Jón Ásgeir segist hafa boðið Arion banka að greiða allar skuldir 12. febrúar 2011 14:27 Jón Ásgeir Jóhannesson stofnaði Bónus ásamt föður sínum í Reykjavík árið 1989. Jón Ásgeir Jóhannesson sem ásamt fjölskyldu sinni átti félagið 1998 ehf., móðurfélag Haga, segist hafa boðið Arion banka að greiða stóra eingreiðslu inn á skuldir móðurfélagsins og afganginn á sjö árum með 2 prósenta vöxtum. Bankinn hafi hafnað því. Hann segist óska nýjum eigendum Haga velfarnaðar og góðs gengis. Arion banki gekk í gær frá sölu á 34 prósenta hlut í Högum til hóps fagfjárfesta, en í hópnum eru Friðrik Hallbjörn Karlsson og Árni Hauksson, Tryggingamiðstöðin, Sigurbjörn Þorkelsson og Gildi lífeyrissjóður. Fram hefur komið að Arion banki þarf nú að afskrifa 35 milljarða króna vegna niðurfærslu á lánum til félagsins 1998 ehf. en félagið keypti Haga út úr Baugi Group sumarið 2008 á rúmlega 30 milljarða króna. Einkahlutafélögin Gaumur, sem er í eigu Jóns Ásgeirs og fjölskyldu, ISP, sem er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur og Bague SA, sem er í eigu Hreins Loftssonar, eru í ábyrgðum fyrir lánum til félagsins 1998 ehf., en félögin eru flest eignalítil eða eignalaus og því eru ekki til fjármunir til að mæta skuldbindingum 1998 ehf. Segir stjórnendur Arion hafa mælt með tilboði fjölskyldunnar Jón Ásgeir Jóhannesson segir að fyrrverandi eigendur Haga, þeir sem standa að 1998 ehf., hafi boðist til að greiða skuldir móðurfélagsins og afganginn með 2 prósenta vöxtum á sjö árum. „Haustið 2009 buðumst við til að greiða allar skuldir Haga og móðurfélagsins til baka á 7 árum, en því var hafnað . Í byrjun árs 2010 lögðum við fram tilboð í 51 prósents hlut ásamt stjórnendum og erlendum fjárfestum upp á rúmlega 10 milljarða króna. Því var hafnað af stjórn Arion banka þrátt fyrir að stjórnendur bankans hefðu mælt með því að tilboðinu yrði tekið," segir Jón Ásgeir Jóhannesson í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, en bankastjóri Arion banka þá var Finnur Sveinbjörnsson. Jóhannes Jónsson Tilgangurinn að koma stofnendum Bónuss frá Högum Jón Ásgeir segir að svo virðist sem Arion banki hafi ekki lagt áherslu á að fá lán sín endurheimt. „Það verður að fara varlega í að ætla tap Arion banka vegna Haga. Arion banki á enn meirihluta í Högum og ekki útilokað að sá hlutur verði seldur á sömu kostakjörum og 34 prósenta hluturinn sem var seldur í gær. Svo virðist sem peningar hafi ekki haft forgang hjá Arion mönnum heldur virðist forgangsröðunin hafa verið að koma stofnendum Bónus út úr Högum. Ég vil hins vegar óska nýjum eigendum Haga til hamingju með kaupin góðu. Hagar er mjög gott fyrirtæki skipað frábæru starfsfólki og ég vona svo sannarlega að að þeir standi við þau gildi sem Bónus hefur staðið fyrir í þau 20 ár frá því við stofnuðum félagið; að bjóða alltaf lægsta verð á matvöru á hverjum tíma," segir Jón Ásgeir Jóhannesson. „Arion banki fór þá leið sem hann taldi skila bankanum mestum endurheimtum,“ segir Iða Brá Benediktsdóttir, talsmaður Arion banka. Hún segir að bankinn muni ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Tengdar fréttir Kaupa þriðjungshlut í Högum Arion banki hefur selt dreifðum hópi lífeyrissjóða og öðrum fjárfestum 34% hlut í Högum ásamt kauprétti að 10% viðbótarhlut. Kaupverð er 4,1 milljarður. Skráning í kauphöll er fyrirhuguð síðar á árinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 11. febrúar 2011 20:55 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson sem ásamt fjölskyldu sinni átti félagið 1998 ehf., móðurfélag Haga, segist hafa boðið Arion banka að greiða stóra eingreiðslu inn á skuldir móðurfélagsins og afganginn á sjö árum með 2 prósenta vöxtum. Bankinn hafi hafnað því. Hann segist óska nýjum eigendum Haga velfarnaðar og góðs gengis. Arion banki gekk í gær frá sölu á 34 prósenta hlut í Högum til hóps fagfjárfesta, en í hópnum eru Friðrik Hallbjörn Karlsson og Árni Hauksson, Tryggingamiðstöðin, Sigurbjörn Þorkelsson og Gildi lífeyrissjóður. Fram hefur komið að Arion banki þarf nú að afskrifa 35 milljarða króna vegna niðurfærslu á lánum til félagsins 1998 ehf. en félagið keypti Haga út úr Baugi Group sumarið 2008 á rúmlega 30 milljarða króna. Einkahlutafélögin Gaumur, sem er í eigu Jóns Ásgeirs og fjölskyldu, ISP, sem er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur og Bague SA, sem er í eigu Hreins Loftssonar, eru í ábyrgðum fyrir lánum til félagsins 1998 ehf., en félögin eru flest eignalítil eða eignalaus og því eru ekki til fjármunir til að mæta skuldbindingum 1998 ehf. Segir stjórnendur Arion hafa mælt með tilboði fjölskyldunnar Jón Ásgeir Jóhannesson segir að fyrrverandi eigendur Haga, þeir sem standa að 1998 ehf., hafi boðist til að greiða skuldir móðurfélagsins og afganginn með 2 prósenta vöxtum á sjö árum. „Haustið 2009 buðumst við til að greiða allar skuldir Haga og móðurfélagsins til baka á 7 árum, en því var hafnað . Í byrjun árs 2010 lögðum við fram tilboð í 51 prósents hlut ásamt stjórnendum og erlendum fjárfestum upp á rúmlega 10 milljarða króna. Því var hafnað af stjórn Arion banka þrátt fyrir að stjórnendur bankans hefðu mælt með því að tilboðinu yrði tekið," segir Jón Ásgeir Jóhannesson í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, en bankastjóri Arion banka þá var Finnur Sveinbjörnsson. Jóhannes Jónsson Tilgangurinn að koma stofnendum Bónuss frá Högum Jón Ásgeir segir að svo virðist sem Arion banki hafi ekki lagt áherslu á að fá lán sín endurheimt. „Það verður að fara varlega í að ætla tap Arion banka vegna Haga. Arion banki á enn meirihluta í Högum og ekki útilokað að sá hlutur verði seldur á sömu kostakjörum og 34 prósenta hluturinn sem var seldur í gær. Svo virðist sem peningar hafi ekki haft forgang hjá Arion mönnum heldur virðist forgangsröðunin hafa verið að koma stofnendum Bónus út úr Högum. Ég vil hins vegar óska nýjum eigendum Haga til hamingju með kaupin góðu. Hagar er mjög gott fyrirtæki skipað frábæru starfsfólki og ég vona svo sannarlega að að þeir standi við þau gildi sem Bónus hefur staðið fyrir í þau 20 ár frá því við stofnuðum félagið; að bjóða alltaf lægsta verð á matvöru á hverjum tíma," segir Jón Ásgeir Jóhannesson. „Arion banki fór þá leið sem hann taldi skila bankanum mestum endurheimtum,“ segir Iða Brá Benediktsdóttir, talsmaður Arion banka. Hún segir að bankinn muni ekki tjá sig um málið að öðru leyti.
Tengdar fréttir Kaupa þriðjungshlut í Högum Arion banki hefur selt dreifðum hópi lífeyrissjóða og öðrum fjárfestum 34% hlut í Högum ásamt kauprétti að 10% viðbótarhlut. Kaupverð er 4,1 milljarður. Skráning í kauphöll er fyrirhuguð síðar á árinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 11. febrúar 2011 20:55 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Kaupa þriðjungshlut í Högum Arion banki hefur selt dreifðum hópi lífeyrissjóða og öðrum fjárfestum 34% hlut í Högum ásamt kauprétti að 10% viðbótarhlut. Kaupverð er 4,1 milljarður. Skráning í kauphöll er fyrirhuguð síðar á árinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 11. febrúar 2011 20:55