Jón finnur smugu 27. ágúst 2010 07:45 Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur valið þá leið sem óhagstæðust er fyrir neytendur þegar hann ákveður hvernig tollar skuli lagðir á innfluttar landbúnaðarvörur, eins og fram kom á neytendasíðu Fréttablaðsins í gær. Einu sinni voru nánast engar búvörur fluttar inn, sem voru í samkeppni við innlenda framleiðslu. Með samningi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO), sem gekk í gildi 1995, var opnað fyrir innflutning, en íslenzk stjórnvöld leggja á hann gífurlega háa tolla sem gera hann í raun ómögulegan. Samkvæmt samningnum eru stjórnvöld þó skyldug til að flytja inn lítið brot af innanlandsneyzlu búvara á lægri tollum. Þetta litla brot er kallað tollkvóti. Úthlutun tollkvótanna hefur verið deiluefni allt frá upphafi. Í samræmi við þá gömlu reglu að landbúnaðarráðherrar taki ákvarðanir, sem hygla framleiðendum en eru í andstöðu við hagsmuni neytenda, var efnt til uppboðs á kvótunum. Sá fékk innflutningskvótann (til dæmis tonn af osti) sem bauð hæst. Innflytjandinn átti að sjálfsögðu ekki annan kost en að velta greiðslunni fyrir kvótann (til dæmis þrjú hundruð krónum á kíló) yfir á neytandann og þannig hafa landbúnaðarvörur á „lágu" tollunum verið gerðar dýrari en nauðsynlegt er. Á tímabili komust stórir framleiðendur innlendra búvara, til dæmis mjólkursamlög og sláturhús, upp með að bjóða í kvóta og tryggja sér hann, en flytja hann svo ekki inn og borga ekki fyrir hann. Þannig féll kvótinn niður og aðrir innflytjendur gátu ekki nýtt sér hann. Fyrir þetta var síðar tekið - en ekki að frumkvæði landbúnaðarráðuneytisins. Upphaflega hugsunin með innflutningskvótunum var að þannig fengi innlendur landbúnaður erlenda samkeppni. Sú samkeppni er að sjálfsögðu merkingarlaus, sérstaklega í landi með eitthvert hæsta búvöruverð í heimi, nema innflutningurinn sé á samkeppnisfæru verði. Jón Bjarnason nýtir sér smugu í WTO-samningunum til að velja verðtoll (sem er reiknaður í prósentum) í stað magntolls (fastrar upphæðar sem leggst á hvert kíló). Þetta var í upphafi hugsað þannig að hægt væri að velja leiðina sem tryggði samkeppni, en líklega hafa menn þá ekki haft hugmyndaflug til að ímynda sér að höfð yrðu slík endaskipti á málinu. Með falli krónunnar varð allur innflutningur miklu dýrari og þannig verða áhrif verðtolls til hækkunar á vörunni enn meiri en ella. Í Fréttablaðinu í gær birtust dæmi, sem sýna að tollur á osti, sem áður var 130 krónur á kíló, hefur hækkað í 2.507 krónur og veldur allt að 3.000 króna hækkun á útsöluverðinu. Ummæli Jóns Bjarnasonar í Ríkisútvarpinu í fyrradag, um að það hafi verið nauðsynlegt að vernda innlenda framleiðslu landbúnaðarafurða fyrir erlendri samkeppni eftir hrun, sýna hversu staðfastur ráðherrann er í þeirri fyrirætlan sinni að svína á neytendum. Gengishrunið veitti innlendri framleiðslu sjálfkrafa aukna vernd fyrir erlendri samkeppni. Stjórnvöld þurftu ekki að bæta um betur. Landbúnaðarráðherrar hafa alltaf starfað í þágu framleiðenda og unnið gegn hagsmunum neytenda. Sumir hafa reynt að breiða yfir það með orðagjálfri. En Jón Bjarnason skammast sín ekki einu sinni fyrir vinnubrögðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur valið þá leið sem óhagstæðust er fyrir neytendur þegar hann ákveður hvernig tollar skuli lagðir á innfluttar landbúnaðarvörur, eins og fram kom á neytendasíðu Fréttablaðsins í gær. Einu sinni voru nánast engar búvörur fluttar inn, sem voru í samkeppni við innlenda framleiðslu. Með samningi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO), sem gekk í gildi 1995, var opnað fyrir innflutning, en íslenzk stjórnvöld leggja á hann gífurlega háa tolla sem gera hann í raun ómögulegan. Samkvæmt samningnum eru stjórnvöld þó skyldug til að flytja inn lítið brot af innanlandsneyzlu búvara á lægri tollum. Þetta litla brot er kallað tollkvóti. Úthlutun tollkvótanna hefur verið deiluefni allt frá upphafi. Í samræmi við þá gömlu reglu að landbúnaðarráðherrar taki ákvarðanir, sem hygla framleiðendum en eru í andstöðu við hagsmuni neytenda, var efnt til uppboðs á kvótunum. Sá fékk innflutningskvótann (til dæmis tonn af osti) sem bauð hæst. Innflytjandinn átti að sjálfsögðu ekki annan kost en að velta greiðslunni fyrir kvótann (til dæmis þrjú hundruð krónum á kíló) yfir á neytandann og þannig hafa landbúnaðarvörur á „lágu" tollunum verið gerðar dýrari en nauðsynlegt er. Á tímabili komust stórir framleiðendur innlendra búvara, til dæmis mjólkursamlög og sláturhús, upp með að bjóða í kvóta og tryggja sér hann, en flytja hann svo ekki inn og borga ekki fyrir hann. Þannig féll kvótinn niður og aðrir innflytjendur gátu ekki nýtt sér hann. Fyrir þetta var síðar tekið - en ekki að frumkvæði landbúnaðarráðuneytisins. Upphaflega hugsunin með innflutningskvótunum var að þannig fengi innlendur landbúnaður erlenda samkeppni. Sú samkeppni er að sjálfsögðu merkingarlaus, sérstaklega í landi með eitthvert hæsta búvöruverð í heimi, nema innflutningurinn sé á samkeppnisfæru verði. Jón Bjarnason nýtir sér smugu í WTO-samningunum til að velja verðtoll (sem er reiknaður í prósentum) í stað magntolls (fastrar upphæðar sem leggst á hvert kíló). Þetta var í upphafi hugsað þannig að hægt væri að velja leiðina sem tryggði samkeppni, en líklega hafa menn þá ekki haft hugmyndaflug til að ímynda sér að höfð yrðu slík endaskipti á málinu. Með falli krónunnar varð allur innflutningur miklu dýrari og þannig verða áhrif verðtolls til hækkunar á vörunni enn meiri en ella. Í Fréttablaðinu í gær birtust dæmi, sem sýna að tollur á osti, sem áður var 130 krónur á kíló, hefur hækkað í 2.507 krónur og veldur allt að 3.000 króna hækkun á útsöluverðinu. Ummæli Jóns Bjarnasonar í Ríkisútvarpinu í fyrradag, um að það hafi verið nauðsynlegt að vernda innlenda framleiðslu landbúnaðarafurða fyrir erlendri samkeppni eftir hrun, sýna hversu staðfastur ráðherrann er í þeirri fyrirætlan sinni að svína á neytendum. Gengishrunið veitti innlendri framleiðslu sjálfkrafa aukna vernd fyrir erlendri samkeppni. Stjórnvöld þurftu ekki að bæta um betur. Landbúnaðarráðherrar hafa alltaf starfað í þágu framleiðenda og unnið gegn hagsmunum neytenda. Sumir hafa reynt að breiða yfir það með orðagjálfri. En Jón Bjarnason skammast sín ekki einu sinni fyrir vinnubrögðin.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun