Viðskipti innlent

Jón Ásgeir, Tryggvi og Kristín sakfelld

Jón Ásgeir Jóhannesson sést hér ásamt lögmanni sínum, Gesti Jónssyni, í dómsal.
Jón Ásgeir Jóhannesson sést hér ásamt lögmanni sínum, Gesti Jónssyni, í dómsal.
Jón Ásgeir Jóhannesson, Kristín Jóhannesdóttir og Tryggvi Jónsson hafa verið dæmd sek um brot á lögum, í tengslum við skattahluta Baugsmálsins, en skilorðsbundinni refsingu er frestað í eitt ár. Dómur þess efnis féll í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 14:00 í dag en þau voru ekki viðstödd dómsuppkvaðningu.

Í málinu voru Jón Ásgeir, Tryggvi og Kristín ákærð fyrir skattalagabrot, persónulega og í rekstri fyrirtækja. Ákæran beindist einnig að fyrirtækinu Gaumi, fjölskyldufyrirtæki Jóns Ásgeirs og Kristínar systur hans.

Ríkið greiði helming málsvarnarlauna

„Ákærunni í málinu fylgja skjöl í þúsundatali en ákæruvaldið hefur einungis stuðst við lítið brot af þeim við sönnunarfærslu í málinu," segir í niðurstöðu dómsins. „Var augljóslega ekki hugað að því að fjarlægja óþörf skjöl úr rannsókninni þegar ákæra var ráðin," segir dómarinn ennfremur en það er að hans mati andstætt lögum um meðferð sakamála.

„Þá er skjalaskráin, sem fylgir gögnunum óaðgengileg og nærri ónothæf sem efnisyfirlit."

Dómurinn segir að þetta hafi valdið dómendum og verjendum umtalsverðri fyrirhöfn og töfum allt frá því fyrst var farið að fjalla um málið árið 2009. Dómurinn komst því að þeirri niðurstöðu að málsvarnarlaun verjenda þremenninganna skyldu greiðast að hálfu leyti af ríkissjóði og að hálfu af ákærðu. Málsvarnarlaunin eru tæpar átján milljónir króna.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×