Innlent

Jóhanna: Ríkisstjórnin einhuga um friðlýsingu Gjástykkis

Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna. Jóhanna segir ríkisstjórnina einhuga þegar kemur að friðlýsingu Gjástykkis.
Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna. Jóhanna segir ríkisstjórnina einhuga þegar kemur að friðlýsingu Gjástykkis. Mynd/Anton Brink
„Ríkisstjórnin er einhuga í því að vinna að friðlýsingu Gjástykkis í samræmi við samþykkt hennar þar um, snemma á síðasta ári," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.

Orkustofnun veitti í fyrradag Landsvirkjun leyfi til rannsóknarborana í Gjástykki í Þingeyjarsýslum, í andstöðu við vilja umhverfisráðherra, Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar, en með stuðningi sveitarfélaga og landeigenda. Jóhanna segir á samskiptavefnum Facebook að leyfi Orkustofnunar hafi engin áhrif á stefnu ríkisstjórnarinnar.

„Nýsamþykkt leyfi Orkustofnunar til rannsókna á svæðinu mun í engu breyta þeim áformum ríkisstjórnarinnar og áfram verður unnið að friðlýsingunni í samvinnu við heimamenn og hagsmunaaðila," segir Jóhanna.

Gjástykki er eitt af fjórum háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum sem verið hafa til skoðunar vegna orkuöflunar fyrir stóriðju í héraðinu en hin eru Þeistareykir, Krafla og Bjarnarflag.

Landsvirkjun hugðist hefja boranir í Gjástykki í sumar, í samræmi við rannsóknarleyfi Orkustofnunar en líkt og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær hefur fyrirækið nú ákveðið að halda að sér höndum. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði það yfirlýsta stefnu fyrirtækisins að vinna í sátt við stjórnvöld. Á meðan verði ekki lagt út í umtalsverðar fjárfestingar á svæðinu.




Tengdar fréttir

Íslandshreyfingin mótmælir harðlega tilraunaborunum

Stjórn Íslandshreyfingarinnar mótmælir harðlega áformum um að fara með bora og stórvirk tæki inn í Gjástykki og eyða mörg hundruðum milljóna króna í tilraunaboranir þar með tilheyrandi óafturkræfum umhverfisspjöllum í ályktun sem þeim sendu á fjölmiðla í nafni Íslandshreyfingarinnar.

Landsvirkjun bíður með boranir í Gjástykki

Iðnaðarráðherra segir ríkisstjórnina einhuga um að friðlýsa Gjástykki. Heimamenn benda á að fyrir liggi staðfest skipulag um að svæðið verði tekið undir orkuvinnslu. Landsvirkjun hugðist hefja boranir þar í sumar, í samræmi við rannsóknarleyfi sem Orkustofnun veitti í gær, en hefur nú ákveðið að halda að sér höndum.

Segir tilgang friðlýsingar Gjástykkis að draga úr líkum á álveri

Oddviti sjálfstæðismanna í Norðurþingi segir tilgang ríkisstjórnarinnar með friðlýsingu Gjástykkis að minnka möguleika á byggingu álvers í Þingeyjarsýslum. Hann segir eðlilegt að sveitarfélögin taki við rannsóknarleyfinu af Landsvirkjun og láti hefja boranir strax í sumar.

Landsvirkjun fær leyfi til borana í Gjástykki

Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun leyfi til rannsóknarborana í Gjástykki í Þingeyjarsýslum, í andstöðu við vilja umhverfisráðherra, Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar, en með stuðningi sveitarfélaga og landeigenda.

Ákvörðun Orkustofnunar stóralvarleg

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir að það sé stóralvarlegt mál að Orkustofnun ákveði að hundsa andmæli sín og tveggja virtra stofnana á sviði náttúruverndar. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun leyfi til rannsóknarborana í Gjástykki í Þingeyjarsýslum, í andstöðu við vilja umhverfisráðherra, Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar. Hins vegar nýtur ákvörðunin stuðnings sveitarfélaga og landeigenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×