Innlent

Jón Gnarr ætlar ekki á Októberfest

Jón Gnarr tekur hér við armbandinu úr höndum Stefáns Þórs í á skrifstofu sinni í dag.
Jón Gnarr tekur hér við armbandinu úr höndum Stefáns Þórs í á skrifstofu sinni í dag.
„Hann tók bara við þessu bandi, hann er ekki að fara mæta," segir Heiða Kristín Helgadóttir, aðstoðarmaður borgarstjóra. Stefán Þór Helgason, stúdentaráðsliði í Háskóla Íslands, hitti Jón Gnarr í dag. Tilgangur fundar þeirra var að ræða alþjóðlega athafnaviku sem mun fara fram í nóvember.

Í lok fundarins ákvað Stefán Þór að bjóða Jóni Gnarr á Októberfest, sem fer fram nú um helgina á vegum stúdentaráðs og AM Events. „Hann tók bara mjög vel í þetta, enda mikill rokkari að ég held," segir Stefán Þór.

Aðspurður hvort hann hafi ekki bara klippt af sér armbandið um leið og þeir gengu út? „Nei, nei, hann hefur sennilega verið með þetta á sér allan daginn. En ég held að það hafi ekki margir tekið upp töng á fundi borgarstjóra og ákveðið að bjóða honum að festa á sig armband með þeim hætti sem ég gerði," segir Stefán en til að festa armbandið á höndina þarf járntöng til að festa járnstykki sem heldur armbandinu saman.

Þegar blaðamaður bar það undir hann að aðstoðarmaður borgarstjóra hafi sagt að Jón ætli ekki að mæta segir Stefán: „Hann borðar hvorki kjöt né drekkur öl, þess vegna skil ég vel að hann hafi ekki áhuga á að mæta á mestu drykkju- og kjötveislu ársins."

Heiða Kristín sagði í samtali við Vísi að Jón hafi einungis veitt þessu bandi viðtöku. „En hann óskar þeim alls hins besta," segir hún.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×