Jón Ásgeir Jóhannesson: Missti sjónar á góðum gildum Jón Ásgeir Jóhannesson skrifar 22. apríl 2010 11:36 Ekki varð annað séð en að umhverfi og aðstæður í viðskiptalífinu, sem mótuðu mína kynslóð, fælu í sér mikil tækifæri með vaxandi frjálsræði og opnun heima fyrir og samtímis með nýjar og jákvæðar forsendur fyrir þátttöku í viðskiptum á alþjóðavettvangi. Vextir á heimsvísu voru um skeið mjög lágir og aðgangur að lánsfé auðveldur. En ekki er allt sem sýnist. Í þessu umhverfi áformaði ég á sínum tíma að byggja upp fyrirtæki sem ég gæti verið stoltur af og sem gæti látið gott af sér leiða fyrir samfélag okkar. Sumt tókst. Annað ekki. Í tólf ár vann ég ásamt frábæru samstarfsfólki, dag og nótt, að því að byggja fyrirtækið upp og efla það. Nú er sú starfsemi ekki lengur í mínum höndum. Ég fór of geyst og færðist of mikið í fang á of skömmum tíma. Ég sé skýrt eigin yfirsjónir og dreg enga fjöður yfir þær þótt þungbærar séu. Djúp kreppa afhjúpaði ríkjandi aðferða- og hugmyndafræði og stefna í fjármála- og viðskiptaheiminum var að stórum hluta byggð á vanhugsuðum kennisetningum og óraunhæfum forsendum, og þá þegar á alvarlegum villigötum og dæmd til að hrynja innan tíðar eins og á daginn kom. Það blasir nú við í bakspeglinum. Rekstur gat um sinn haldist í járnum á yfirborðinu, eignir hækkað í verði og þannig þanið út efnahagsreikninginn - en án raunverulegrar verðmætasköpunar. Sú sápukúla sprakk með eftirminnilegum hætti. Haustið 2008 brast á í heiminum fjármálaofviðri, sem feykti um koll hinu útbólgna kerfi sem hrundi eins og spilaborg. Tími sjálfsblekkinga og draumóra var að renna út. Fyrirtæki sem ég tengdist töpuðu miklu, en hurfu ekki til fulls af vettvangi. Eignir sem Baugur og tengdir aðilar áttu eru enn að greiða upp í skuldir og skapa verðmæti fyrir veðhafa Baugs. Nefna má hér House of Fraser, Iceland Foods, Goldsmith, Hamleys, Karen Millen, All Saints, Magasin, Haga og fleiri. Allt þetta breytir hins vegar engu um það, að ég hefði átt að draga miklu hraðar saman seglin er óveðursskýin hrönnuðust upp síðari hluta ársins 2007. Verstu mistökin voru fjárfesting Baugs Group í desember það ár í FL Group, sem aftur átti hlutafé í Glitni banka. Þar réðist Baugur í illilega misheppnaða björgunaraðgerð sem að endingu bar fyrirtækið ofurliði. Í septemberlok haustið 2008 var hlutaféð orðið verðlaust. En þessi grein er ekki skrifuð með það fyrir augum að tíunda í smáatriðum neinar útskýringar, rök eða afsakanir mér til málsbóta, né varpa sök og ábyrgð á aðra. Markmið hennar er af öðrum toga eins og ég vona að mér auðnist að gera lesendum ljóst. Fyrstur manna skal ég sjálfur viðurkenna, hversu margt mátti betur fara í þessu ferli. Í von um að geta bjargað fyrirtækjunum lagði ég allt undir í tilraunum sem þó reyndust alls ófullnægjandi, og ég sé glöggt að ég missti iðulega sjónar á góðum gildum og mörgu því sem mestu skiptir í lífinu. Því verður ekki með orðum lýst, hvernig mér líður vegna mistaka minna og afleiðinga þeirra. Þær yfirsjónir verða ekki aftur teknar. Við það verð ég að lifa. Fjármuni í felum á aflandseyjum á ég enga. En ég heiti íslensku þjóðinni því að gera allt sem í mínu valdi stendur til að bæta fyrir mistök mín og leggja mitt af mörkum til að byggja Ísland upp að nýju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Ekki varð annað séð en að umhverfi og aðstæður í viðskiptalífinu, sem mótuðu mína kynslóð, fælu í sér mikil tækifæri með vaxandi frjálsræði og opnun heima fyrir og samtímis með nýjar og jákvæðar forsendur fyrir þátttöku í viðskiptum á alþjóðavettvangi. Vextir á heimsvísu voru um skeið mjög lágir og aðgangur að lánsfé auðveldur. En ekki er allt sem sýnist. Í þessu umhverfi áformaði ég á sínum tíma að byggja upp fyrirtæki sem ég gæti verið stoltur af og sem gæti látið gott af sér leiða fyrir samfélag okkar. Sumt tókst. Annað ekki. Í tólf ár vann ég ásamt frábæru samstarfsfólki, dag og nótt, að því að byggja fyrirtækið upp og efla það. Nú er sú starfsemi ekki lengur í mínum höndum. Ég fór of geyst og færðist of mikið í fang á of skömmum tíma. Ég sé skýrt eigin yfirsjónir og dreg enga fjöður yfir þær þótt þungbærar séu. Djúp kreppa afhjúpaði ríkjandi aðferða- og hugmyndafræði og stefna í fjármála- og viðskiptaheiminum var að stórum hluta byggð á vanhugsuðum kennisetningum og óraunhæfum forsendum, og þá þegar á alvarlegum villigötum og dæmd til að hrynja innan tíðar eins og á daginn kom. Það blasir nú við í bakspeglinum. Rekstur gat um sinn haldist í járnum á yfirborðinu, eignir hækkað í verði og þannig þanið út efnahagsreikninginn - en án raunverulegrar verðmætasköpunar. Sú sápukúla sprakk með eftirminnilegum hætti. Haustið 2008 brast á í heiminum fjármálaofviðri, sem feykti um koll hinu útbólgna kerfi sem hrundi eins og spilaborg. Tími sjálfsblekkinga og draumóra var að renna út. Fyrirtæki sem ég tengdist töpuðu miklu, en hurfu ekki til fulls af vettvangi. Eignir sem Baugur og tengdir aðilar áttu eru enn að greiða upp í skuldir og skapa verðmæti fyrir veðhafa Baugs. Nefna má hér House of Fraser, Iceland Foods, Goldsmith, Hamleys, Karen Millen, All Saints, Magasin, Haga og fleiri. Allt þetta breytir hins vegar engu um það, að ég hefði átt að draga miklu hraðar saman seglin er óveðursskýin hrönnuðust upp síðari hluta ársins 2007. Verstu mistökin voru fjárfesting Baugs Group í desember það ár í FL Group, sem aftur átti hlutafé í Glitni banka. Þar réðist Baugur í illilega misheppnaða björgunaraðgerð sem að endingu bar fyrirtækið ofurliði. Í septemberlok haustið 2008 var hlutaféð orðið verðlaust. En þessi grein er ekki skrifuð með það fyrir augum að tíunda í smáatriðum neinar útskýringar, rök eða afsakanir mér til málsbóta, né varpa sök og ábyrgð á aðra. Markmið hennar er af öðrum toga eins og ég vona að mér auðnist að gera lesendum ljóst. Fyrstur manna skal ég sjálfur viðurkenna, hversu margt mátti betur fara í þessu ferli. Í von um að geta bjargað fyrirtækjunum lagði ég allt undir í tilraunum sem þó reyndust alls ófullnægjandi, og ég sé glöggt að ég missti iðulega sjónar á góðum gildum og mörgu því sem mestu skiptir í lífinu. Því verður ekki með orðum lýst, hvernig mér líður vegna mistaka minna og afleiðinga þeirra. Þær yfirsjónir verða ekki aftur teknar. Við það verð ég að lifa. Fjármuni í felum á aflandseyjum á ég enga. En ég heiti íslensku þjóðinni því að gera allt sem í mínu valdi stendur til að bæta fyrir mistök mín og leggja mitt af mörkum til að byggja Ísland upp að nýju.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar