Innlent

Jökull sá jökulinn loga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þvílíkt útsýni.
Þvílíkt útsýni. Mynd/Hilmar Þór
Óhætt er að segja að útsýnið hafi verið sérstaklega fallegt í kvöld frá höfuðborginni yfir á Snæfellsnes en ekki er víst að allir hafi áttað sig á því. Sólsetrið var hreint út sagt stórkostlegt og náði Hilmar Þór Guðmundsson, ljósmyndari og Vesturbæingur, frábærum myndum við Gróttu.

„Dóttir mín Auður Ísold átti hugmyndina að þessu,“ segir Hilmar Þór í samtali við Vísi. Hin ellefu ára gamla Auður Ísold dreif föður sinn og átta ára bróður, Jökul Þór, út til að njóta útsýnisins og þeir sáu svo sannarlega ekki eftir því. Það gera væntanlega lesendur Vísis ekki heldur sem fá að njóta góðs af myndunum sem Hilmar Þór tók.

Reyndar var Jökull Þór ekkert rosalega spenntur fyrir hugmynd systurinnar að sögn Hilmars en það átti eftir að breytast þegar hann sá nafna sinn Snæfellsjökul loga. 

Myndirnar hans Hilmars Þórs frá því í kvöld má sjá hér að neðan.



Mynd/Hilmar Þór
Mynd/Hilmar Þór
Mynd/Hilmar Þór
Mynd/Hilmar Þór
Mynd/Hilmar Þór
Mynd/Hilmar Þór
Mynd/Hilmar Þór
Mynd/Hilmar Þór

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×