rúms. Á grundvelli þjóðkirkjuákvæðis í breyttri mynd má vel þróa trúmálarétt sem hæfir 21. öldinni. Viðmið við breytingarVið breytingar á núgildandi trúmálakafla stjskr. (VI. kafla) verður að 1) tryggja jafnræði fólks óháð trúar- og lífsskoðunum, 2) tryggja rétt fólks til að tjá trúar- og lífsskoðanir sínar og iðka þær í einrúmi eða með öðrum, 3) tryggja rétt fólks til að hafna slíkum skoðunum, 4) jafna stöðu trúfélaga eftir því sem eðlilegt má telja með tilliti til stöðu þeirra í samfélaginu 5) og loks jafna stöðu trú- og lífsskoðunarfélaga. Það er fagnaðarefni að þegar er í gangi vinna að frumvæði innanríkisráðherra sem miðar að því að jafna stöðu skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga í landinu. Markmiðunum öllum verður þó best náð með endurskoðaðri trúmálagrein í stjskr. Trúfrelsi- og þjóðkirkjuákvæðiSé vilji til að byggja ekki aðeins þjóðkirkjuákvæði heldur einnig trúfrelsisgrein stjskr. á innlendum rétti í stað alþjóðasáttmála eins og stjórnlagaráð kýs að gera í frumvarpi sínu (18. gr.) gæti nýtt trúfrelsis- og þjóðkirkjuákvæði hljómað í líkingu við þetta: Allir eiga rétt á að iðka trú eða lífsskoðun í samræmi við sannfæringu sína og að stofna um það félög. Öllum er frjálst að standa utan slíkra félaga. Enginn má skorast undan almennri þegnskyldu vegna trúar- eða lífsskoðana. Enginn er skyldur til að greiða persónuleg gjöld til trú- eða lífsskoðunarfélags sem hann á ekki aðild að. Ríkisvaldið verndar öll skráð trú- og lífsskoðunarfélög. Evangelíska lúterska kirkjan er þjóðkirkja á Íslandi. Breyta má þessu með lögum. Slík lög skal bera undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar í leynilegri atkvæðagreiðslu. Þessi endurskoðaða trúfrelsisgrein ætti heima næst á eftir greinum sem fjalla um almennt skoðunar-, tjáningar-, og félagafrelsi, (þ.e. eftir núv. 74. gr.) svipað og gert er í frumvarpi stjórnlagaráðs. Hinu breytta trúfrelsisákvæði er ætlað að taka af tvímæli um skoðana-, tjáningar- og félagafrelsi á sviði trúmála. Þá er því ætlað að standa vörð um rétt þeirra sem vilja standa utan allra trúfélaga og trúariðkunar. Takmörk trúfrelsisAlmenn jafnræðisregla (sbr. 65. gr. stjskr.) kveður á fullnægjandi hátt á um að ekki megi mismuna fólki eða skerða rétt þess vegna trúar eða lífsskoðana. Af þeim sökum er óhætt að fella brott sérstakt ákvæði um að enginn megi „neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna" eins og nú segir í 64. gr. stjskr. Aftur á móti er mikilvægt að setja trúfrelsinu mörk og undirstrika að fólk geti ekki skorast undan „almennri þegnskyldu" eða almennum félagslegum skyldum sínum með skírskotun til trúar sinnar eins og einnig segir í 64. gr. núgildandi stjskr. Slík takmörkun trúfrelsis virðist nægja en í henni felst meðal annars að óheimilt sé að brjóta gegn lögum landsins með tilvísun til trúar. En það er einmitt merking síðari liðar núgildandi 63. gr. stjskr. Þar segir að ekki megi í nafni trúar brjóta gegn „góðu siðferði" og „allsherjarreglu" sem óneitanlega hljómar æði 19. aldarlega. Með trúmálaákvæði í þessa veru yrði staða trú- og lífsskoðana í landinu og félaga sem um þær eru stofnuð jöfnuð frá því sem nú er og trúfrelsið því enn fest í sessi. Um leið yrði viðurkennd a.m.k. táknræn sérstaða stærsta trúfélags landsins, þjóðkirkjunnar, meðan meirihluti þjóðarinnar sjálfrar kýs að viðhalda slíkri sérstöðu. — Að gildi þess verður vikið í sérstakri grein á næstunni.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun