Innlent

Jóhanna segir þjóðstjórn ekki í myndinni

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að þjóðstjórn sé ekki lausn á þeim vanda sem nú er glímt við. Fyrsta markmiðið er að mati hennar að ná einhverskonar sátt og samstöðu um leiðir til þess að ná utan um skuldavanda heimilanna.

Ríkisstjórnin fundaði í tæpa þrjá tíma í morgun og að loknum fundinum tóku þau Jóhanna, Steingrímur J. Sigfússon og Árni Páll Árnason. Þar kom fram í máli forsætisráðherra að hún ætlar að funda með fimm ráðherrum til þess að finna lausnir á skuldavanda heimilanna. Síðar í dag ætlar forsætisráðherra að funda með leiðtogum stjórnarandstöðunnar um vandann klukkan fjögur á Alþingi.

Jóhanna sagði aðspurð að þjóðstjórn sé ekki lausn á vandanum heldur væri fyrsta markmiðið að ná einhverskonar sátt og samstöðu um leiðir til þess að ná utanum skuldavanda heimilanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×