Innlent

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Mynd/Veðurstofa Íslands
Jarðskjálftahrina mældist á Reykjaneshrygg í kvöld og mældist sterkasti skjálftinn um 3,7 á Richterkvarðanum. Evgenia Ilyinskaya, eldfjallasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir slíkar skjáftahrinur algengar, enda sé um að ræða eitt virkasta svæði jarðar.

„Það er ekkert óeðlilegt að fá skjálfta af þessari stærð þarna úti á hrygg." segir Evgenia og bendir á að í byrjun júlí skráði Veðurstofan skjálfta að svipaðri stærð á svipuðum stað. Hún segir að hrinur á borð við þessa standi yfirleitt ekki lengi yfir. „Ég held það sé eðlilegt að fá bara tvo til fjóra stóra skjálfta og svo bara litla skjálfta á eftir þeim."

Hún segir skjálfra á þessu svæði ekki endilega benda til gosóróa á svæðinu, enda sé um eitt virkasta svæði jarðar að ræða, þar sem plötur eru að fara í sundur, „það er alltaf eitthvað að brotna þarna niðri."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×