Innlent

Jólabjórinn flæðir ofan í landsmenn - Yfir 100 þúsund lítrar á þremur dögum

Sala á jólabjór fór vel af stað fyrstu söludagana en þessi eftirsótti bjór kom í verslanir á fimmtudaginn í síðustu viku. Alls seldust 105 þúsund lítrar fyrstu þrjá dagana, þ.e. frá fimmtudegi til laugardags. Þetta er töluvert meiri sala en á sama tímabili í fyrra.

Neytendur virðast vera íhaldssamir þegar kemur að jólabjórnum því mest seldu tegundirnar voru þær sömu og fyrstu dagana í fyrra. Mest seldist af Tuborg Christmas Brew, svo Víking jólabjór og svo Kalda jólabjórnum.

Alls nam sala á jólabjór 330 þúsund lítrum árið 2010, og í fyrra seldust um 460 þúsund lítrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×