Enskir miðlar hafa greint frá því í kvöld að Joe Cole, miðjumaður Liverpool, sé um það bil að ganga frá eins árs lánsamningi við franska liðið Lille. Queens Park Rangers og Tottenham Hotspur höfðu bæði áhuga á Cole en nú lítur fyrir að hann endi í frönsku deildinni.
Joe Cole er 29 ára gamall og kom til Liverpool fyrir síðasta tímabil. Hann hefur aðeins verið ellefu sinnum í byrjunarliði Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og Kenny Dalglish hefur að því virðist enga trú á honum.
Dalglish hefur líka keypt miðjumennina Jordan Henderson, Charlie Adam og Stewart Downing í sumar og því er ekkert pláss lengur fyrir Cole í leikmannahópi Liverpool.
Lille var að reyna að fá til sín Kóreumanninn Chu Young Park en eftir að hann fór til Arsenal þá snéru Frakkarnir sér að Joe Cole sem gerði garðinn frægastann hjá Chelsea á sínum tíma.
Joe Cole mun því spila í Meistaradeildinni í vetur ólíkt félögum sínum í Liverpool-liðinu. Lille varð franskur meistari á síðustu leiktíð og er í riðli með CSKA Moskvu, Inter Milan og Trabzonspor í Meistaradeildinni sem hefst í næsta mánuði.
Joe Cole spilar í Meistaradeildinni í vetur - lánaður til Lille
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti




Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn

Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn



„Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“
Íslenski boltinn