Lífið

Jennifer Aniston á leið upp að altarinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jennifer Aniston ætlar að gifta sig að nýju.
Jennifer Aniston ætlar að gifta sig að nýju.
Leikkonan vinsæla Jennifer Aniston, er á leiðinni í hnapphelduna að nýju. Slúðurtímaritið People greindi frá því í morgun að unnusti hennar, Justin Theroux, hefði beðið hennar á afmæli sínu á föstudaginn. Þetta hafa talsmenn parsins staðfest vð tímaritið. Þau Justin og Jennifer hafi þekkst um árabil en samband þeirra varð nánara fyrir ári síðan þegar þau unnu saman að gamanmyndinni Wanderlust. Þetta er annað hjónaband Jennifer, en hún var gift leikaranum Brad Pitt um árabil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.