Jafnlaunastefna sveitarfélaganna Gróa Margrét Valdimarsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 12:09 Ég er tónlistarskólakennari og er búin að vera í verkfalli í rúmlega tvær vikur. Að mínu mati er löngu komið nóg og ég vil komast aftur í vinnuna. Mér finnst mjög erfitt að vita af nemendum mínum sem eru að missa af mikilvægum tíma í sínu námi og voru komin á gott skrið eftir sumarið. Ég gæti talað um ágæti tónlistarkennslu því það er mjög mikilvægt viðfangsefni sem ég vil endilega ræða. En í staðinn fyrir það ætla ég benda á ákveðin atriði sem snúa beint að kjaradeilunni. Samband íslenskra sveitarfélaga er með jafnlaunastefnu en það virðist enginn vilji vera til að semja við tónlistarskólakennara. Jú, nú segir samninganefnd sveitarfélaga að við getum fengið sambærileg laun við aðra kennara ef við göngumst við kröfum sem eru ekki bjóðandi nokkrum manni. Ég veit ekki einu sinni hvort þær eru löglegar eða komi í veg fyrir að starf mitt verði í samræmi við aðalnámskrá. Sveitarfélögin vilja nefnilega geta einhliða ákveðið fjölda kennsluvikna á ári fyrir tónlistarskólana og þar með vinnustundir í hverri viku. Því styttra sem skólaárið er því lengri er hver vinnuvika. Finnst fólki í lagi að skikka sína starfsmenn til að vinna 53 stundir á viku eða jafnvel meira? Fyndist þér, kæri sveitarstjórnarmaður, eðlilegt að vera skikkaður til að vera í vinnunni, án þess að fá yfirvinnu borgaða, í 10-11 tíma á dag á móti því að fá lengra sumarfrí? Ég er ekki tilbúin í það, ég vil hafa val um eðlilegan vinnudag. Þar fyrir utan tel ég það mjög ófaglegt fyrir starfið og koma niður á nemendum að vera aðeins að kenna 3/5 hluta ársins. Ég vil taka það fram að ég er nokkuð viss um að þó við kennum meira í hverri viku þá birtist það ekki í meiri þjónustu við hvern nemanda heldur verðum við með fleiri nemendur. Sem sagt nemendur fá minni þjónustu því skólaárið er styttra. Skiptir útkoman hér engu máli? Það má kannski líkja þessu við íþróttaiðkun. Það yrði seint árangur af íþrótt sem væri aðeins stunduð í sjö og hálfan mánuð á ári. Hitt atriðið sem boðið er upp á er taka af álagsgreiðslur fyrir nemendur í hálfu námi. Nemandi í fullu námi fær klukkutíma í einkakennslu á viku. Nemandi í hálfu námi fær hálftíma. Hins vegar er svipaður undirbúningur fyrir báða nemendurna. Þeir spila báðir á nokkrum tónleikum, það eru samskipti við foreldra beggja nemenda, það er gerð einstaklingsnámsskrá fyrir þá báða, það sama má segja um námsmat og umsagnir svo eitthvað sé nefnt. Að mínu mati er hægt að líkja þessu við fundi hjá sveitarstjórnarmönnum. Ef þú kemur tveimur fundum með mismunandi fólki fyrir á klukkutíma er þá sjálfgefið að undirbúningstíminn sé sá sami og ef þú varst á einum fundi í klukkutíma? Nei, líklegra er að undirbúningstíminn sé mun lengri og að eftirfylgni fundanna sé meiri en ef um einn fund hefði verið að ræða. Fyndist þér eðlilegt að þú ynnir undirbúningsvinnuna fyrir annan fundinn launalaust því fundirnir tóku nú bara klukkutíma samanlagt? Við erum ekki að fara fram á að fá tvisvar sinnum meira borgað fyrir undirbúning fyrir nemendurna í hálfu námi en finnst eðlilegt að halda því aukaálagi sem var samið um í síðustu kjarasamningum. Eins og þetta snýr að mér þá finnst mér starfi mínu sýnd lítilsvirðing og með því að setja fram kröfur sem engan vegin er hægt að verða við er heillri starfsstétt haldið í gíslingu. Ég er stolt af því að vera tónlistarkennari og vona að Samband íslenskra sveitarfélaga sjái sóma sinn í að semja við okkur sem fyrst og hlúa þannig að mikilvægum hluta menntakerfis okkar Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Ég er tónlistarskólakennari og er búin að vera í verkfalli í rúmlega tvær vikur. Að mínu mati er löngu komið nóg og ég vil komast aftur í vinnuna. Mér finnst mjög erfitt að vita af nemendum mínum sem eru að missa af mikilvægum tíma í sínu námi og voru komin á gott skrið eftir sumarið. Ég gæti talað um ágæti tónlistarkennslu því það er mjög mikilvægt viðfangsefni sem ég vil endilega ræða. En í staðinn fyrir það ætla ég benda á ákveðin atriði sem snúa beint að kjaradeilunni. Samband íslenskra sveitarfélaga er með jafnlaunastefnu en það virðist enginn vilji vera til að semja við tónlistarskólakennara. Jú, nú segir samninganefnd sveitarfélaga að við getum fengið sambærileg laun við aðra kennara ef við göngumst við kröfum sem eru ekki bjóðandi nokkrum manni. Ég veit ekki einu sinni hvort þær eru löglegar eða komi í veg fyrir að starf mitt verði í samræmi við aðalnámskrá. Sveitarfélögin vilja nefnilega geta einhliða ákveðið fjölda kennsluvikna á ári fyrir tónlistarskólana og þar með vinnustundir í hverri viku. Því styttra sem skólaárið er því lengri er hver vinnuvika. Finnst fólki í lagi að skikka sína starfsmenn til að vinna 53 stundir á viku eða jafnvel meira? Fyndist þér, kæri sveitarstjórnarmaður, eðlilegt að vera skikkaður til að vera í vinnunni, án þess að fá yfirvinnu borgaða, í 10-11 tíma á dag á móti því að fá lengra sumarfrí? Ég er ekki tilbúin í það, ég vil hafa val um eðlilegan vinnudag. Þar fyrir utan tel ég það mjög ófaglegt fyrir starfið og koma niður á nemendum að vera aðeins að kenna 3/5 hluta ársins. Ég vil taka það fram að ég er nokkuð viss um að þó við kennum meira í hverri viku þá birtist það ekki í meiri þjónustu við hvern nemanda heldur verðum við með fleiri nemendur. Sem sagt nemendur fá minni þjónustu því skólaárið er styttra. Skiptir útkoman hér engu máli? Það má kannski líkja þessu við íþróttaiðkun. Það yrði seint árangur af íþrótt sem væri aðeins stunduð í sjö og hálfan mánuð á ári. Hitt atriðið sem boðið er upp á er taka af álagsgreiðslur fyrir nemendur í hálfu námi. Nemandi í fullu námi fær klukkutíma í einkakennslu á viku. Nemandi í hálfu námi fær hálftíma. Hins vegar er svipaður undirbúningur fyrir báða nemendurna. Þeir spila báðir á nokkrum tónleikum, það eru samskipti við foreldra beggja nemenda, það er gerð einstaklingsnámsskrá fyrir þá báða, það sama má segja um námsmat og umsagnir svo eitthvað sé nefnt. Að mínu mati er hægt að líkja þessu við fundi hjá sveitarstjórnarmönnum. Ef þú kemur tveimur fundum með mismunandi fólki fyrir á klukkutíma er þá sjálfgefið að undirbúningstíminn sé sá sami og ef þú varst á einum fundi í klukkutíma? Nei, líklegra er að undirbúningstíminn sé mun lengri og að eftirfylgni fundanna sé meiri en ef um einn fund hefði verið að ræða. Fyndist þér eðlilegt að þú ynnir undirbúningsvinnuna fyrir annan fundinn launalaust því fundirnir tóku nú bara klukkutíma samanlagt? Við erum ekki að fara fram á að fá tvisvar sinnum meira borgað fyrir undirbúning fyrir nemendurna í hálfu námi en finnst eðlilegt að halda því aukaálagi sem var samið um í síðustu kjarasamningum. Eins og þetta snýr að mér þá finnst mér starfi mínu sýnd lítilsvirðing og með því að setja fram kröfur sem engan vegin er hægt að verða við er heillri starfsstétt haldið í gíslingu. Ég er stolt af því að vera tónlistarkennari og vona að Samband íslenskra sveitarfélaga sjái sóma sinn í að semja við okkur sem fyrst og hlúa þannig að mikilvægum hluta menntakerfis okkar Íslendinga.
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun