Jafnréttisráðstefnan í Hörpu: „Þetta háa þátttökugjald er móðgun við jafnréttishugsunina“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. maí 2015 20:15 Geena Davis er á leiðinni til Íslands og mun taka þátt í ráðstefnunni. Herdís gagnrýnir þátttökugjaldið. vísir Dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir, lögfræðingur, segir hátt þátttökugjald á fyrirhugaða jafnréttisráðstefnu í Hörpu vera móðgun við jafnréttishugsjónina og baráttu kvenna fyrir betra samfélagi. 750 evrur kostar á ráðstefnuna en það jafngildir um 109 þúsund íslenskum krónum. Það verð gildir til 15. maí en eftir þann tíma hækkar verðið um 200 evrur og verður því 950 evrur sem jafngildir rétt tæplega 140 þúsund krónum.Sjá einnig: Segir sambærilegar ráðstefnur erlendis mun dýrari „Þetta háa þátttökugjald er móðgun við jafnréttishugsunina. Konur hafa í áratugi, alveg frá því að þær fengu kosningarétt, barist fyrir því að rétta hlut sinn í samfélaginu. Kjör kvenna í íslensku samfélagi í dag eru víða mjög bágborin,“ segir Herdís og bætir við að laun þeirra lægst launuðustu sé tvöfalt ráðstefnugjald. Alþjóðlega ráðstefnan Inspirally WE 2015 verður haldin í Hörpu í sumar í tilefni af því að hundrað ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Herdís hefur mikla reynslu af því að halda ráðstefnur af þessu tagi.Ráðstefnan fer fram dagana 18.-19. júní.Vísir/GVA„Ég hélt svona tengslanetráðstefnur um árabil á Bifröst og áttu þær að vera valdeflandi fyrir konur. Þær fóru fram á árunum 2004-2010 og þær sóttu konur af öllum stigum þjóðfélagsins, af því að ráðstefnugjaldinu var haldið í lágmarki,“ segir Herdís en hún fékk heimsþekkta fyrirlesara á ráðstefnurnar. Hún segir að þær ráðstefnur hafi verið gríðarlega vel sóttar og vakið athygli út fyrir landsteinana.Sjá einnig: Jafnréttisráðstefna í Hörpu: Kostar formúu að sjá Geenu Davis Geena Davis, leikkona og stofnandi The Geena Davis institute og Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins taka þátt í Inspirally WE í Hörpunni í sumar og meðal annarra. „Ef við erum að berjast fyrir bættum kjörum kvenna og auknum jöfnuði þá verðum við að hafa þær sem mest þurfa á því að halda með.“ Herdís segir að þátttökugjaldið á ráðstefnurnar í Háskólanum á Bifröst hafi verið á bilinu 14-16 þúsund krónur. Síðan hafi ráðstefnugestir þurft að greiða fimm þúsund krónur í gistingu á hótelum í Norðurárdal eða í Borgarnesi. Herdís segir nauðsynlegt að skoða upp á hvaða marki hið opinbera komi að ráðstefnunni í Hörpunni. „Hún er kynnt sem liður af aldarafmæli kosningarréttar íslenskra kvenna. Þarna mun núverandi og fyrrverandi ráðherrar tala á tímum þar sem hið háa þátttökugjald er úr öllum takti við kjör almennings í landinu. Fiskverkakonur eru að berjast fyrir lágmarkslaunum sem myndu duga fyrir tveimur miðum á þessa ráðstefnu. Ef þetta er alfarið einkaframtak má einnig spyrja hvort opinberar stofnanir muni greiða þátttökugjöld fyrir starfsfólk sitt til að sitja þessa ráðstefnu.“ Tengdar fréttir Segir sambærilegar ráðstefnur erlendis mun dýrari „Þetta er gríðarlega spennandi mál en WE er alþjóðlegt samtal helstu sérfræðinga um efnahagslegt, viðskiptalegt og samfélagslegt virði til þess að brúa kynjabilið,“ segir Halla Tómasdóttir, ráðstefnustjóri. 4. maí 2015 12:00 Jafnréttisráðstefna í Hörpu: Kostar formúu að sjá Geenu Davis Rúmlega 100 þúsund króna þátttökugjald er á ráðstefnu í Hörpu í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. 3. maí 2015 18:17 Mest lesið Eldgos er hafið Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Innlent Fleiri fréttir Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Eldgos er hafið Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ Sjá meira
Dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir, lögfræðingur, segir hátt þátttökugjald á fyrirhugaða jafnréttisráðstefnu í Hörpu vera móðgun við jafnréttishugsjónina og baráttu kvenna fyrir betra samfélagi. 750 evrur kostar á ráðstefnuna en það jafngildir um 109 þúsund íslenskum krónum. Það verð gildir til 15. maí en eftir þann tíma hækkar verðið um 200 evrur og verður því 950 evrur sem jafngildir rétt tæplega 140 þúsund krónum.Sjá einnig: Segir sambærilegar ráðstefnur erlendis mun dýrari „Þetta háa þátttökugjald er móðgun við jafnréttishugsunina. Konur hafa í áratugi, alveg frá því að þær fengu kosningarétt, barist fyrir því að rétta hlut sinn í samfélaginu. Kjör kvenna í íslensku samfélagi í dag eru víða mjög bágborin,“ segir Herdís og bætir við að laun þeirra lægst launuðustu sé tvöfalt ráðstefnugjald. Alþjóðlega ráðstefnan Inspirally WE 2015 verður haldin í Hörpu í sumar í tilefni af því að hundrað ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Herdís hefur mikla reynslu af því að halda ráðstefnur af þessu tagi.Ráðstefnan fer fram dagana 18.-19. júní.Vísir/GVA„Ég hélt svona tengslanetráðstefnur um árabil á Bifröst og áttu þær að vera valdeflandi fyrir konur. Þær fóru fram á árunum 2004-2010 og þær sóttu konur af öllum stigum þjóðfélagsins, af því að ráðstefnugjaldinu var haldið í lágmarki,“ segir Herdís en hún fékk heimsþekkta fyrirlesara á ráðstefnurnar. Hún segir að þær ráðstefnur hafi verið gríðarlega vel sóttar og vakið athygli út fyrir landsteinana.Sjá einnig: Jafnréttisráðstefna í Hörpu: Kostar formúu að sjá Geenu Davis Geena Davis, leikkona og stofnandi The Geena Davis institute og Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins taka þátt í Inspirally WE í Hörpunni í sumar og meðal annarra. „Ef við erum að berjast fyrir bættum kjörum kvenna og auknum jöfnuði þá verðum við að hafa þær sem mest þurfa á því að halda með.“ Herdís segir að þátttökugjaldið á ráðstefnurnar í Háskólanum á Bifröst hafi verið á bilinu 14-16 þúsund krónur. Síðan hafi ráðstefnugestir þurft að greiða fimm þúsund krónur í gistingu á hótelum í Norðurárdal eða í Borgarnesi. Herdís segir nauðsynlegt að skoða upp á hvaða marki hið opinbera komi að ráðstefnunni í Hörpunni. „Hún er kynnt sem liður af aldarafmæli kosningarréttar íslenskra kvenna. Þarna mun núverandi og fyrrverandi ráðherrar tala á tímum þar sem hið háa þátttökugjald er úr öllum takti við kjör almennings í landinu. Fiskverkakonur eru að berjast fyrir lágmarkslaunum sem myndu duga fyrir tveimur miðum á þessa ráðstefnu. Ef þetta er alfarið einkaframtak má einnig spyrja hvort opinberar stofnanir muni greiða þátttökugjöld fyrir starfsfólk sitt til að sitja þessa ráðstefnu.“
Tengdar fréttir Segir sambærilegar ráðstefnur erlendis mun dýrari „Þetta er gríðarlega spennandi mál en WE er alþjóðlegt samtal helstu sérfræðinga um efnahagslegt, viðskiptalegt og samfélagslegt virði til þess að brúa kynjabilið,“ segir Halla Tómasdóttir, ráðstefnustjóri. 4. maí 2015 12:00 Jafnréttisráðstefna í Hörpu: Kostar formúu að sjá Geenu Davis Rúmlega 100 þúsund króna þátttökugjald er á ráðstefnu í Hörpu í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. 3. maí 2015 18:17 Mest lesið Eldgos er hafið Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Innlent Fleiri fréttir Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Eldgos er hafið Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ Sjá meira
Segir sambærilegar ráðstefnur erlendis mun dýrari „Þetta er gríðarlega spennandi mál en WE er alþjóðlegt samtal helstu sérfræðinga um efnahagslegt, viðskiptalegt og samfélagslegt virði til þess að brúa kynjabilið,“ segir Halla Tómasdóttir, ráðstefnustjóri. 4. maí 2015 12:00
Jafnréttisráðstefna í Hörpu: Kostar formúu að sjá Geenu Davis Rúmlega 100 þúsund króna þátttökugjald er á ráðstefnu í Hörpu í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. 3. maí 2015 18:17