Innlent

Jóhanna bauð Obama til Íslands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur með formlegum hætti boðið forseta Bandaríkjanna, Barack Obama að sækja Ísland heim til að efla enn frekar góð samskipti landanna.

Jóhanna Sigurðardóttir hitti Barack Obama og Michelle konu hans í móttöku Bandaríkjaforseta fyrir þjóðarleiðtoga, sem haldin var í síðustu viku í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og leiðtogafund þess um þúsaldarmarkmiðin. Í móttökunni áréttaði forsætisráðherra boð sitt við Bandaríkjaforseta.

Össur Skarphéðinsson hafði áður boðið Obama að koma til Íslands eftir að þeir hittust á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í apríl í fyrra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×