Jólabarn: Óttaðist að fæða í bílnum Hrund Þórsdóttir skrifar 25. desember 2013 19:15 Átta jólabörn komu í heiminn á Landspítalanum í ár, fimm í Hreiðrinu og þrjú á fæðingardeildinni. Legið var í hverju rúmi í morgun en um hádegi var farið að róast enda allir spnenntir að komast heim sem fyrst. „Það var mjög góð stemmning hérna í gærkvöldi, ég var að vinna hérna þá frá hálf fjögur til hálf átta,“ segir Ósk Geirsdóttir, ljósmóðir í Hreiðrinu. „Þá var fólk auðvitað að drífa sig heim, þeir sem gátu, en aðrir voru hérna hjá okkur og fengu góðan mat, gos og kökur og nammi. Það er reynt að gera þetta hátíðlegt eins og ef maður væri heima hjá sér.“ Stella Vattnes Þorbergsdóttir fékk hríðir um klukkan fjögur í gær. „Og þar sem ég á einn þriggja ára og einn fimm ára son gat ég ekki hugsað mér að fara upp á spítala strax, þannig að ég ákvað að klára jólin með þeim áður en ég færi upp eftir. Þetta var dálítið erfitt á köflum, að borða jólamatinn og allt sem því fylgir, en það var klárað. Hamborgarhryggurinn var borðaður og pakkarnir opnaðir,“ segir hún brosandi. Þriðji sonurinn kom í heiminn klukkan hálfníu og Herdís Vattnes, systir Stellu, var viðstödd. „Síðan bara missti hún vatnið rétt eftir að við höfðum opnað síðasta pakkann. Þá var bara brunað af stað, maðurinn minn keyrði okkur og við héldum jafnvel að hún myndi eiga í bílnum og ætluðum ekki að koma henni út úr honum. En svo komumst við á fæðingardeildina og hann kom bara í heiminn fimmtán mínútum seinna. Rosa sætur og hress,“ segir Herdís. Svo þessi jól munu standa upp úr í minningunni? „Já, þetta eru flottustu jólin og flottasti jólapakkinn finnst mér.“ Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Sjá meira
Átta jólabörn komu í heiminn á Landspítalanum í ár, fimm í Hreiðrinu og þrjú á fæðingardeildinni. Legið var í hverju rúmi í morgun en um hádegi var farið að róast enda allir spnenntir að komast heim sem fyrst. „Það var mjög góð stemmning hérna í gærkvöldi, ég var að vinna hérna þá frá hálf fjögur til hálf átta,“ segir Ósk Geirsdóttir, ljósmóðir í Hreiðrinu. „Þá var fólk auðvitað að drífa sig heim, þeir sem gátu, en aðrir voru hérna hjá okkur og fengu góðan mat, gos og kökur og nammi. Það er reynt að gera þetta hátíðlegt eins og ef maður væri heima hjá sér.“ Stella Vattnes Þorbergsdóttir fékk hríðir um klukkan fjögur í gær. „Og þar sem ég á einn þriggja ára og einn fimm ára son gat ég ekki hugsað mér að fara upp á spítala strax, þannig að ég ákvað að klára jólin með þeim áður en ég færi upp eftir. Þetta var dálítið erfitt á köflum, að borða jólamatinn og allt sem því fylgir, en það var klárað. Hamborgarhryggurinn var borðaður og pakkarnir opnaðir,“ segir hún brosandi. Þriðji sonurinn kom í heiminn klukkan hálfníu og Herdís Vattnes, systir Stellu, var viðstödd. „Síðan bara missti hún vatnið rétt eftir að við höfðum opnað síðasta pakkann. Þá var bara brunað af stað, maðurinn minn keyrði okkur og við héldum jafnvel að hún myndi eiga í bílnum og ætluðum ekki að koma henni út úr honum. En svo komumst við á fæðingardeildina og hann kom bara í heiminn fimmtán mínútum seinna. Rosa sætur og hress,“ segir Herdís. Svo þessi jól munu standa upp úr í minningunni? „Já, þetta eru flottustu jólin og flottasti jólapakkinn finnst mér.“
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Sjá meira