Lífið

Jökull í Kaleo er ekki á facebook

Marín Manda skrifar
Jökull Júlíusson
Jökull Júlíusson
Nafn? Jökull Júlíusson

Aldur? 23

Starf? Tónlistarmaður (í hljómsveitinni Kaleo)

Hvern faðmaðir þú síðast? Mína yndislegu móður.

En kysstir? Ég kyssti kærustuna mína.

Hver kom þér síðast á óvart og hvernig?

Þegar Danni bassaleikari mætti rakaður í morgun. Hann var búinn að heita því að raka ekki af sér skeggið (glerkuntuhýjunginn) út árið.

Hvaða galla í eigin fari ertu búinn að umbera allt of lengi? Líklega er það óþolinmæði, hún hjálpar víst ekki.

Ertu hörundsár? Já, líklega innst inn við beinið.

Dansarðu þegar enginn sér til? Nei.

Hvenær gerðirðu þig síðast að fífli og hvernig?

Ég virðist oft lenda í því að heilsa fólki sem tekur ekki eftir því og stend eins og fífl með útrétta höndina óþægilega lengi. Þetta veldur kjánalegri vanlíðan bæði hjá mér og viðstöddum sem taka eftir þessu.

Hringirðu stundum í vælubílinn? Já, einu sinni eða tvisvar.



Tekurðu strætó?
Já, en ekki nógu og oft.

Hvað eyðirðu miklum tíma á Facebook á dag? Ég er ekki persónulega á Facebook en hljómsveitin er með síðu og við reynum að vera virkir þar.



Ferðu hjá þér þegar þú hittir fræga eða heilsarðu þeim?

Ætli ég heilsi ekki án þess að fólk heyri það eða taki eftir því og fari þá hjá mér.

Lumarðu á einhverju sem fáir vinir þínir vita um þig? Ég tala dönsku reiprennandi.

Hvað ætlarðu alls ekki að gera um helgina? Verða mér til skammar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.