Innlent

Játar að hafa verið í skart­gripa­versluninni en segir lýsingu í á­kæru ranga

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Axel Karl leiddur fyrir dómara árið 2005 þegar hann var ákærður fyrir að ræna starfsmanni Bónus á Seltjarnarnesi.
Axel Karl leiddur fyrir dómara árið 2005 þegar hann var ákærður fyrir að ræna starfsmanni Bónus á Seltjarnarnesi. Vísir/GVA
Mál gegn þremur mönnum sem ákærðir eru fyrir aðild sína að skartgriparán í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði þann 22. október síðastliðinn var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Mennirnir, þeir Axel Karl Gíslason, Ásgeir Heiðar Stefánsson og Mikael Már Pálsson, eiga allir langan sakaferil að baki.

Tveir þeirra, þeir Axel Karl og Mikael Már, mættu við þingfestinguna í morgun og tóku afstöðu til sakarefnanna. Ásgeir Heiðar mætti ekki sökum veikinda en fyrirtaka verður í málinu í næstu viku og mun hann þá taka afstöðu til málsins.

Axel Karl, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í rúma þrjá mánuði vegna málsins, gekkst við því við þingfestinguna að hafa verið í versluninni þegar ránið á að hafa verið framið en sagði lýsingu í ákærulið eitt, þar sem ráninu er lýst, vera ranga.

Hann neitaði sök í öðrum ákæruliðum en hann er meðal annars ákærður fyrir tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar þar sem hann á að hafa skotið úr loftbyssu á nokkra lögreglumenn. Þá er Axel Karl einnig ákærður fyrir annað skartgriparán í Gullsmiðjunni sem hann á að hafa framið þann 26. september í fyrra og tekið þaðan verðmæti fyrir 1,1 milljón króna.

Mikael Már neitaði því að hafa skipulagt ránið í Gullsmiðjuna í október og að hafa tekið við þýfinu frá þeim Axeli og Ásgeiri gegn greiðslu með reiðufé og fíkniefnum. Hann var á reynslulausn þegar hann á að hafa tekið þátt í ráninu og úrskurðaði Hæstiréttur í janúar að hann skyldi afplána 240 daga efstistöðvar af tveggja og hálfs árs dómi sem hann hlaut í mars árið 2014.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×