Jóhanna vísar á bug að hafa brotið jafnréttislög 23. mars 2011 11:43 Forsætisráðuneytið segir að Anna Kristín hafi verið metin Mynd úr safni / GVA Forsætisráðuneytið telur að faglega hafi verið staðið að undirbúningi og skipun Arnars Þórs Mássonar sem skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í ráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ráðuneytið hefur sent frá sér. Kærunefnd jafnréttismála komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hún skipaði Arnar í stöðuna. Anna Kristín Ólafsdóttir taldi að á sér hefði verið brotið þegar Arnar var tekinn fram yfir hana. Kærunefndin tekur undir með Önnu Kristínu en ráðuneytið er ósammála því mati. „Ráðuneytið vann málið út frá þeirri grundvallarforsendu að skylt sé að ráða hæfasta umsækjandann og að ekki kæmi til greina að víkja frá skýrri niðurstöðu í ráðningarferli sem væri í mjög föstum skorðum," segir í tilkynningunni. Þá er tekið fram að ekki reyni á ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna nema talið sé að tveir umsækjendur af sitt hvoru kyninu séu jafn hæfir. Að mati ráðuneytisins var hins vegar ekki svo í þessu tilviki. „Í þessu sambandi skal bent á að kærandi var fimmti í röð í hæfnismati eftir tvær umferðir viðtala við umsækjendur," segir í tilkynningu ráðuneytisins. Ennfremur er bent á að einu afskipti Jóhönnu við undirbúning skipunar var að leggja áherslu á að hæfasti umsækjandinn væri skipaður og sérstaklega væri að því gætt að jafnréttislög væru í alla staði virt. Forsætisráðuneytið hefur þegar farið yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála og málið í heild með ríkislögmanni og mun fara ítarlega yfir það með honum og fleiri aðilum og bjóða kæranda til fundar um málið svo fljótt sem kostur er til þess að fara yfir það. Tengdar fréttir Jóhanna braut jafnréttislög við skipan í embætti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra braut gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla við skipan í embætti skrifstofustjóra á skrifstoftu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. 22. mars 2011 23:11 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Forsætisráðuneytið telur að faglega hafi verið staðið að undirbúningi og skipun Arnars Þórs Mássonar sem skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í ráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ráðuneytið hefur sent frá sér. Kærunefnd jafnréttismála komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hún skipaði Arnar í stöðuna. Anna Kristín Ólafsdóttir taldi að á sér hefði verið brotið þegar Arnar var tekinn fram yfir hana. Kærunefndin tekur undir með Önnu Kristínu en ráðuneytið er ósammála því mati. „Ráðuneytið vann málið út frá þeirri grundvallarforsendu að skylt sé að ráða hæfasta umsækjandann og að ekki kæmi til greina að víkja frá skýrri niðurstöðu í ráðningarferli sem væri í mjög föstum skorðum," segir í tilkynningunni. Þá er tekið fram að ekki reyni á ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna nema talið sé að tveir umsækjendur af sitt hvoru kyninu séu jafn hæfir. Að mati ráðuneytisins var hins vegar ekki svo í þessu tilviki. „Í þessu sambandi skal bent á að kærandi var fimmti í röð í hæfnismati eftir tvær umferðir viðtala við umsækjendur," segir í tilkynningu ráðuneytisins. Ennfremur er bent á að einu afskipti Jóhönnu við undirbúning skipunar var að leggja áherslu á að hæfasti umsækjandinn væri skipaður og sérstaklega væri að því gætt að jafnréttislög væru í alla staði virt. Forsætisráðuneytið hefur þegar farið yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála og málið í heild með ríkislögmanni og mun fara ítarlega yfir það með honum og fleiri aðilum og bjóða kæranda til fundar um málið svo fljótt sem kostur er til þess að fara yfir það.
Tengdar fréttir Jóhanna braut jafnréttislög við skipan í embætti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra braut gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla við skipan í embætti skrifstofustjóra á skrifstoftu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. 22. mars 2011 23:11 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Jóhanna braut jafnréttislög við skipan í embætti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra braut gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla við skipan í embætti skrifstofustjóra á skrifstoftu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu. 22. mars 2011 23:11